Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Mig langar að minnast kærrar frænku og vinkonu, sem lést eftir erfið veikindi 4. febrúar sl., með nokkrum orðum. Þrátt fyrir að við Sylvía vær- um systkinadætur urðu kynni okkar ekki veruleg fyrr en ég flutti í Hafnarfjörð en þá gengum við hjónin í ferðaklúbb sem Sulla, eins og ég kallaði hana, og Maggi voru í. Á þessum 40 árum höfum við ferðast saman vítt og breitt innanlands og utan. Ég naut þess að kynnast frænku minni og umgangast þau Sylvía Arnardóttir ✝ Sylvía Arnar-dóttir fæddist 9. febrúar 1935. Hún lést 4. febrúar 2016. Útför Sylvíu fór fram 12. febrúar 2016. hjónin og héldust okkar góðu sam- skipti alveg til síð- ustu stundar en ég náði að heimsækja Sullu nokkrum dög- um áður en hún lést. Ég er þakklát fyrir samfylgdina öll þessi ár og ég mun sakna hennar eins og allra hinna sem farnir eru úr ferða- klúbbnum okkar. Ég sendi Magga og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð veri með ykkur öllum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Sigrún Helga (Rúrý). ✝ ÞorbjörnSveinn Einars- son fæddist í Kefla- vík 22. júlí 1922. Hann lést á sjúkra- húsinu í Keflavík 17. janúar 2016. Foreldrar hans voru Einar Sveins- son frá Gjáhúsum í Grindavík, f. í Keflavík 14. októ- ber 1893, d. 20. ágúst 1987, og Jónína Helga Þorbjörnsdóttir, f. á Seyðisfirði 29. maí 1900, d. 17. nóvember 1973. Systkini Þorbjörns: Gunn- ar Þorsteinn Einarsson, f. 30. maí 1924, d. 20. ágúst 1925, Helga Guðrún Hulda Einars- dóttir, f. 1. júlí 1925, Kristín Rósa Einarsdóttir, f. 21.júní 1927, Guðjón Hafsteinn Sædal Einarsson, f. 19. júlí 1928, d. 29. október 1991, Oddný Ester Ein- arsdóttir, f. 4. desember 1930, Ásta Erla Ósk Einarsdóttir, f. 29. september 1933, d. 10. jan- úar 1936, Ásta Erla Ósk Ein- arsdóttir, f. 1. ágúst 1938, Ein- arína Einarsdóttir, f. 29. ágúst 1941, d. 23. janúar 2009. Þorbjörn kynntist Önu Maríu Ein- arsson, f. 16. apríl 1935, á Spáni 1956 og giftist henni hinn 14. október 1960. Þau bjuggu lengst í Keflavík en síðustu ár sín á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Eiga þau saman hann Jósep Þorbjörnsson, f. 4. desember 1966. Barnabörn þeirra eru: a) Aníta Harpa Jós- epsdóttir, f. 25. ágúst 1993. Barn hennar er Bjarni Týr Sig- urður Anítuson. b) Natalía Rós Jósepsdóttir, f. 5. október 1994. c) Birgitta Ýr Jósepsdóttir, f. 18. október 1995. d) Þorbjörn Dagur Jósepsson, f. 24. sept- ember 1997. Útför Þorbjörns hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku besti vinur og afi minn. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú varst mér allt. Þú kennd- ir mér margföldunartöfluna og bænir og þú varst sá fyrsti sem leyfði mér að keyra. Ég trúi því ekki að þú sért farinn. Við vorum svo náin. Þegar ég var yngri áttum við laugardagskvöld fyrir okkur, ef ég var hjá pabba komst þú og sóttir mig og við fórum heim til þín og horfðum á Spaugstof- una. Ef ég var hjá mömmu hringdir þú alltaf og útskýrðir hvað var að gerast því ég skildi ekki allt – ég var svo ung. Þú komst á allt hjá mér, tónleika og árshátíðirnar. Þú varst besti vinur minn, ég gat sagt þér allt og talað við þig um allt. Ég á eftir að sakna þín mikið. Ég man að þegar ég var yngri fórstu alltaf með okkur á sunnudögum í sunnudagaskól- ann og síðan í bíltúr. Mér fannst alltaf gaman að fara með þér í heimsókn til Rósu og Sigga afa. Síðan allar sundferðirnar og þegar þú fórst með okkur stelpurnar á skauta eða með Þorbjörn að veiða. Síð- an þegar við fórum alltaf að þvo bílinn þinn og síðan heim til þín að bóna bílinn. Eins og allir segja varstu góður maður og allir vildu þér vel. Síðan man ég eftir Spán- arferðinni okkar, þegar þú fórst með okkur stelpurnar í hestakerru og margt annað. Takk fyrir allar þessar góðu minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu, elsku afi minn. Það er ekki hægt að biðja um betri afa en þig. Það er erfitt að geta ekki hringt í þig eða farið til þín og talað við þig. Ég elska þig meira en allt og mun aldrei gleyma þér, ég mun segja framtíðarbörnunum mín- um frá þér. Þú ert fyrirmyndin mín, elsku afi minn. Kveðja frá litlu telpunni þinni. Í dag við hugsum til þín elsku afi og allt sem fyrir okkur hefur gert. Þú hefur verið okkar gleðigjafi gjöfum miðlað, hönd þín leiddi hvert sem vegur lá til þroska guðs í geymi um götu sem að reynist mörgum hál svo farnast megi vel í hörðum heimi og heiðarleikann rækta í barnsins sál. Við biðjum þess að ævikvöld þitt megi aðeins birtu og gleði færa þér. Sól á lofti sem á sumardegi sem morgunroði líði dagur hver. Eins og löngum alltaf sæll og glaður eigir í vændum mörg ógengin spor. Hjartans þakkir, heill þér heiðurs- maður um hugans lendur birtist sól og vor. (Guðmundur Halldórsson.) Sakna þín, elsku afi minn. Hvíldu í friði. Þín yndislega Birgitta Ýr. Þorbjörn Sveinn Einarsson Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar,sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Bryndís Lilja, Leó og Ester Jóna. Elsku langa. Minningarnar sem koma upp í hugann við það að skrifa þessa grein eru svo margar að ég gæti skrifað endalaust, svo mig lagar að skrifa aðeins um nokkrar þeirra. Ég man svo vel tímana sem við vorum saman og er þar efst í huga tíminn sem þú varst hjá okkur á Dalvík. Þér leið alltaf svo vel hjá okkur og hafðir svo gaman af því að fara á Dalbæ og föndra. Þú varst svo flink í höndun- um. Gerðir svo fallega hluti og ég held mikið upp á rúmfötin sem þú gafst mér í fermingar- gjöf með hekluðu milliverki eft- ir þig. Einnig held ég mikið upp á skartgripaskrínið sem þú gerðir úr keramiki og málaðir. Þér þótti alltaf svo gaman að koma til okkar og ég hlakkaði alltaf til að fá þig til okkar. Þegar ég kom í heimsókn til þín voru móttökurnar ekki af verri endanum. Ég fékk ævin- lega tyggjó eða „tyggí“ eins og Þórlaug Guðbjörg Baldvinsdóttir ✝ Þórlaug Guð-björg Baldvins- dóttir fæddist 3. nóvember 1922. Hún lést 16. janúar 2016. Útför Þórlaugar fór fram 1. febrúar 2016. þú varst vön að kalla það. Að koma til þín í kaffi var alltaf gaman. Pönnukökur eða annað bakkelsi var alltaf á boðstólum hjá þér. Við spjöll- uðum og hlógum mikið saman. Þú kenndir mér margt í gegnum tíðina. Þú kenndir mér að spila svarta Pétur, prjóna, baka pönnukökur og fleira. Alltaf þegar ég kom til þín spiluðum við svarta Pétur, ólsen ólsen eða lögðum saman kapal. Einnig var munnharpan þín oft dregin upp og við spil- uðum og dönsuðum. Þegar ég varð ólétt að Ester Jónu varst þú ein af þeim fyrstu sem fengu fréttirnar. Þegar ég hvíslaði í eyrað á þér þessum fréttum, tókstu um magann á mér, leist framan í mig og ljóm- aðir. Þú talaðir mikið um það hve góð mamma ég yrði og hversu heppin þessi litla stelpa yrði að eiga mig sem mömmu. Þú hlakkaðir svo til að fá að kynnast henni og talaðir mikið um hana. Ég mun aldrei gleyma brosinu á þér þegar ég kom með stelpuna til þín í fyrsta skiptið. Hún var fyrsta langalangömmu- barnið þitt. Þú spurðir alltaf hvernig gengi og varst alltaf jafn ánægð þegar við komum í heimsókn og veit ég það að Est- er Jóna bar sömu tilfinningar til þín og þú til hennar. Jákvæðari og duglegri mann- eskju hef ég aldrei kynnst. Ef mér leið illa gat ég alltaf leitað til þín og þér tókst alltaf að snúa skeifunni í bros. Þú varst alltaf brosandi og í góðu skapi. Þú kláraðir allt sem þú tókst þér fyrir hendur og gerðir það vel. Þannig varstu og allir sem þekktu þig geta staðfest það hve yndisleg og hjartahlý þú varst. Minningarnar okkar eru margar og góðar og það er ekki hægt að segja annað en að við höfum gert margt saman. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman og hve nánar við vorum. Ég sakna þess að geta talað við þig, ég sakna þess að geta komið í heimsókn og heyrt röddina þína en mest af öllu sakna ég þess að sjá brosið þitt og heyra hláturinn þinn. Það kemur ekki sá dagur sem ég hugsa ekki til þín. Það er sárt að sakna, en ég veit það vel að þú ert hér hjá mér. Að þú fylgir mér í daglegu lífi og fylg- ist með mér og Ester Jónu þroskast og dafna. Þangað til við hittumst næst mun ég varðveita minningarnar í hjarta mér. Hvíl í friði, elsku fallega langamma mín. Ég elska þig. Þín, Bryndís Lilja. Okkar ástkæra, ODDNÝ ANGANTÝSDÓTTIR skógarbóndi frá Engihlíð, Skagafirði, lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki laugardaginn 6. febrúar. Hún verður jarðsungin laugardaginn 20. febrúar klukkan 11 í Hofsóskirkju. . Börn, tengdabörn og ömmubörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og vinur, PÁLL G. BJÖRNSSON framkvæmdastjóri, Nestúni 13, Hellu, lést á Sjúkrahúsi Selfoss 2. febrúar. Útför hans fer fram laugardaginn 20. febrúar klukkan 11 frá Oddakirkju á Rangárvöllum. . Ragnar Pálsson, Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir, Ragnar Páll, Ásgerður og Þorgerður, Stefán Smári, Álfheiður Fanney og Ásrún Ásta, Þórný Þórarinsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Kópavogi 7. febrúar. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju 22. febrúar klukkan 13. . Íris Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Axel B. Eggertsson, Óttar Sigurðsson, Herdís Þórisdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Systurdóttir okkar, BJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Kötlufelli 11, Reykjavík, áður til heimilis að Kársnesbraut 84, Kópavogi, lést þriðjudaginn 9. febrúar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 15. . Stefán Tryggvason, Brynjólfur Tryggvason, Soffía Tryggvadóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg systir mín, GUÐRÚN KRISTBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR húsmæðra- og handmenntakennari, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 19. febrúar klukkan 13. . Sigríður Júlíusdóttir og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RUNÓLFUR RUNÓLFSSON vélvirki, Barðastöðum 11, Reykjavík, sem lést 9. febrúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 19. febrúar klukkan 13. . Margrét Jóna Finnbogadóttir, Guðbjörg Runólfsdóttir, Magnús Runólfsson, Margrét Runólfsdóttir, Guðmundur Sigurhansson, Sigurður H. Runólfsson, Gerður H. Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.