Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Suðvestan ofsa- veður gekk yfir landið í gær og var lægðin dýpst að- faranótt gærdags og í gærmorgun á Vestfjörðum og vestantil á Norðurlandi. Veð- ur tók að lægja talsvert eftir há- degi. Setti veðurofsi gærdagsins sam- göngur víða úr skorðum. Hálka og hálkublettir voru á vegum um allt land svo að ferðir strætisvagna á Norðurlandi og Vestfjörðum féllu niður vegna ófærðar og hvassviðris. Þá lá allt innanlandsflug niðri hjá Flugfélagi Íslands fyrir hádegi og skólahald féll niður í nokkrum skól- um, m.a. í Þelamerkurskóla að Laugalandi í Hörgárdal og Hlíða- skóla á Akureyri. Ólöf Snæhólm, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að ekki hafi verið mikið um út- köll hjá björgunarsveitum landsins í gær en nokkuð hafi verið um útköll aðfaranótt gærdagsins og snemma gærdags. Á fimmta tug björgunarsveitar- manna tóku þátt í björgunar- aðgerðum aðfaranótt gærdags vegna óveðursins. Útköllin voru af ýmsum toga, m.a. höfðu erlendir ferðamenn fest bíl við Bláa Lónið, bátur losnaði frá bryggju á Reyðarfirði og hurð á sundlauginni á Bolungarvík fauk upp, sem og gluggi á leikskólanum á Suð- ureyri. Setti sam- göngur úr skorðum  Suðvestan ofsa- veður gekk yfir í gær Óveður Ofsaveður geisaði í gær. Sr. Úrsúla Árnadóttir íhugar að bera undir dómstóla ráðningu sr. Þráins Haraldssonar í Garðapresta- kalli í janúar 2015. Kærunefnd jafn- réttismála úrskurðaði í október sl. að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefði brotið í bága við jafn- réttislög þegar hún skipaði Þráin í embætti prests í Garðaprestakalli. Biskup bauð Úrsúlu þrenn mánaðarlaun í sáttabætur en Úrsúla segist í samtali við mbl.is ósátt við að biskup hafi ekki boðið henni annað embætti í staðinn. Segist hún líklega ætla með málið fyrir dómstóla. Úr- súla er meðal ellefu umsækjanda um stöðu sóknarprests á Reynivöllum. Embættið veitist frá 1. mars næst- komandi. Íhugar dóm- stólaleiðina Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fullyrðir að ef Reykja- víkurborg kæmi betur út úr þjón- ustukönnun Gallup yrði könnunin keypt ár eftir ár og niðurstöðum hennar flaggað úti um allt. Þetta kom fram í máli hans í um- ræðum um þjónustukönnunina á borgarstjórnarfundi í gær, en Reykjavíkurborg hefur komið verst út úr könnun Gallup á ánægju íbúa sveitarfélaga með þjónustu þeirra á undanförnum árum. Halldór Halldórsson, oddviti sjálf- stæðismanna, sakaði borgarstjórnar- meirihlutann um að halda upplýsing- um frá borgarbúum með því að kaupa ekki könnunina. Sagði hann það jafn- framt vera gagnlegt að fá aðgang að samræmdri könnun til þess að leiða í ljós samanburð við önnur sveitar- félög landsins. Könnunin nýtist borginni ekki Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum undanfarna daga hefur borg- arstjórnarmeirihlutinn lagt til að borgin láti gera eigin könnun á ánægju íbúa með þjónustuna. Sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á borgarstjórnarfundinum að sviðs- stjórar Reykjavíkurborgar væru á nær einu máli um að þjónustukönnun Gallup nýttist þeim ekki til að bæta þjónustu borgarinnar. Hann sagði Gallup-könnunina mæla ímynd þjón- ustunnar frekar en ánægju þeirra sem nýttu sér hana. Úrtakið væri of lítið og almennt, og næði ekki til þeirra sem raunverulega nýttu sér þjónustuna til þess að hún nýttist borginni til þess að bæta þjónustuna. Halldór tileinkaði fulltrúum Pírata hluta gagnrýni sinnar, fyrir að standa að ákvörðuninni um að kaupa ekki könnunina í ljósi þess að þeir hefðu talað máli gegnsæis. Þvert á móti stæðu þeir nú í vegi fyrir því að íbúar fengju að sjá hvernig borgin stæði gagnvart öðrum sveitarfélögum. Loks benti Halldór á að í öðrum sveitarfélögum væri úrtakið einnig almennt, en þar mældist þjónustan engu að síður betri en í Reykjavík. Segir meirihlutann ekki hafa keypt vegna niðurstöðunnar  Deilt var um þjónustukönnun á fundi borgarstjórnar í gær Guðni Einarsson gudni@mbl.is Landmælingar Íslands (LMÍ) ætla ekki að mæla hæð Hvannadals- hnjúks sérstaklega á þessu ári, nema um það berist sérstök beiðni, að sögn Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra LMÍ. Halldór heitinn Ásgrímsson, þá- verandi forsætisráðherra, greindi frá því þann 4. ágúst 2005 að Hvannadalshnjúkur hefði mælst 2.109,6 metra hár og hefði hann því lækkað um eina níu metra. Land- mælingar mældu hæð tindsins fyrr um sumarið. Fram að því höfðu landsmenn lært samviskusamlega að þessi hæsti tindur landsins væri 2.119 metra hár. Landmælingar til- kynntu þá að stefnt væri að því að mæla hæð hnjúksins framvegis á tíu ára fresti. „Tæknin við mælingar hefur breyst talsvert mikið á tíu árum,“ sagði Magnús. „Nú er hægt að mæla hæð fjalla með nákvæmum leysi- mælingum úr flugvélum (Lidar). Það hefur breytt þörfinni fyrir að fara þarna upp með nákvæm mæli- tæki.“ Magnús benti á að hæð Hvannadalshnjúks væri síbreytileg eftir ákomu á jökulinn og því hvað mikið bráðnar á sumrin. Því væri ef- laust hægt að fá mismunandi nið- urstöður um hæð tindsins eftir árum og árstíma. Helsta landmælingaverkefni LMÍ í sumar er að endurmæla grunn- punkta hnitakerfisins um allt land. Ástæðan er sú að landið er á stöð- ugri hreyfingu. Flekana rekur í austur og vestur, sums staðar er landið að rísa og annars staðar að síga. Nýrri mælitækni beitt Hvannadalshnjúkur var mældur 2010 og 2011 með leysimælitæki (Lidar) úr flugvél með nákvæmni innan við 50 sentimetra. Tómas Jó- hannesson, hópstjóri jöklarann- sókna hjá Veðurstofu Íslands, sagði að þá hefði hnjúkurinn reynst vera ámóta hár og hann mældist 2005. Hann benti á að hæð Hvannadals- hnjúks væri svolítið skilgreining- aratriði því það væri ekki verið að mæla hæð klettadrangs eða fasts lands. „Þetta er hjarnbunga. Þar hleður niður miklum snjó á veturna. Hann hjaðnar og sígur út af hnjúknum og bráðnar að einhverju leyti á sumrin. Þarna er því talsvert meiri hæð á veturna, eins og kom fram í viðtalinu við leiðsögumanninn [Einar Rúnar Sigurðsson] en á sumrin,“ sagði Tómas. Hann sagði að auðveldlega gætu fallið þar 1-2 metrar af snjó í einni lægð sem kemur upp að Suð- austurlandi. Í öskju Öræfajökuls hafa menn borað að vorlagi 10 til 15 metra djúpa snjókjarna niður að haustlagi ársins áður. Árstíða- sveiflan í hæð hnjúksins getur því verið margir metrar. Tómas sagði að gerð hefði verið Lidar-mæling á nánast öllum jöklum og landinu á árunum 2008-2012. Hún gerði kleift að teikna ýmis kort, m.a. í nýrri landabréfabók frá Máli og menningu. „Nú erum við í samstarfi við Bandaríkjamenn að endurmæla jöklana með gögnum frá gervihnött- um sem eru býsna nákvæm,“ sagði Tómas. „Við eigum tvær mælingar fyrir flesta jökla landsins frá mis- munandi tímum og erum að fá þá þriðju úr þessum gervihnöttum nú í sumar. Við gerum ráð fyrir að jökl- arnir allir, þar á meðal Hvannadals- hnjúkur, verði endurmældir í tengslum við vöktun okkar Íslend- inga á jöklabreytingum og áhrifum loftslagsbreytinga á kannski 3-5 ára fresti í framtíðinni.“ Enn er verið að vinna úr gervihnattagögnunum. Reiknað er með að fyrstu niður- stöður verði tiltækar síðar á þessu ári. Hvannadalshnjúkur er að rísa Suðausturland er að rísa vegna minnkandi jökulfargs. Land við Höfn í Hornafirði lyftist um 10 mm á ári og þegar vestar dregur eykst lyftingin og er víða 2-3 sentimetrar á ári. Hvannadalshnjúkur gæti því hafa risið um 20-30 sentimetra frá árinu 2005. Ljósmynd/Einar Rúnar Sigurðsson Hvannadalshnjúkur Til hægri sjást ísbólstrarnir utan í Hnjúknum. Dyrhamar er fyrir neðan og svo blasa við Skeiðarársandur og Lómagnúpur í fjarska. Síbreytileg hæð Hnjúksins  Hjarnkollur Hvannadalshnjúks hækkar og lækkar eftir ákomu og árferði  Hæð fjalla er nú mæld með leysi-tæki úr flugvél eða með gervihnöttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.