Morgunblaðið - 17.02.2016, Page 10

Morgunblaðið - 17.02.2016, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Verð 169.000,- TAKE Verð 14.900,- Nýir litir BOURGIE Verð frá 42.900,- BATTERY Verð frá 25.900,- Borðlampar CINDY Verð 37.500,- Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef alla tíð haft áhugafyrir ljósmyndun en þaðvar ekki fyrr en um mittárið 2015 sem ég fór að taka myndir á fullu. Þá hafði ég feng- ið nóg af því að vinna leiðinlega dag- vinnu, svo ég hætti því og ákvað að fara að vinna við eitthvað sem ég hefði áhuga á og þætti skemmtilegt. Ég fór því að þeyta skífum sem plötusnúðurinn Dj Víðir og Dýrið, en sú vinna er einvörðungu um helgar og því hafði ég nægan tíma á virkum dögum. Ég ákvað að selja Play- station-tölvuna mína og kaupa mér eitthvað af viti í staðinn, og það var Go-Pro myndavél. Hún varð til þess að ég var alltaf úti að gera eitthvað skemmtilegt og taka myndir í leið- inni,“ segir Víðir Björnsson áhuga- ljósmyndari, sem hefur verið iðinn við kolann og fengið birtar myndir í erlendum miðlum. Hann var með fyrstu ljósmyndasýningu sína á Eyrarbakka um síðustu helgi á ár- legu Sólarkaffi, sem er gömul vest- firsk hefð til að fagna sólinni, en í æð- um fjölskyldu Víðis rennur önfirskt blóð. „Pabbi er fæddur og uppalinn í Önundarfirði og hann er reyndar hörku ljósmyndari, þannig að ég hef þennan áhuga eflaust líka frá hon- um,“ segir Víðir, sem tekur líka myndbönd, þó að ljósmyndunin eigi hug hans allan. „Ég fann mig alger- lega í þessu og er klárlega kominn með ljósmyndadellu.“ BBC birti mynd og tók viðtal Víðir segir að sér hafi alla tíð fundist gaman að vera úti að leika Næturregnbogi byggði brú út í heim Hann er kominn með ljósmyndadellu eftir að hann seldi Playstation-tölvuna sína og keypti sér myndavél. Hann syndir í íslenskum sjó og tekur myndir í ölduróti, af fuglunum sem mamma gefur að borða og því sem verður á vegi hans. Myndirnar hans hafa birst í erlendum miðlum og ljósmyndaverkefnin tínast inn. Starri Þessi mynd birtist í The Telegraph, á þeim stað sem móðir Víðis, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, gefur krumma og öðrum fuglum að borða. Víðir kom fyrir myndavél nálægt og skildi hana eftir til að fanga augnablik. Á hvolfi Gummi vinur Víðis úti að leika með strákunum, hann tók myndina. Í heimspekikaffinu sem verður í Gerðubergi í Breiðholti í kvöld kl. 20 ætlar Gunnar Hersveinn heimspek- ingur að draga upp nokkrar mann- gerðir sem lýsa t.d. þrjósku, leti og hégóma, og Sigurbjörg Þrastardóttir skáld ætlar að rýna í samfélagsmiðla, auglýsingar og bókmenntir þar sem greina má skemmtilegar mannlýs- ingar og -gerðir. Spurt er: Hvernig er smjaðrarinn gerður? En nískupúkinn eða sá hrokafulli? „Dindilmennska er þý- lunduð þrá eftir mannvirðingum,“ segir Þeófrastros sem skrifaði árið 319 f.o.t. bók um manngerðir. Gunnar Hersveinn hefur umsjón með dag- skránni og leiðir gesti í lifandi um- ræðu um málefnið. Allir velkomnir. Vefsíðan www.borgarbokasafn.is/is/gerduberg Morgunblaðið/Kristinn Skáld Sigurbjörg Þrastardóttir ætlar að skoða mannlýsingar í kvöld. Hvernig er smjaðrarinn gerður? Gamanleikurinn Útför, Saga ambáttar og skattsvikara, verður á fjölum Tjarn- arbíós kl. 20.30 í kvöld. Verkið leitast við að svara því hvað gerir Íslendinga að Íslendingum, hvaðan þeir komu og hvert þeir eru að fara. Í verkinu er gert grín að hegðun og hugðarefnum Íslendinga og koma m.a. við sögu landflótti til Noregs, offjölgun ferðamanna, byrjendalæsi og Framsóknarflokkurinn. Veigamikill þátt- ur verksins eru frumsamin lög, en sýn- ingin inniheldur titla á borð við For- feðraveldið, Þetta reddast allt og Miðað við höfðatölu. Sýningin er samin og flutt af Vandræðaskáldunum Sesselíu Ólafs- dóttur og Vilhjálmi B. Bragasyni. Endilega . . . . . . hlýðið á vandræðaskáld Vandræði Sesselíu og Vilhjálmur. Gísli Magnússon, lektor við Deild er- lendra tungumála, bókmennta og málvísinda, heldur fyrirlestur kl. 13.20 í dag í stofu 108 Stapa í Há- skóla Íslands. Fyrirlesturinn, sem er á vegum Trúarbragðafræðistofu og ber yfirskriftina Dulspeki í bók- menntum og listum um aldamótin 1900, fjallar um mikilvægi dulspek- innar sem menningarlegs kóða á tímabilinu, m.a. í verkum Vasilijs Kandinskij, Rainers Marias Rilke, Guys de Maupassant og Gustavs Meyrink. Tilraunir Kandinskijs og Rilkes með skynjunarrými sýna fram á að fyrirbærafræði dulspekinnar ýtti undir þróun módernismans í upphafi 20. aldar. Rannsóknasvið Gísla eru þýskar og danskar bókmenntir, þýsk- norræn menningartengsl um alda- mótin 1900 og þverfagleg tengsl á milli bókmennta og andlegra strauma. Fyrirlestur á vegum Trúarbragðafræðistofu Dulspeki í bókmenntum og listum um aldamótin 1900 Ljósmynd/Wikipedia Dulspeki? Málverk eftir rússneska listamanninnVasilijs Kandinskij frá 1913. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.