Morgunblaðið - 17.02.2016, Síða 23

Morgunblaðið - 17.02.2016, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 ✝ Emil BrynjarKarlsson fædd- ist á Seyðisfirði 4. janúar 1949. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 6. febr- úar 2016. Emil var sonur Karls Bóassonar lögreglumanns, f. 1925, d. 2009, og Halldóru Jónu Stef- ánsdóttur, f. 1926, d. 2011. Systkini Emils eru Anna Sigríð- ur, f. 1952, og Örn, f. 1955. Emil giftist 3. maí 1969, eft- irlifandi eiginkonu sinni Sig- rúnu Sigtryggsdóttur, f. 3. maí 1949. Börn Emils og Sigrúnar eru: 1) Karl, f. 12. mars 1969, eig- inkona Berglind Helgadóttir, f. 8. okt 1968. Synir þeirra eru Theodór Emil, f. 20. febrúar 1991, og Kristófer Karl, f. 17. september 2001. 2) Rósa, f. 25. október 1973. Dæt- ur hennar eru Sig- rún Rós, f. 6. nóv- ember 1996, og Gyða, f. 20 desem- ber 1999. Barns- faðir Rósu er Helgi Gissurarson. 3) Kári, f. 14. ágúst 1980, eigin- kona Ásdís Jóna Marteinsdóttir, f. 24. febrúar 1985. Synir þeirra eru Alexander Óli, f. 16. febrúar 2007, og Adrian Bergur, f. 23. ágúst 2013. Fyrir átti Kári Lísu Katrínu, f. 24. júlí 2004. Útför Emils Brynjars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 17. febrúar 2016, og hefst at- höfnin klukkan 13. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr. En örlög þín ráðin – mig setur hljóða. Við hittumst samt aftur á ný. Megi algóður guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár. Þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Þín eiginkona og besti vinur. Sigrún. Elsku pabbi minn kvaddi okk- ur laugardagsmorguninn 6. febr- úar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, eftir 16 vikna baráttu við krabbamein. Það er svo erfitt að hugsa til þess að hann hafi ekki fengið lengri tíma með okkur. Pabbi minn var mikill íþrótta- maður og stundaði handbolta með KR og Aftureldingu og átti nokkra landsleiki sem markmað- ur, bæði með unglingalandsliði og A-landsliði í handbolta. Hann var valinn íþróttamaður Mosfells- bæjar 1979. Eftir að hann setti handboltaskóna á hilluna fór hann að stunda golf af miklu kappi. Pabbi stundaði golfið alveg til dauðadags og átti það hug hans allan síðustu árin hvort sem um var að ræða á veturna eða sumrin og fór hann þrisvar sinnum holu í höggi. Hann starfaði í stjórn golf- klúbbsins Kjalar um nokkurt skeið og voru margar stundirnar þar á vellinum og í félagsstarfi með mömmu, bræðrum mínum og strákunum þeirra, studdi hann golfstrákana sína og mömmu á vellinum og lagði hann allt kapp á að öllum gengi sem allra best, því pabbi var keppn- ismaður mikill. Pabbi studdi mig og stelpurn- ar mínar líka í hestamennskunni okkar og fylgdist vel með á kant- inum og var hann afar stoltur af okkur, stelpunum sínum. Öll barnabörn pabba eru mikið afreksfólk í íþróttum hvert í sinni grein og hélt hann vel utan um þau og ekkert mátti framhjá hon- um fara. Pabbi var fagurkeri mikill og ber heimili mömmu og pabba þess merki, allt beint, slétt og fellt, tommustokkur og málband var alltaf við höndina. Pabbi hafði svo skemmtilegan húmor og var mikið hlegið og mikil gleði í kringum hann og hafði hann alltaf svör við öllu og hafði oftast síðasta orðið. Elsku besti pabbi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þín Rósa. Í dag kveðjum við elsku Emil. Hann fékk það hlutverk árið 1984 að verða tengdapabbi minn og eru því 32 ár síðan ég kynntist honum. Mínar fyrstu minningar um hann voru þegar ég fór að tipla inn á Stórateiginn, þá 16 ára gömul, að hann stökk bak við vegg og í buxur um leið og ég birtist því hann var alltaf kominn á „nellurnar“ um leið og hann kom heim úr vinnunni. En það stóð ekki yfir í langan tíma, eftir örfá skipti sagðist hann ekki nenna þessu lengur, að fara í buxur þegar ég kæmi, ég yrði bara að venjast honum svona og þannig minnist ég hans. Emil var skemmtilegur maður og stutt í húmorinn. Hann var orðheppinn og ósjaldan ultu upp úr honum gull- molar sem hlegið var að. Það var mikið gantast innan fjölskyld- unnar þegar Emil sagði sínar setningar sem við kölluðum „Emla“. Úff, það var fínt að þetta var bara innan fjölskyldunnar því oftar en ekki tók maður um höf- uðið þegar Emil fór af stað, en hann kom manni alltaf til að hlæja. Guð, hvað maður á samt eftir að sakna þessara „Emla“. Emil var góður afi og var alltaf mjög umhugað um barnabörnin sín, stöðugt að passa að þau færu sér ekki að voða, stöðugt að hlaupa á eftir þeim því þau gátu bara hreinlega dottið og meitt sig, hvort sem það var úr stig- anum eða sófanum. Honum var mikið létt þegar þau fóru að eldast og þessi áhætta minnkaði. Hann var stolt- ur af barnabörnunum sínum og maður heyrði Emil oft segja öðr- um frá afrekum þeirra. Hann stóð kannski ekki yfir þeim þegar þau voru að keppa, hvort sem það var í golfi, dansi, hesta- eða handboltamótum, heldur valdi hann sína leið til að fylgjast með þeim. Honum þótti betra að fylgjast með úr fjarska því honum þótti ekkert eins erfitt og að horfa á slæmt högg eða ef keppni gekk ekki sem skyldi. Það fór mjög fyrir brjóstið á honum enda sjálf- ur mikill keppnismaður. Eftir að hann lagði handbolta- skóna á hilluna fann hann sér annað sport til að stunda og það var golfið. Hann byrjaði að spila golf um fertugt og stundaði hann það af miklu kappi. Hann var ekkert að fara til golfkennara eða slíkt, hann átti bara sína sveiflu og var sáttur við hana. Hann var vel liðinn af golf- félögunum og ég held að ég geti fullyrt að enginn hafi lent í því að hafa þurft að bíða eftir Emil, hvort sem það var á vellinum eða á öðrum stað. Eitt sem lýsir persónuleika Emils var að hann vildi aldrei láta hafa fyrir sér. Á síðustu metrunum í barátt- unni sinni, fárveikur, bað hann hjúkrunarfræðingana um að láta aðra ganga fyrir því það væru aðrir veikari en hann. Það má eiginlega segja að laugardaginn 6. febrúar síðastliðinn hafi hann valið að fyrst hann kæmist ekki í vélaskemmuna í púttmótið þar, þá væri bara best að drífa sig til Sigga og Skúla og taka púttmót með þeim. Já, Emil fannst ekkert eins skemmtilegt og að hitta golfvin- ina sína og taka með þeim hring, hvort sem það var á sumrin, en þá hittust þeir á hverjum degi eftir vinnu, eða á veturna þegar þeir hittust á laugardagsmorgnum. Þá var annaðhvort farið í vetr- armót ef veður og færð leyfðu eða í púttmót í vélaskemmu. Síðasta púttmót fór hann í viku fyrir andlátið. Hann var orðinn fárveikur svo það segir hversu gaman honum þótti að hitta fé- lagana og spila. Dánardagurinn, tímasetningin, að láta ekki hafa fyrir sér og hafa kveðjustundina stutta, þetta er Emil. Ég kveð þig með þessum orðum, elsku Emil tengdapabbi. Ég bið að heilsa heim. Þín tengdadóttir, Berglind. Einbeitni, gleði og hamingja eru fyrstu orðin sem koma upp þegar við minnumst afa. Afi var mjög rólegur og yfir- vegaður að eðlisfari og það lýsir því kannski best að þegar illa gekk hjá handboltalandsliðinu þá í stað þess að garga á sjónvarpið eins og flestir kannast við þá stóð hann upp, fussaði eitthvað í hálf- um hljóðum og gekk rólegur út í bílskúr til að fara að þrífa bílinn. Þrátt fyrir að vera mjög rólegur og einbeittur þá var alltaf mikil gleði í kringum hann. Mikill hlátur, mikið fjör og mikil hamingja fylgdi afa hvert sem hann fór. Ég get ekki talið upp skiptin sem við fjölskyldan höfum setið saman og á endanum öll þurft að ná í pappír til að þurrka tárin eftir eitthvert hlát- urskastið, og þá átti afi yfirleitt lokaorðið. Afi var mikill afreksmaður í íþróttum og trúlega er ástæðan fyrir því hversu vel honum tókst að ná sínum markmiðum hversu vel hann náði að blanda saman gleði og einbeitni. Hann var alltaf í öllu sem hann tók sér fyrir hendur mjög ein- beittur með skýr markmið en því fylgdi alltaf mikil gleði því ánægj- an var ástæðan fyrir því að hann lagði fyrir sig hlutina. Þetta er eitthvað sem við ætl- um að hafa með okkur í veganesti fyrir framtíðina og við erum svo heppnar að hafa kynnst. Við minnumst afa með miklum sökn- uði en jafnframt þökkum fyrir þær frábæru minningar sem fylgja okkur alla ævi. Þar til við sjáumst næst. Þínar afastelpur, Sigrún Rós og Gyða. Til afa. Nú sefur þú í kyrrð og værð og hjá englunum þú nú ert. Umönnun og hlýju þú færð og veit ég að ánægður þú ert. Ég kvaddi þig í hinsta sinn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Blessun drottins munt þú fá og fá að standa honum nær. Annan stað þú ferð nú á sem ávallt verður þér kær. Ég kvaddi þig í hinsta sinn. Ég kveð þig nú í hinsta sinn. Við munum hitta þig á ný áður en langt um líður. Sú stund verður ánægjuleg og hlý og eftir henni sérhvert okkar bíður. Við kveðjum þig í hinsta sinn. Við kvöddum þig í hinsta sinn. (Þursi) Hvíl í friði, elsku afi. Theodór Emil, Sigrún Rós, Gyða, Kristófer Karl, Lísa Katrín, Alexander Óli og Adrian Bergur. Góður félagi og vinur, Emil B. Karlsson, er fallinn frá eftir frek- ar stutt veikindi. Ég kynntist Emil fyrir um 45 árum er við tók- umst á á handboltavellinum. Hann með KR og ég með Fram. Kynnin urðu síðan enn nánari þar sem eiginkonur okkar léku saman handbolta með KR. Síðar áttum við eftir að eiga saman margar ánægjustundir eftir að ég tók að mér þjálfun hjá Aftureld- ingu í Mosfellsbæ. Emil varði þá mark Aftureldingar af stakri snilld og átti stóran þátt í að Aft- urelding fór að fikra sig upp og verða að alvöruliði. Sérstaklega er mér minnis- stæð einstaklega skemmtileg æf- ingaferð félagsins til Þýskalands þar sem makar leikmanna voru með í ferð. Sú ferð þjappaði liðinu mjög vel saman og í framhaldinu var Emil einn þeirra sem fóru fremstir í flokki við að halda uppi samheldni og festu sem átti svo eftir að fleyta okkur upp í hærri gæðaflokk. Eftir handboltann tók golfið við af fullum krafti en ég á Emil að þakka að ég byrjaði í þeirri íþrótt. Við vorum saman í Golf- klúbbnum Kili í Mosfellsbæ sem nú heitir Golfklúbbur Mosfells- bæjar. Emil gekk vaskur til leiks í golfinu ásamt Sigrúnu eigin- konu sinni. Þau voru líka einstak- lega dugleg við að hvetja börn sín og síðan barnabörn til golfiðkun- ar og eru nokkrir afkomendur þeirra miklir afreksmenn í íþrótt- inni. Um mitt sumar 2012 urðum við svo starfsfélagar í ullarverk- smiðjunni Ístex hf. í Mosfellsbæ þar sem Emil var ráðinn til starfa. Hann var sjálfur lærður smiður en kunni bara nokkuð vel við sig í verksmiðjuvinnunni. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja kæran vin, Emil B. Karlsson, og við Kristbjörg og fjölskylda sendum Sigrúnu og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Starfsfólk Ístex hf. í Mosfellsbæ sendir Sigrúnu og fjölskyldu einnig samúðarkveðj- ur. Axel Axelsson. Emil B. Karlsson Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN VILBERGSDÓTTIR, til heimilis að Hjalladæl 7, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju föstudaginn 19. febrúar 2016, kl. 14. . Óskar Magnússon, Lillian Óskarsdóttir, Júlíus S. Ólafsson, Ragnheiður Óskarsdóttir, Birgir Edwald, Sigríður Óskarsdóttir, Vilbergur Magni Óskarsson, Brynja Björgvinsdóttir, Eyrún Óskarsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Ólafur Andri Ragnarsson, Hallgrímur Óskarsson, Þórunn Jóna Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KNÚTSSON húsgagnasmiður, Ásabraut 8, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 8. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 19. febrúar klukkan 13. . Þórunn Sigurðardóttir, Bragi Sigurðsson, Hyacinth Robinson, Knútur Sigurðsson, Guðrún Pálsdóttir, Björgvin Pálsson, Guðmundur Pálsson, Erla Ölversdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA STEFÁNSDÓTTIR, fyrrverandi ljósmóðir, frá Múla í Álftafirði, áður Hlíð í Lóni, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Hornafirði föstudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 20. febrúar klukkan 11. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði í Álftafirði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta hjúkrunarheimilið Skjólgarð á Hornafirði njóta þess. . Kristín Stefanía Rögnvaldsdóttir Helgi Hrafnkelsson Dagný Rögnvaldsdóttir Páll Guðmundsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR, Skagaströnd, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sæborg þriðjudaginn 2. febrúar 2016, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju á Skagaströnd laugardaginn 20. febrúar klukkan 14. . Börn, tengdabörn og ömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, afi, sonur, bróðir og frændi, JÓN HALLDÓR GUÐMUNDSSON bóndi, Ærlæk, Öxarfirði, sem lést þann 8. febrúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Skinnastaðarkirkju laugardaginn 20. febrúar klukkan 14. . Guðný María Sigurðardóttir, Sigurður Ægir Jónsson, Sigríður Harpa Jónsdóttir, Sylvía Dröfn Jónsdóttir, Jón Sölvi Sigurðarson, Guðný Jóna Tryggvadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Tryggvi Arnsteinn Guðmundsson, Guðmundur Þráinn Kristjánsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.