Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 31
„Allar málstofurnar eru afar áhuga- verðar því þær draga upp mynd af bæði samfélagstengdum málum og umhverfistengdum ásamt því að skoða líka listina inn á við og hvernig unnið er að því að skapa bæði þekk- ingu, reynslu og innsýn,“ segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður rannsóknarþjónustu hjá Listahá- skóla Íslands, en skólinn stendur fyrir ráðstefnunni Hugarflug sem haldin verður í fimmta sinn dagana 18-19. febrúar næstkomandi í hús- næði Listaháskólans í Laugarnesi. Fræðasamfélagið úr jafnvægi Dagskráin er afar vegleg þetta ár- ið, meðal annars fara fram átján mál- stofur, gjörningur, vinnustofur og sameiginlegar umræður með þátt- töku yfir sjötíu listamanna, hönnuða, kennara og fræðimanna og annars fagfólks á sviði menningar, lista og menntunar. „Það er mikill kraftur og vilji til að miðla þessum rannsóknar- verkefnum og ánægjulegt að fá gesti af vettvangi listanna sem eru að fjalla um sín verk í akademísku sam- hengi,“ segir hún. Rolf Hughes, prófessor í Univers- ity of the Arts í Stokkhólmi, mun halda lykilfyrirlestur á ráðstefnunni þar sem hann líkir listrannsóknum við viðrini eða skrímsli. „Þegar við blöndum saman listum og rannsóknum er eins og við séum að taka ólika parta og setja þá sam- an. Úr þeim verða svo hlutir sem kippa undan okkur fótunum varð- andi hefðbundnar skilgreiningar bæði á listum, rannsóknum og vís- indum,“ segir Ólöf en þetta sé til þess fallið að setja bæði listasam- félagið og fræðasamfélagið úr jafn- vægi. Í þessu felist tónn ráðstefn- unnar. „Þessi skrímslavæðing veitir einmitt tækifæri til að gera tilraunir og víkka út hefðbundnar hugmyndir í öruggu rými háskólans.“ Ódauðleg verk krufin Listrannsóknir eru stundaðar á fræðasviði lista en á því sviði starfar Listaháskólinn. „Við höfum reynt að skapa okkur sess innan víðara fræðasamfélags á Íslandi en það hef- ur verið á brattann að sækja, svo sem varðandi fjármögnun“ segir Ólöf . Á ráðstefnunni verður farið yfir víðan völl listrannsókna en Steinunn Knútsdóttir mun til að mynda fara yfir „Ódauðleg verk í lóðréttri rann- sókn“. Þar setur hún leikverk sem flutt hafa verið í Áhugaleikhúsi at- vinnumanna í faglegt og samfélags- legt samhengi. Fer hún yfir hug- myndafræðina, aðferðafræðina og álitamálin sem snerta starfsemina. Tónlistarfræðilegar rannsóknir verða kynntar og greining á verkum íslenskra tónskálda með áherslu á þjóðararf og þjóðlög. Hróðmar I. Sigurbjörnsson rýnir til að mynda í tónmál Þorkels Sigurbjörnssonar. Sigrún Alba Sigurðardóttir mun einnig fjalla um París – stórborg sem tráma. Fjallað er um borgina sem lif- andi og ófyrirsjáanlegt afl ásamt upplifun, ímyndunum og ólíkum að- ferðum listamanna. laufey@mbl.is Hugarflug á fræðasviði lista  Kynna listrann- sóknir á ráðstefnu Listaháskólans Ólöf Gerður Sigfúsdóttir Sigrún Alba Sigurðardóttir Hróðmar I. Sigurbjörnsson Steinunn Knútsdóttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Þegar maður hefur hlustað ínær fjörutíu ár á meistara-verk Ellingtons og Stray-horns Far East Suite, flutt af hljómsveit Duke Ellingtons, er kannski eðlilegt að maður sé dálítið spenntur, en kvíðinn, að heyra Stór- sveit Reykjavíkur glíma við verkið. Stjórnandinn, Sigurður Flosason, sló fljótt á kvíðann er hann sagði að hljómsveitin ætlaði að túlka verkið á sinn hátt, en hafa samt Ellingon/ Strayhorn í heiðri. Svítan er í 11 köflum, lítt tengd- um, einsog jafnan gerist í svítum Ellingtons og því engin goðgá að hljómsveitarstjórinn kynnti milli kafla. Ég hefði kosið að heyra svít- una leikna samfellda, en kynningar Sigurðar voru fræðandi og vel fram settar og óefað flestum í salnum til gleði. „Tourist Point of View“, upphafs- kaflinn, var vel leikinn og Jóel blés tenórsóló Paul Gonsalves á sinn hátt, þannig að bæði Paul og Jóel stóðu ljóslifandi á sviðinu – kannski besti sóló kvöldsins. Birkir Freyr blés háasé-trompet-hlutverk Cat Anderson, þó ekki færðist hann eins mikið í fang. Haukur Gröndal blés söng bláspörvans í Deli í klarinettið, og svo tók hann upp altósaxinn í „Is- fahan“ ballöðunni sem Strayhorn skrifaði fyrir Johnny Hodges löngu fyrir austurlandaferðina og hét þá „Elf“. Haukur ætlaði sér ekki þá dul, frekar en nokkur annar blásari, að spila einsog Hodges, en honum tókst að fanga anda hans, ekki síður en Jesper Thilo með dönsku út- varpsstórsveitinni, með fínt breik og réttar þagnir. Ekki spillti hve hljóm- sveitin lék þetta verk vel. Svo fylgdu „Depk“ og „Mount Harissa“ í kjöl- farið. Blúsinn með fönkbragðinu „Blue Pepper“ var lítt austrænn, alt- istinn ungi Björgvin Hjálmarsson blés blúsaðan altósóló og Stefán S. Stefánsson fékk að spreyta sig á Car- ney í „Agra“. Sammi var fínn í bás- únusóló í „Agra“, en ekkert á Law- rence Brown línunni, og endaði í skemmtilegu ýlfri. Þá var komið að lokakaflanum þar sem Ellington minntist Japansheimsóknar og Kjartan Valdimarsson var í miklu Ellingtonhlutverki, en ólíkt kröftug- um, oft ruddalegum áslætti meist- arans, var Kjartan hógvær. Þarna blés Haukur í klarinettið með Jimmy Hamilton-tóninum, sem er báðum eiginlegur. Hrafnsson og Hjörleifs- son voru kraftmiklir að vanda og svítunni lokið. Hlustendur, sem voru í sjöunda himni, fengu aukalag, „BooDah“ eftir Strayhorn, og Snorri Sigurðarsson sólisti á trompet og stundum með blæ af Rex Stewart og Clark Terry sem löngu höfðu yfirgefið hertogann er Far East Suite var hljóðrituð. Stórsveitin og Sigurður Tónleikagestir voru, að sögn rýnis, „í sjöunda himni“, með flutninginn á svítu Ellingtons. Austurlandasvítan og Stórsveitin Kaldalón í Hörpu Stórsveit Reykjavíkur flutti Far East Suite bbbbn Ívar Guðmundsson, Birkir Freyr Matt- híasson, Snorri Sigurðarson, og Elvar Bragi Kristjónsson trompetar; Stefán Ómar Jakobsson, Samúel Jón Sam- úelsson, og David Bobroff básúnur; Haukur Gröndal, Björgvin Hjálmarsson, Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson og Stefán S. Stefánsson saxófónar; Kjartan Valdi- marsson píanó; Gunnar Hrafnsson bassi; Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórnandi Sigurður Flosason. 14. febrúar 2015. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is DAVID FARR Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Sun 21/2 kl. 15:00 Aukasýn Fös 11/3 kl. 19:30 56.sýn Fim 31/3 kl. 19:30 62.sýn Sun 21/2 kl. 19:30 49.sýn Fim 17/3 kl. 19:30 Aukasýn Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fös 26/2 kl. 19:30 50.sýn Lau 19/3 kl. 15:00 57.sýn Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Lau 5/3 kl. 15:00 54. sýn Lau 19/3 kl. 19:30 58.sýn Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Lau 5/3 kl. 19:30 55.sýn Mið 30/3 kl. 19:30 61.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið) Fös 19/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 13.sýn "Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..." Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið) Mið 24/2 kl. 19:30 Aðalæfing Fim 3/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fim 25/2 kl. 19:30 Frums. Fim 10/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 16/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 28/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu. Um það bil (Kassinn) Fös 19/2 kl. 19:30 14.sýn Lau 27/2 kl. 19:30 16.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 18.sýn Lau 20/2 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 18/3 kl. 19:30 19.sýn "...ein af bestu sýningum þessa leikárs." Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið) Lau 20/2 kl. 13:00 4.sýn Sun 28/2 kl. 13:00 6.sýn Lau 27/2 kl. 13:00 5.sýn Sun 6/3 kl. 13:00 7.sýn Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst! Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið) Fös 26/2 kl. 22:30 19.sýn Fös 4/3 kl. 19:30 21.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 20.sýn Fös 4/3 kl. 22:30 22.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari) Fim 18/2 kl. 20:00 29.sýn Fös 19/2 kl. 22:30 31.sýn Lau 20/2 kl. 22:30 33.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 32.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 17/2 kl. 19:30 3.sýn Mið 2/3 kl. 19:30 5.sýn Mið 24/2 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/3 kl. 19:30 6.sýn Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram! Klókur ertu, Einar Áskell (Brúðuloftið) Sun 21/2 kl. 11:00 aukasýn Sun 21/2 kl. 13:00 aukasýn Síðustu sýningar! MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 11/3 kl. 20:00 Frums. Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 12/3 kl. 20:00 2.k Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 13/3 kl. 20:00 aukas. Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Lau 14/5 kl. 20:00 Þri 15/3 kl. 20:00 aukas. Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Mán 16/5 kl. 20:00 Mið 16/3 kl. 20:00 aukas. Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Fim 17/3 kl. 20:00 3.k. Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fös 18/3 kl. 20:00 4.k. Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Lau 19/3 kl. 20:00 aukas. Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Sun 20/3 kl. 14:00 aukas. Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Þri 22/3 kl. 20:00 5.k Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Mið 30/3 kl. 20:00 6.k Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00 Fim 31/3 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00 Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00 Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00 Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00 Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Sun 29/5 kl. 20:00 Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Sun 8/5 kl. 20:00 Þri 31/5 kl. 20:00 Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Sun 10/4 kl. 20:00 aukas. Mið 11/5 kl. 20:00 Abba söngleikurinn sem slegið hefur í gegn um allan heim Njála (Stóra sviðið) Mið 17/2 kl. 20:00 19.sýn Mið 24/2 kl. 20:00 22.sýn Lau 27/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 19/2 kl. 20:00 20.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 23.sýn Fös 4/3 kl. 20:00 26.sýn Lau 20/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 5/3 kl. 20:00 27.sýn Njáluhátíð hefst í forsalnum klukkan 18 fyrir hverja sýningu Hver er hræddur við Virginiu Woolf? (Nýja sviðið) Fim 18/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Sun 28/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Lau 27/2 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar Flóð (Litla sviðið) Sun 28/2 kl. 20:00 10.sýn Sun 6/3 kl. 20:00 11.sýn Sun 13/3 kl. 20:00 12.sýn Nýtt íslenskt verk um snjóflóðið á Flateyri Vegbúar (Litla sviðið) Fös 19/2 kl. 20:00 30.sýn Fim 25/2 kl. 20:00 31.sýn Fös 26/2 kl. 20:00 32.sýn Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið Kenneth Máni (Litla sviðið) Lau 5/3 kl. 20:00 103.sýn Lau 12/3 kl. 20:00 104.sýn Lau 19/3 kl. 20:00 105.sýn Kenneth Máni stelur senunni Illska (Litla sviðið) Fim 18/2 kl. 20:00 Frums. Mið 24/2 kl. 20:00 4.k. Sun 6/3 kl. 20:00 Sun 21/2 kl. 20:00 2.k Lau 27/2 kl. 20:00 5.k Fim 10/3 kl. 20:00 Þri 23/2 kl. 20:00 3.k. Fös 4/3 kl. 20:00 6.k Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins Óður og Flexa halda afmæli (Nýja sviðið) Lau 20/2 kl. 13:00 Sun 21/2 kl. 15:00 Sun 28/2 kl. 13:00 Lokasýn. Sun 21/2 kl. 13:00 Lau 27/2 kl. 13:00 Nýtt 5 stjörnu barnaverk frá Íslenska dansflokknum Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Mán 22/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 13:00 Mið 24/2 kl. 13:00 Þri 23/2 kl. 10:00 Mið 24/2 kl. 10:00 Þri 23/2 kl. 11:30 Mið 24/2 kl. 11:30 Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í. Njála – „Unaðslegt leikhús“ – ★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.