Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 27
grúa teiknimynda fyrir sjónvarp og kvikmyndir og leikið í fjölda útvarps- leikrita. Magnús er í hópi afkastameiri kvikmyndaleikara íslenskra, en með- al kvikmynda sem hann hefur leikið í eru Lítil þúfa, 1979; Óðal feðranna, 1980; Land og synir, 1980; Hvítir mávar, 1987; Pappírs Pési, 1990; Börn náttúrunnar, 1991; Ingaló, 1991; Karlakórinn Hekla, 1992; Bíódagar, 1993; Á köldum klaka, 1994; Icelandic Saga – Kjart- an’s Tale, 1994; Draumadísir, 1995; Agnes, 1995; Djöflaeyjan, 1996; Dansinn, 1997; Ungfrúin góða og húsið, 1998-99; Regína, 2001; Fálkar, 2002; Duggholufólkið; Kurteist fólk, 2009; Einstefna ehf., 2010 og Málmhaus, 2012. Magnús tók þátt í Afmælishátíð Ragnars Bjarnasonar í Laugardals- höll 2009 og Afmælishátíð Ómars Ragnarssonar í Salnum 2010. Hann hefur skemmt á árshátíðum og öðr- um mannamótum um áratuga skeið og skemmti með Sumargleðinni, sem fór um landið á hverju sumri við feikilegar vinsældir sumrin 1972-86. Frá 1980 var Sumargleðin einnig haldin í Reykjavík á haustin og oft fram í desember, fyrst á Hótel Sögu og síðan á Broadway. Aðrir helstu kappar Sumargleðinnar voru Ragn- ar Bjarnason og hljómsveit hans, Ómar Ragnarsson, Bessi Bjarnason leikari, Karl Guðmundsson eftir- herma, söngkonurnar Þuríður Sig- urðardóttir og Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Halli og Laddi, Hermann Gunnarsson og Þorgeir Ástvaldsson. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Elísabet Sonja Harðardóttir, f. 27.3. 1948, húsfreyja. Foreldrar hennar voru Hörður Vigfússon, f. 13.7. 1921, d. 23.9. 1999, blikksmiður, og Sigmund- ína Pétursdóttir, f. 16.9. 1918, d. 15.11. 1989, húsfreyja. Börn Magnúsar og Elísabetar Sonju eru Hörður Magnússon, f. 19.2. 1966, íþróttafréttamaður á Stöð 2, en börn hans eru Magnús Haukur Harðarson, f. 1986, Vigdís Ósk Harðardóttir, f. 1993, Tómas Geir Harðarson, f. 1995, Hinrik Harðar- son, f. 2004, og Egill Harðarson, f. 2007 en sambýliskona Harðar er Guðrún Björk Kristinsdóttir; Rós- mundur Magnússon, f. 25.6. 1971, prentari og eru dætur hans Agnes Ýr Rósmundsdóttir, f. 1996, og Elísabet Sonja Rósmundsdóttir, f. 2000; Sonja Maggý Magnúsdóttir, f. 30.4. 1984, hjúkrunarfræðingur, en sambýlis- maður hennar er Baldvin Örn Ólafs- son, og Hjalti Freyr Magnússon, f. 1.11. 1989, háskólanemi. Systur Magnúsar eru Hulda Karen Ólafsdóttir, f. 14.12. 1949, sjúkraliði í Noregi, og Elísabet Ólafs- dóttir, f. 13.10. 1954, húsfreyja í Reykjavík. Foreldrar Magnúsar eru Ólafur Karlsson, f. 28.5. 1927, prentari, og Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir, f. 23.5. 1927, húsfreyja. Magnús verður í óvissuferð á af- mælisdaginn. Úr frændgarði Magnúsar Ólafssonar Magnús Ólafsson Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. á Ólafsfirði, Siglufirði og í Eyjum Jóhann Kristinsson verkam. og sjóm. á Siglu- firði og í Vestmannaeyjum Magnúsína Jóhannsdóttir húsfr. á Siglufirði og í Vestmannaeyjum Guðjón Helgi Kristjánsson sjóm. á Siglufirði og í Vestmannaeyjum Rósa Fjóla Hólm Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík Pálína Kristjana Hallgrímsdóttir húsfr. á Húsavík og í Rvík Kristján Jónsson sjóm. á Húsavík, vinnum. í Kjós og síðar í Rvík Friðrik Karlsson framkvæmdastj. Domus Medica Eva Karlsdóttir b. á Brekku og Syðri-Brekku í A-Hún. Ingunn Bernburg húsfr. í Rvík Erla Guðjónsdóttir húsfr. í Rvík og Kópavogi Gunnar Bernburg tónlistarmaður Guðríður Arnardóttir fyrrv. form. bæjarráðs Kópavogs og form. Félags framhaldsskólakennara Kristín Þorsteinsdóttir húsfr. á Efri-Þverá Sigurður Halldórsson b. á Efri-Þverá í V-Hún. Guðrún Sigurðardóttir húsfr. á Hvammstanga Karl Friðriksson brúarsmiður á Hvammstanga og vegamálastj. Norðurlands á Akureyri Ólafur Karlsson fyrrv. prentsmiðjustj. í Rvík Ingunn Elísabet Jónsdóttir húsfr. í Bakkakoti Friðrik Björnsson b. í Bakkakoti í Víðidal Hjónin Magnús og Elísabet Sonja. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Kristinn fæddist í Höskulds-staðaseli í Breiðdal í Suður-Múlasýslu 17.2. 1916 eða fyrir réttri öld. Foreldrar hans voru Hóseas Björnsson, bóndi og húsa- smíðameistari í Höskuldsstaðaseli í Breiðdal til 1947 en síðan búettur í Reykjavík, og k.h., Marzelía Ingi- björg Bessadóttir húsfreyja. Hóseas var sonur Björns Eiríks- sonar, bónda í Höskuldsstaðaseli og Kristínar E. Marteinsdóttur frá Skriðustekk, en Marzelía Ingibjörg var dóttir Bessa Sighvatssonar, bónda í Brekkuborg í Breiðdal, og Ljósbjargar Guðlaugar Helgu Magnúsdóttur bústýru þar. Eiginkona Kristins var Anna Þor- steinsdóttir húsfreyja en hún lést 2009. Áttu þau tvö kjörbörn. Kristinn ólst upp í Höskulds- staðaseli. Hann lauk námi frá Eiða- skóla 1937, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og embættisprófi í guðfræði frá Há- skóla Íslands 1946. Jafnframt guð- fræðináminu stundaði hann nám við Kennaraskóla Íslands og lauk kenn- araprófi árið 1943. Kristinn vann sem þingskrifari öll námsárin, var settur sóknarprestur á Hrafnseyri í Vestur-Ísafjarðar- prófastsdæmi á árunum 1946-47 og var síðan sóknarprestur í Heydölum á árunum 1947-86. Hann var pró- fastur í Austfjarðaprófastsdæmi frá 1982 en fékk lausn frá embætti prests og prófasts í árslok 1986. Ásamt embættisstörfum sínum stundaði Kristinn æðarrækt og rak jafnan blandaðan búskap. Hann kenndi öðru hvoru í sóknum sínum, s.s. í Auðkúluhreppi, Breiðdalsskóla- hverfi og við Barna- og unglinga- skólann á Stöðvarfirði, var prófdóm- ari við Barna- og unglingaskólann á Stöðvarfirði um áratuga skeið og sat auk þess í ýmsum nefndum fyrir sveit sína um árabil. Má þar nefna skólanefnd, barnaverndarnefnd, áfengisvarnarnefnd og sáttanefnd. Þá sat hann í stjórn slysavarnadeild- arinnar Einingar og sat í stjórn Prestafélags Austfjarða um skeið. Kristinn flutti til Reykjavíkur í ársbyrjun 1987. Kristinn lést 8.4. 2008. Merkir Íslendingar Kristinn Hóseasson 85 ára Ágúst Kristmanns Marel Jóhann Jónsson Sigurgeir Bjarnason Þorvaldur Jósefsson Þóra Guðnadóttir 80 ára Berghreinn G. Þorsteinsson Guðmundur Ágústsson Halldóra Karlsdóttir Hólmfríður Snæbjörnsdóttir Þórður Arnar Marteinsson 75 ára Birgir V. Dagbjartsson Davíð Gíslason Guðmundur Sigurpálsson Halldóra Filippusdóttir Hörður Falsson Jón Ragnar Stefánsson Matthildur Á. Antonsdóttir Ólöf Halblaub Ragnheiður Pálsdóttir Rósa Aðalsteinsdóttir Svandís J. Þóroddsdóttir 70 ára Friðrik Magnússon Hildur Helgadóttir Kristinn K. Ragnarsson Malgorzata Domicela Pudo Margrét Kristjánsdóttir Sigríður Björg Ágústsdóttir Sigurður Guðmundsson Unnur G. Jónsdóttir 60 ára Axel Thorarensen Erla Halldórsdóttir Guðbjörg H. Sigursteinsdóttir Hans Kristjánsson Jón Jóel Ögmundsson Júlíana Brynja Erlendsdóttir Konráð Hinriksson Kristján Bárður Blöndal Kristján Kristjánsson Margrét Jónsdóttir Margrét Katrín Jónsdóttir Sigurður Júlíusson Sigurþór Hallbjörnsson Þóra Skúladóttir 50 ára Agnar Reidar Róbertsson Berglind Guðmundsdóttir Bjarni Magnússon Guðjón Örn Ingólfsson Guðmundur Þorsteinsson Hildur H. Bjarnadóttir Ingólfur Örn Eggertsson Kristbjörg D. Þorbjörnsdóttir Kristín Harðardóttir Magnús Lárusson Margrét Björg Marteinsdóttir Sigyn Eiríksdóttir Sveinbjörg Þ. Ragnarsdóttir 40 ára Aðalbjörn S. Filippusson Aldís Björg Guðjónsdóttir Arnviður Adólf Gústafsson Daði Rafnsson Davíð Hauksson Guðrún Á. Ágústsdóttir Guðrún Inga Sívertsen Haukur Björnsson Hildur Eyjólfsdóttir Kjartan Róbertsson Kristín Björk Þorvaldsdóttir Margrét Ása Jóhannsdóttir Rúnar Birgisson 30 ára Fannar Bjarnason Harpa Ársælsdóttir Heimir Kjartansson Jón Reynir Gústafsson Oddur Þorri Viðarsson Reynir Eiðsson Tinna Hallbergsdóttir Vilhjálmur Hjelm Til hamingju með daginn 30 ára Oddur ólst upp í Reykjavík, býr þar, lauk mag.jur.-prófi frá HÍ og er lögfræðingur í forsæt- isráðuneytinu. Bræður: Ari Tómas Við- arsson, f. 1995, og Kári Steinn Viðarsson, f. 2001. Foreldrar: Inga Lára Birg- isdóttir, f. 1961, bóka- safnsfræðingur, og Haf- steinn Viðar Jensson, f. 1961, verkefnastjóri tób- aksvarna hjá Landlækn- isembættinu. Oddur Þorri Viðarsson 30 ára Fannar ólst upp á Blönduósi, býr þar, lauk sveinsprófi í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra og starfar við raflagnir. Maki: Katrín Sif Rúnars- dóttir, f. 1987, starfar við Þekkingarsetrið á Blöndu- ósi. Foreldrar: Bjarni Pálsson, f. 1947, verktaki, og Hulda Leifsdóttir, f. 1949, hús- freyja. Þau búa á Blöndu- ósi. Fannar Bjarnason 40 ára Margrét ólst upp á Akureyri, býr í Reykja- vík, lauk BA-prófi í bóka- safns- og upplýsingafræði frá HÍ og stundar nú MA- nám í listfræði við HÍ. Börn: Einar Kári, f. 2006, og Lilja Björg, f. 2008. Foreldrar: Aðalbjörg Sig- marsdóttir, f. 1952, hér- aðsskjalavörður á Ak- ureyri, og Jóhann G. Ásgrímsson, f. 1952, við- skiptafræðingur í Reykja- vík. Margrét Ása Jóhannsdóttir www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.