Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Morgunblaðið/Sverrir Eftirsótt Reynivallakirkja í Kjós. Einn umsækjandi var um embætti prests í Mosfellsprestakalli í Kjalar- nessprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. mars nk. Umsækjandinn er séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni niðurstöðu almennra prestskosninga í prestakallinu, en rúmlega þriðjungur sóknarbarna óskaði eftir almennri kosningu og verður kosningin og framkvæmd hennar auglýst síðar. Í Mosfells- prestakalli er ein sókn, Lágafells- sókn, með um níu þúsund íbúa og tvær kirkjur. Mosfellsprestakall er á samstarfssvæði með Reynivalla- prestakalli. Hins vegar voru ellefu umsækj- endur eru um embætti sóknar- prests í Reynivallaprestakalli í Kjalarnessprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. mars nk. Umsækjendurnir eru; Anna Þóra Paulsdóttir, guðfræðingur, séra Arna Grétarsdóttir, dr. Grétar Halldór Gunnarsson, dr. Haukur Ingi Jónasson, Kristinn Snævar Jónsson, guðfræðingur, séra Krist- ín Pálsdóttir, María Rut Baldurs- dóttir, guðfræðingur, séra Stefán Már Gunnlaugsson, séra Úrsúla Árnadóttir, Viðar Stefánsson, guð- fræðingur og séra Þórhallur Heim- isson. Biskup Íslands skipar í emb- ættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk pró- fasts. Í Reynivallaprestakalli eru tvær sóknir, Brautarholtssókn og Reynivallasókn. Fjöldi íbúa í prestakallinu eru rúmlega eitt þús- und. Embættinu fylgja sérstakar starfsskyldur, allt að 50% starfs- hlutfall, við prófastsdæmið, Bisk- upsstofu, eða annan kirkjulegan að- ila, segir í frétt á heimasíðu Biskupsstofu. sisi@mbl.is Ellefu sóttu um Reynivelli í Kjós  Kosið verður um eina umsækjandann um prestsembætti í Lágafellssókn Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsókn- ar embætti prests í Nes- prestakalli, Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, frá 1. apr- íl næstkomandi. Biskup skipar í embætti prests til fimm ára. Í Nesprestakalli er ein sókn, Nessókn, með rúmlega ellefu þúsund íbúa og eina kirkju, Nes- kirkju. Nesprestakall er á samstarfs- svæði með Hallgrímsprestakalli, Dómkirkjuprestakalli, Háteigs- prestakalli og Seltjarnarnes- prestakalli. Umsóknarfrestur renn- ur út 14. mars nk. Hinu auglýsta pretsembætti gegndi áður séra Skúli Sigurður Ólafsson en hann hefur verið skip- aður í embætti sóknarprests í Nes- prestakalli. Hann var eini umsækj- andinn um það embætti. Biskup auglýsir embætti prests í Nessókn laust Skúli Sigurður Ólafsson Á Hrafnaþingi í dag, miðvikudag- inn 17. febrúar kl. 15:15, mun Borgþór Magn- ússon plöntuvist- fræðingur flytja erindið: Á fýla- slóðum í Rang- árþingi 2015. Í erindinu mun Borgþór rifja upp skráningu og kortlagningu á fýlabyggðum í Rangárvallasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, sem framkvæmd- ar voru árin 1980 og 1981 og skýra frá niðurstöðum rannsókna sem gerðar voru sumarið 2015. Hrafnaþing er haldið í húsakynn- um Náttúrufræðistofnunar að Urr- iðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Allir eru velkomnir. Á fýlaslóðum í Rangárþingi Borgþór Magnússon Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 15 verður haldinn opinn fundur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ís- lands undir heitinu „Þróunar- skýrsla Sameinuðu þjóðanna 2015.“ Dr. Selim Jahan, aðalritstjóri Þróunarskýrslu Sameinuðu þjóð- anna kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytur opnunarávarp. Síðan verða pallborðsumræður um íslenskan vinnumarkað. Þát- takendur verða Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík, Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Kol- beinn Stefánsson, sérfræðingur á Hagstofu Íslands. Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Fundur um Þróunarskýrslu SÞ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.