Morgunblaðið - 17.02.2016, Page 12

Morgunblaðið - 17.02.2016, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borg- arstjóri, lagði á borgarráðsfundi í síðustu viku fram svar sitt við fyr- irspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins frá því 16. júlí, 2015, þar sem óskað var upplýsinga um fundi og sam- skipti sem for- maður borgar- ráðs og borgar- stjóri áttu við innanríkis- ráðherra eða fulltrúa hans varðandi Reykjavíkurflugvöll, framtíð hans og lokun brauta í að- draganda þess samkomulags sem undirritað var 25. október 2013. Í fyrirspurninni var óskað eftir að lagðir yrðu fram í borgarráði minnispunktar, samningsdrög og önnur samskipti sem ofangreindir aðilar áttu vegna þessa. Engar fundargerðir Svar borgarstjóra er á 17 síðum. Neðst á fyrstu blaðsíðu svarsins segir orðrétt: „Um samkomulagið liggja ekki fyrir hjá Reykjavíkur- borg fundargerðir eða önnur skráð samskipti á milli borgarstjóra eða formanns borgarráðs annars vegar og innanríkisráðherra hins vegar.“ Í svari borgarstjóra kemur jafn- framt fram að skrifstofa borgar- stjóra og borgarritara hafi spurst fyrir um hvort fundargerðir eða önnur skráð samskipti milli þess- ara aðila væru varðveitt í innanrík- isráðuneytinu en svör hafi ekki borist þrátt fyrir ítrekanir. Farið með málið sem einkamál Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar og flug- vallarvina lögðu á fundinum í síð- ustu viku fram svohljóðandi bókun: „Algjör leyndarhyggja ríkti um samskipti ríkis og borgar vegna samkomulags sem undirritað var 25. október 2013 um Rögnunefnd- ina og framtíð Reykjavíkurflug- vallar. Svar við fyrirspurn borg- arráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins staðfestir að engar fundargerðir voru skrifaðar um fundi borgar- stjóra eða formanns borgarráðs annars vegar og innanríkisráð- herra hins vegar í aðdraganda samkomulagsins. Engin minn- isblöð hafa varðveist. Ekkert virð- ist hafa verið gert til að fullnægja lágmarkskröfum um eðlilega stjórnsýslu. Ekki er einu sinni hægt að upplýsa hversu margir fundir voru haldnir vegna þessa og ljóst af því að farið var með þetta mál eins og hvert annað einkamál. Vinnubrögð af þessu tagi eru ekki boðleg. Af þessu má sjá að rík ástæða er til þess að setja ákveðnar og skýrar reglur um upplýsingagjöf til borgarráðs af fundum sem borgarstjóri og for- maður borgarráðs eiga við ráðu- neyti og opinberar stofnanir. Slík upplýsingagjöf á að vera öllum borgarbúum aðgengileg.“ Skylt verði að upplýsa Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði lagt fram tillögu í borgarráði á fundinum í júlí í fyrra um að borgarstjóra og for- manni borgarráðs væri skylt að leggja fram í borgarráði minn- ispunkta og aðrar upplýsingar vegna funda sem borgarstjóri og formaður borgarráðs ættu við ráðuneyti og opinberar stofnanir á fyrsta mögulega fundi ráðsins. Af- greiðslu tillögunnar hafi verið frestað. Júlís Vífill segist ætla að ganga á eftir svörum borgarstjóra við tillögunni. Leynd var um samskipti ríkisins og Reykjavíkurborgar  Lágmarkskröfum um eðlilega stjórnsýslu ekki fullnægt að mati borgarfulltrúa Morgunblaðið/RAX Undirritun Samningurinn var undirritaður í Hörpu 25. október 2013. Frá vinstri: Jón Gnarr, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson og Björgólfur Jóhannesson. Júlíus Vífill Ingvarsson varlega, hvort sem það var gang- andi, hjólandi eða keyrandi. Kemur í veg fyrir svifryk „Sandurinn hefur lengi verið saltblandaður hér á Akureyri og er hann þá kallaður pækill, sem þó nokkrir bæjarbúar eru ósáttir við. Ég kannast við þennan lista þó að ég viti ekki hvenær honum verði skilað til okkar,“ segir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Við höfum sett pækil- inn á hættulegustu staðina, þar sem mestar brekkur eru í bænum. Þetta er gert í ákveðnu tíðarfari eins og í gær (mánudag) þegar fór að hlýna. Hér á Akureyri eru aðilar sem vilja saltið í burtu og notast ein- ungis við sandinn. Þá er komið annað vandamál sem við erum að reyna að koma í veg fyrir, nefni- lega svifryk. Þegar snjórinn fer situr sandurinn eftir og myndar svifryk. Með því að notast við salt- ið drögum við úr svifryki. Þetta eru kostir og gallar eins og í svo mörgu öðru,“ segir Eiríkur. Bremsulausir bílar Sá sem vakti athygli á málinu er Haukur Már Ingólfsson, skoð- unarmaður hjá Tékklandi á Akur- eyri. Hann skrifaði pistil á Face- book-síðu sinni þar sem kom fram að í fyrsta skipti nú í vetur hefðu þeir félagar í skoðunarstöð Tékk- lands tekið eftir að járn í og við bremsuprófarann væri orðið brúnt af ryði. „Bílar frá Akureyri hafa hingað til haldist mun lengur í verði en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þeir eru óryðgaðir meðan jafngamlir bílar þaðan eru ónýtir af ryði. Nú munu þessar eignir bæjarbúa hríðfalla í verði og endingartími styttast og bilanir aukast. Varahlutaverslunum hér ber saman um að stóraukning sé nú þegar í sölu á varahlutum í bremsur. Niðurstaðan er sú að í umferð- inni eru fleiri bílar hættulegir vegna bilana sem stafa af ryði. Bremsurör ryðga fljótt og fara að leka vegna saltsins og þá er bíll- inn bremsulaus,“ segir Haukur meðal annars í pistli sínum, sem farið hefur víða um netheima. „Ég ætlaði nú ekkert að skipta mér mikið af þessu nema vekja at- hygli á vandamálinu. Það hefur tekist og þetta vakti töluverð við- brögð. Það ber mörgum saman um að saltið er úti um allan bæ og göturnar eru brúnar af salti,“ seg- ir Haukur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Salt í bæ Íbúar Akureyrar eru margir ósáttir við saltnotkun. Íbúar á Akureyri eru ósáttir við saltpækilinn  65 tonn af salti á götur í fyrra  Minna svifryk í bænum BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Rúmlega eitt þúsund manns hafa skrifað undir beiðni til Akureyr- arbæjar um að hætta að nota salt á götur bæjarins. Undirskrifta- listinn fór í loftið á mánudag en einnig hefur verið stofnuð síða á Facebook undir heitinu Við viljum saltið burt af götum Akureyrar. Þar hafa 1.700 líkað við síðuna. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir bæ- inn koma í veg fyrir svifryks- mengun með því að nota saltið en Haukur Már Ingólfsson, skoð- unarmaður hjá Tékklandi, bendir á að járn í og við bremsuprófar- ann sé orðið brúnt af ryði. Akureyrarbær beitir hálku- vörnum þar sem aðstæður eru sérlega slæmar. Þá er notað salt- blandað malarefni, með korna- stærð 2-8 millímetrar og salthlut- fallið er um 5%. Ekki er notað hreint salt til hálkuvarna heldur er allt hálkuvarnarefni saltbland- að, hvort heldur það er notað á götur, gönguleiðir eða bílaplön. Á síðasta ári voru notuð um 65 tonn af salti til blöndunar á hálkuvarn- arefninu. Þess má geta að í Reykjavík fóru 1.786 tonn af salti á göturnar. Á mánudag hitnaði skyndilega á Akureyri og var hitastigið um +2,7 gráður og hætt við að hálka myndaðist víðs vegar um bæinn. Var því brugðið á það ráð að setja saltpækilinn á göturnar og íbúar og gestir bæjarins beðnir að fara SNJALLARA ORKUKERFI? 13.00 Ávarp formanns Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir Snjallmælar og snjöll raforkukerfi til framtíðar Jakob S. Friðriksson, viðskiptaþróun, Orkuveitu Reykjavíkur Orkuskipti í samgöngum– fjölþættur ávinningur Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs 14.30 Kaffiveitingar í fundarlok Fundarstjóri: Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, Orkuveitu Reykjavíkur Ársfundur Samorku Föstudaginn 19. febrúar 2016 Icelandair Hótel Natura, Víkingasal Guðrún Erla Jónsdóttir Ragnheiður Elín Árnadóttir Bjarni Bjarnason Sigurður Ingi Friðleifsson Jakob S. Friðriksson Skráning á samorka.is Stofnaður verður hamfarasjóður, sem hefur það hlutverk að sinna for- vörnum og samhæfingu verkefna á sviði náttúruvár. Þetta var sam- þykkt á fundi ríkisstjórnar Ís- lands í gær. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðu- neytinu kemur fram að verkefni á sviði forvarna verði aukin, en Hamfarasjóður mun jafnframt hafa umsjón með greiðslu tiltekins kostnaðar opinberra aðila og bóta í ákveðnum takmörkuðum tilvikum vegna tjóns sem verður af völdum náttúruhamfara. Greint var frá því í Morgunblað- inu hinn 7. október 2015 að stjórn- völd skoðuðu stofnun hamfarasjóðs sem ætlað yrði að standa straum af kostnaði sem hlytist af völdum nátt- úruhamfara á borð við eldgosið í Holuhrauni í fyrra, skriðuföll við Siglufjörð og Skaftárhlaup. ,,Þetta er mikið framfaramál sem eykur getu samfélagsins til að takast á við náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Starfshópur var skipaður í nóvem- ber síðastliðnum til að skoða fýsi- leika þess að stofna sjóðinn. ash@mbl.is Hamfara- sjóður stofnaður  Greiðir út bætur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.