Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 7. F E B R Ú A R 2 0 1 6 Stofnað 1913  39. tölublað  104. árgangur  EILÍFUR GLERÞVOTTUR MANNSINS ÁHUGALJÓSMYNDARI REYKJAVÍKUR- DÆTUR TROÐA UPP Á SÓNAR Á LJÓSMYNDIR Í ERLENDUM MIÐLUM 10 „KÚL LITLA HÁTÍÐIN“ 30LEIKRITIÐ ÞVOTTUR 35 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Útlagar Snjóruðningar hafa þrengt að listaverki Einars Jónssonar á mótum Hrafnagilsstrætis og Eyrarlandsvegar.  Víða er mikill snjór á austan- verðu Norðurlandi en sjatnaði þó aðeins í hlákunni í fyrrinótt. Snjó- dýpt á Akureyri fór upp í 102 senti- metra en var 90 sentimetrar í gær- morgun. Samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings mun snjódýptin þar ekki hafa verið meiri síðan 1995. Áður hafði oft mælst þar meiri snjódýpt. Á öðrum stöðum er ekki jafn langt síðan meiri snjór mældist. Mest snjódýpt í ár til þessa mæld- ist fyrir nokkrum dögum við Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, 160 sentimetrar, en þar hefur snjódýpt oft mælst meiri, síðast fyrir tveim- ur árum. Ekki er mjög mikill snjór úti við sjávarsíðuna á þessum slóð- um og ekki er mikill snjór í Skaga- firði og þar vestan við. Meira er aft- ur á Vestfjörðum. Um stuttan tíma var mikill snjór í Hornafirði og á stöku stað eystra, en mikið hefur sjatnað, samkvæmt upplýsingum Trausta. aij@mbl.is Mesta snjódýpt á Akureyri frá 1995 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýtt Íslandsmet var sett í meðal- afurðum sauðfjárbúa á nýliðnu ári. Hver ær á búi Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum skilaði 44,9 kílóum kjöts að meðal- tali. Er það 3,6 kílóum meira en eldra met sem Eiríkur setti á árinu 2012. Reiknaðar af- urðir eftir hverja kind voru 26,9 kíló á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt sem Ráðgjafar- miðstöð landbún- aðarins (RML) hefur tekið saman. Er það tæpu kílói minna en árið 2014. RML tel- ur að aðalástæðan fyrir minni af- urðum sé erfitt tíðarfar síðastliðið vor sem leiddi til aukinna van- halda. Þannig komu færri lömb til nytja árið 2015 þótt fjöldi fæddra lamba hafi verið svipaður og síð- ustu ár. Ef litið er á einstök svæði sést að mestu meðalafurðirnar voru í Vestur-Húnavatnssýslu, 29,6 kg eftir hverja á. Þar eru einnig nokkur af efstu búunum á afreks- lista sauðfjárbænda. Eiríkur í Gýgjarhólskoti segist oft hafa hugsað um að raunhæft væri að ná 44-45 kílóum eftir kindina og hann hefur nú náð því marki. Hann telur að það verði á brattann að sækja að gera betur. Nýtt Íslandsmet í afurðum  Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti 1 enn á toppnum yfir afurðahæstu sauð- fjárbú landsins  Meðalafurðir allra búa landsins minnkuðu um tæpt kíló í fyrra MVakin og sofin … »14 Eiríkur Jónsson Morgunblaðið/RAX Hnjúkurinn Hjarnkollurinn er ekki nógu þykkur til að teljast jökull. Landmælingar Íslands (LMÍ) ætla ekki að mæla hæð Hvannadals- hnjúks sérstaklega á þessu ári nema um það berist sérstök beiðni, að sögn Magnúsar Guðmundssonar, forstjóra LMÍ. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær telur Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður að Hvannadalshnjúkur hafi hækkað talsvert í vetur og fyrravetur. Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veður- stofu Íslands, sagði að snjóað gæti um 15 metrum af snjó uppi á Öræfajökli á hverju ári. „Uppi á sjálfum Hvannadals- hnjúki er snjóhettan svo þunn að hún er ekki eiginlegur jökull. Það safnast ekki svo mikið á hann að það nái þeim 40-50 metrum sem þarf til að gera jökul,“ sagði Oddur. „Snjórinn fýkur af og sjatnar, en það bráðnar sáralítið uppi á toppn- um því meðalhiti ársins er þar um -10°C. Þá hefur farg jökulsins lést og landið er að rísa. Á þeim 20 ár- um sem liðin eru frá því að óðaflótti brast á í jöklunum hefur Hvanna- dalshnjúkur líklega hækkað um meira en hálfan metra.“ »4 Hækkar vegna landriss  Hvannadalshnjúkur a.m.k. 1⁄2 metra hærri en fyrir 20 árum Þessir drengir á leikskólanum Eyrarskjóli á Ísafirði létu slæmt veður ekki aftra sér frá því að njóta útiver- unnar um miðjan dag í gær. Inni á milli getur þó verið gott að fá skjól frá veðrinu og gott ef þeir voru ekki að skipuleggja næsta leik. Aftakaveður var fram eftir degi á Ísafirði, sem og víðar um norðanvert landið. Versta veðrinu hafði þó slotað í gærkvöldi þó að enn væri hvasst. »4 Létu veðrið ekki ekki stöðva leikinn Afar slæmt veður var um norðanvert landið fram eftir degi í gær Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson  Á síðasta ári var vöruflutn- ingur um Faxa- flóahafnir hátt í 3,4 milljónir tonna og hefur ekki verið meiri frá árinu 2007. Þetta sýna bráðabirgðatölur Faxaflóahafna sh. fyrir árið 2015. Flutningar jukust um 4% milli ára, aðallega vegna aukins inn- flutnings, t.d. á bílum og olíu. »6 Vöruflutningar ekki meiri frá árinu 2007 Metin frá 2007 fara að falla eitt af öðru. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði á síðasta borgarráðsfundi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins frá því 16. júlí, 2015, þar sem óskað var upplýsinga um fundi og samskipti sem formaður borgarráðs og borgarstjóri áttu við innanríkisráðherra eða fulltrúa hans varðandi Reykjavíkurflugvöll, í að- draganda þess samkomulags sem undirritað var 25. október 2013. Í fyrirspurninni var óskað eftir að lagðir yrðu fram í borgarráði minnis- punktar, samningsdrög og önnur samskipti sem ofangreindir aðilar áttu vegna þessa. Í svari borgar- stjóra segir m.a. orðrétt: „Um sam- komulagið liggja ekki fyrir hjá Reykjavíkurborg fundargerðir eða önnur skráð samskipti á milli borgarstjóra eða formanns borgar- ráðs annars vegar og innanríkisráð- herra hins vegar.“ Á fundinum í fyrra var einnig lagt til að borgarstjóra og formanni borg- arráðs yrði skylt að leggja fram í borgarráði minnispunkta og aðrar upplýsingar vegna funda sem borg- arstjóri og formaður borgarráðs ættu við ráðuneyti og stofnanir. »12 Engin gögn um sam- skipti ríkis og borgar Landsbankinn segir að við verð- mat á 38% hlut bankans í Valitor hafi mögulegum greiðslum af val- rétti milli Visa Inc. og Visa Europe verið haldið utan við matið. Þá hafi mikil óvissa um mögu- lega nýtingu valréttarins verið uppi og ekki víst að hann yrði virkjaður. Á heimasíðu bankans kemur hins vegar fram að við verðlagningu á hlutnum, sem seldur var Arion banka í árslok 2014, hafi verðið með- al annars ráðist af því að bankinn taldi forsendur til að semja um við- bótargreiðslu ef Visa Inc. myndi kaupa Visa Europe. Við söluna á hlutnum í Valitor, á 3,6 milljarða króna, var eiginfjár- margfaldarinn 1,18. Þegar 31,2% hlutur var seldur í Borgun nokkrum vikum fyrr, á 2,2 milljarða, var sami margfaldari 1,88. »16 Valréttur ekki hluti af verðinu  Landsbankinn tví- saga varðandi Valitor Sala Valitor er nú í eigu Arion.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.