Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 ´ ´ TM Sighvatur Björg- vinsson hélt sig við sama heygarðshornið í grein sinni í Morg- unblaðinu laugardag- inn 13. febrúar sl. að hæða heiminn og enn hélt hann að alvarleg- ustu sjúkdómar og sjúkdómavarnir sner- ust um fyndni. Það er mikilvægt að vera skemmtilegur og geta farið með gamanmál þegar það á við. En jafn vitlaust að halda að þegar fyrir er tekið stærsta lýðheilsuvandamál mannkynsins þá snúist það um gálgahúmor. Ég hitti gamlan Alþýðuflokks- mann sem las greinar okkar beggja, hann sagði aðeins þetta: „Sighvatur féll á eigin bragði og það hefur oft hent hann í fljótfærninni.“ Það stóð ekki til að ég færi áfram að takast á við þig, Sighvatur minn, en þegar bæði dýra- og manna- læknar tóku að hringja í mig og leggja að mér að eyða einu bréfi enn á þig þá geri ég það hér með. Það var akkilesarhæll Alþýðu- flokksmanna hér áður fyrr að vera alltaf að djöflast út í bændur og landbúnaðinn, sjálfum sér og flokknum til skaða og skammar. Það er viðtal í nýjasta Bænda- blaðinu við Vilhjálm Ara Arason, lækni og sérfræðing í útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Vil- hjálmur Ari spyr ráðamenn lands- ins af mikilli hreinskilni vegna álits EFTA-dómstólsins: „Hvort eigi að ráða meiru, lýðheilsa á Íslandi eða tilskipun EFTA, sem gengur út frá aðstæðum landa Mið-Evrópu og án tillits til stöðunnar hér á landi.“ Hann segir jafnframt: „Óábyrgt er að leyfa innflutning á hráu kjöti til Íslands og hræsni að vísa til neytendahagsmuna.“ Ertu nokkru nær um alvöru málsins, kæri Sighvatur? „70 milljón kíló af mannakjöti“ Enn varstu óskyn- samur í síðari grein þinni þegar þú heldur áfram að rugla um að það eigi að frysta alla ferðamenn sem koma til landsins og heldur áfram og bætir við að hætt- an sé lítil á að þeir verði étnir. Þetta er ekki einu sinni fyndið. Þú segir þá koma hingað hömlu- og eft- irlitslaust, sem er grafalvarlegt því þar liggur hættan. Að ferðast frá Evrópu eða Bandaríkjunum til Ís- lands er öðruvísi en milli svæða eða landa þar, hvað smitsjúkdóma varð- ar. Keflavík, flugið, Seyðisfjörður, Norræna, og svo skemmtiferða- skipin eru leiðirnar til og frá land- inu, þar hélt ég að væri sæmilegt eftirlit? Nú veit ég að mjög skortir á upplýsingagjöf um heilbrigði bú- fjárstofnanna hér og hættuna sem gæti stafað af óhreinum fatnaði, innfluttum lifandi dýrum og hráu kjöti. Sighvatur minn, fórstu öfugt fram úr rúminu eða ertu enn að skemmta einhverjum andsetnum óvinum landbúnaðarins? Þið dylgið um farfuglana og ,,bjálfaliðið“ á net- inu sem hraunar yfir allt íslenskt, er að tyggja upp grínið þitt. Þú veist að farfuglarnir hafa flogið til og frá landinu áður og eftir að Ing- ólfur Arnarson kom hingað árið 874 og það hefur aldrei verið staðfest að þeir hafi borið hingað smitpestir. Hinir alvarlegu sjúkdómar sem hingað hafa borist hafa allir komið eftir þremur leiðum og þar liggur áhættan enn, segja fræðimenn, pró- fessorar og læknar. Með óhreinum fatnaði og skóm, með lifandi dýrum og hráu eða frosnu kjöti eða mat- vælum. Með laxveiðistöngum og græjum úr sýktum ám erlendis gætu borist sjúkdómar sem eyði- leggðu árnar okkar, þá dýrmætu auðlind. „Erum að taka rosalega áhættu“ Þessi fyrirsögn er ekki höfð eftir formanni Bændasamtakanna eða landbúnaðarráðherra eða þeim er þetta skrifar. Aðvörunin er Vil- hjálms Ara læknis í umræddu Bændablaði. Hann segir ennfremur: „Talsmenn óhefts innflutnings á kjöti tala vísindin óhikað niður og tala einnig niður til heilbrigðis- starfsfólks sem glöggt þekkir til málsins.“ Ert þú í þessum hópi eftir skrif þín, Sighvatur? Ég gæti enn- fremur nefnt nöfn manna sem eru fyrirferðarmiklir í verslun og bar- áttu fyrir afnámi allra hindrana, þú og þeir halda víst að tollar séu ís- lenskt fyrirbæri? ESB er tolla- bandalag, meira að segja heims- frægt, og beitir tollum í miklu meira mæli en við. Tollar snúa ekki að heilbrigðisvörnum, þeir eru al- þjóðlega tengdir viðskiptum, að verja sitt, það kunna ESB og USA vel. Þú, Sighvatur, tekur að grínast um Kanarí-ferðalög mín og nefnir hráskinku, þú lætur enn eins og þú sért í gaggó á málfundi. Ég skora að lokum á landlækni, Lýðheilsu- stofnun og Bændasamtökin að efna til málfundar um þetta graf- alvarlega mál og hvernig við getum varist því sem nágrannar okkar í Evrópu og Bandaríkjamenn hafa mestar áhyggjur af um þessar mundir. Við skulum hinsvegar, Sig- hvatur Björgvinsson, mæta á slíka ráðstefnu og sitja á fremsta bekk eins og bræður. Opið bréf II til Sighvats Björgvinssonar Eftir Guðna Ágústsson »Hinir alvarlegu sjúk- dómar sem hingað hafa borist hafa allir komið eftir þremur leið- um og þar liggur áhætt- an enn. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Einu sinni skrifaði Ólafur Friðriksson verkalýðsleiðtogi skáldsögu, sem hann kallaði Allt í lagi í Reykjavík og var sakamálasaga um bankarán undir þessari þversögn. Hins vegar gætum við borgarbúar skrif- að skýrslu um mál- efni borgarinnar undir sama heiti og sýnt svart á hvítu, hvort svo sé í raun og veru. Við gætum þá komist að sömu niðurstöðu og einn af sjónvarps- vinunum úr 50 ára sögu íslenska sjónvarpsins, Smart spæjari, sem var vanur að hringja til aðstoð- arkonu sinnar, 99, þegar hann hafði setið og rótað í pappírum á einni skrifstofunni, sem hann var að rannsaka, og sagði þá: „99, allt í kaos hér.“ A.m.k. þyrftu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ekki að segja mikið meira um ástandið í borginni en þetta, til þess að allir borgarbúar vissu, hvað þeir ættu við, því að mér finnst það blasa við, hvar sem farið er um borgina eða litið á borgarmálefnin, svo ekki sé minnst á fjármál borgar- innar, eins mikil óreiða og er á þeim í alla staði. Hér hefði svo einn gamall kennari minn sagt, að það þyrfti að vera system í galskabet. Ég veit samt ekki, hvernig það ætti að vera, því að ég leyfi mér að stórefast um, að Dagur og Hjálmar skilji orðið system né merkingu þess. Skipu- lagsmálin bera því engan veginn vitni, að þeir hafi hugmynd um, hvað orðið þýðir. Þeir ætla sér enn að þrengja þjónustuna við okkur borgarbúa frá því, sem verið hefur, og mátti nú ekki þrengja hana mikið meira en er þegar, til þess að hún sé óviðunandi. Það á að fækka los- unardögum ruslatunna, og bæta enn einni við, grænni tunnu, sem sagt er, að eigi að vera undir plast, en fæstir vita, hvers konar plast er átt við. Er kannski ætl- ast til þess, að við hellum úr- ganginum, sem við söfnum dag- lega í plastpoka, úr þeim í gráu tunnuna, en setjum þá síðan í þá grænu, – eða hver er meiningin með þessu? Kannski krakkarnir í borgarstjórninni vilji á endanum fara með okkur aftur til miðalda, þar sem öllum úrgangi var safnað í einn safnhaug fyrir utan bæj- arhúsin og kveikt í honum með vissu millibili og öskunni mokað niður í jörð. Það væri svo sem eftir þeim. Raunar hafa margir haft moltutunnur við húsin sín, og flokkað sorpið rækilega, eins og mér heyrist framtíðarstefna Dags og Hjálmars vera. Stórleik- arinn Róbert Arnfinnsson sýndi sjónvarpsáhorfendum einhvern tíma, hvernig hann fór að í flokk- unarmálum hjá sér í Kópavogi. Hins vegar bjó hann svo vel að vera í einbýlishúsi, þar sem hann gat leyft sér þetta. Ég efast um, að slíkt væri hægt, þar sem fjöl- býlishús eru annars vegar, og veit ekki, hvernig fyr- irkomulagið í þeim málum gæti orðið í slíkum húsum. Ég sé það ekki alveg fyrir mér. Gamalt orðtæki segir líka, að það sé erfitt að kenna göml- um hundi að sitja. Þó að ég hafi nú enga reynslu af slíku, þá gæti ég trúað því, að það sé erfitt að gera slíkt, enda bæði gaml- ar skepnur og gamalt fólk vanaföst og erfitt að fá til að tileinka sér nýjungar. Þegar við gamalgrónar húsmæður erum búnar að safna öllum úrgangi, kjötbeinum og öðru, í plastpoka áratugum saman og setja í rusla- tunnuna, þá er erfitt fyrir okkur að fara að tileinka okkur nýjar aðferðir í þeim efnum, jafnvel taka upp aðferðir formæðra okk- ar ef út í það er farið. Eða er það kannski ætlun þeirra Dags og Hjálmars, að við förum að safna slíkum úrgangi saman í svunturn- ar okkar og labba með hann þannig út í tunnu til að losa okk- ur við hann?! Það skyldi þó ekki vera. Þeim væri trúandi til þess eins og annars. Nei, gamanlaust, ástandið í skipulagsmálum borgarinnar er með þvílíkum hætti, að maður veit ekki, hvað maður á að hugsa eða halda lengur. Þessir ang- urgapar, sem stjórna borginni, ef stjórn skyldi kalla, láta sér það líka í léttu rúmi liggja, hvað við borgarbúar hugsum, segjum eða viljum, og því ekki ansað, svo að ekki er hægt að hafa önnur orð yfir það en: „Heyrandi heyrið þér ekki og sjáandi sjáið þér ekki.“ Krakkarnir í borgarstjórninni vilja heldur ekkert sjá, heyra eða skilja, og dramb þeirra falli næst. Það er alveg augljóst. Þau ana bara áfram í villu og svima sinn einstefnuveg með vinum sínum fjárfestunum, án þess að líta til hægri eða vinstri, sama hvað hver segir. Löngum er verið að segja, að formenn vinstri flokkanna og þinglið þeirra beri ábyrgð á því, hvernig komið er fyrir flokkunum í skoðanakönnunum. Þeir eru samt fjarri því að vera einu söku- dólgarnir í þeim efnum. Það hef- ur fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, sem á að heita borgarstjóri í dag, Dagur B. Eggertsson, og hans lið fært okkur heim sanninn um með framkomu sinni og framgöngu allri í garð borgarinnar og borg- arbúa, sama hvert er litið í þeim efnum. Ég tel líka, og mæli þar fyrir munn mýmargra, að það sé meira en kominn tími til að fara að gefa þeim frí og láta sjálfstæð- ismenn og framsóknarmenn kom- ast í valdastólana til að snúa við þeirri óheillaþróun, sem hefur verið hér í öllum málum til þessa og farið versnandi, eftir því sem liðið hefur á. Ég hvet þá því ein- dregið til að vinna að því hörðum höndum, því að okkur borgar- búum er nú nóg boðið og meira en það. Allt í lagi í Reykjavík – eða hvað? Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur Guðbjörg Snót Jónsdóttir » Þeir ætla sér enn að þrengja þjónustuna við okkur borgarbúa frá því, sem verið hefur, og mátti nú ekki þrengja hana mikið meira... Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. mbl.is alltaf - allstaðar - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.