Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Erum í sama húsi en höfum flutt okkur um nokkur verslunarbil L i f and i v e r s l un Verð að eins 13.900 kr. Elite fiskabúr TILBOÐ • 54 l. • Ljós og ljósastæði • Lok • Dæla • Hitari Kíkið í heimsók n Fyrsta skipti á Íslandi Nurse hákarl til sýnis í verslun okkar Full búð af nýjum skraut og sjávarfiskum Sónar Reykjavík 2016 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin árlega Sónar-tónlistarhátíð verður haldin í Hörpu frá fimmtu- degi til laugardagskvölds. Dagskrá hátíðarinnar verður á fimm sviðum hússins og fram koma rúmlega sjötíu erlendir og innlendir listamenn og hljómsveitir, þar á meðal Angel Haze, Boys Noize, Hudson Mo- hawke, !!!, Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Vök, Reykjavíkurdætur, Holly Herndon, Floating Points, Annie Mac, GKR, Bjarki, Kiasmos, Presi- dent Bongo, Apparat Organ Quartet og Squarepusher. Síðan Sónar-hátíðin, sem er af- sprengi samnefndrar hátíðar í Barselóna, var fyrst haldin í Hörpu fyrir fjórum árum hefur hún vaxið mjög að öllu umfangi, innlendum sem erlendum gestum hefur fjölgað og hafa athyglisverðar hliðardag- skrár bæst við. Svokölluð Red Bull Music Academy, sem hefur í tólf ár starfað með Sónar í Barselóna, mæt- ir nú í fyrsta skipti til leiks hér, þá er Íslenski dansflokkurinn með dag- skrá í samstarfi við Sónar og eftir hádegi alla dagana er boðið upp á at- hyglisverða dagskrá undir hatti Són- ar +D, með allrahanda fyrirlestrum og pallborðsumræðum um tækni og sköpun. Fjölbreytileiki er sérstaða „Hátíðin stækkar nú milli ára á þann hátt að við bætum við ráð- stefnuhaldinu, Sónar +D, en við ætl- um í framtíðinni að leggja áherslu á hana yfir dagnn,“ segir Björn Stein- bekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. „Þessi dagskrá, +D, er að fyrirmynd samnefndrar dagskrár sem er stór þáttur í Sónar í Barse- lóna.“ Er þá verið að rýna meira í um- gjörð tónlistar og tæknihlutann, samhliða tónleikadagskránni á kvöldin? „Okkar sérstaða mótast af því hvað hátíðin er fjölbreytileg. Í fyrra byrjuðum við með dagskrána Sónar krakkar, í samstarfi við Símann, og þar kennum við og leiðbeinum. Á þessum ráðstefnuhluta, Sónar +D, erum við síðan að tengja saman þá sem eru að búa til tónlist, eru að skapa einhverskonar tengingar inn í tónlist og tækni, en okkur finnst það vera eitt af hlutverkum hátíðarinnar að fræða þá sem eru í þessum kreðsum og sýna jafnframt þeim sem langar að koma inn í hana hvaða möguleikar eru í boði.“ Þessi dagskrá er því í senn hugsuð fyrir listamennina sem taka þátt og hinn almenna gest. Eki hefðbundin tónlistarhátíð Björn segir að Sónar sé ekki hefðbundin tónlistarhátíð, hún standi í senn fyrir tónlist, tækni og sköpun. Þetta haldist allt í hendur. Þegar spurt er eftir hverju skipu- leggjendur leiti þegar þeir velji listamenn til að koma fram á Sónar, segir Björn að á hverju ári sé lagt upp með óskalista með milli þrjú og fjögur hundruð listamenn og hljóm- sveitir. „Niðurstaðan, þeir listamenn sem koma fram, er síðan sú sem við töld- um besta á þeirri stundu þegar við gengum frá dagskránni,“ segir hann. „Nú bætist við samstarf okk- ar við Red Bull Music Academy og það þýðir að þrettán eða fjórtán er- lend atriði bætast inn í dagskrána.“ Þess má geta að þessi tónlistar- akademía Red Bull hefur einnig einn íslenskan listamann á sínum snærum en Auður er sá fyrsti sem hún tekur upp á sína arma. „Það að vera í samstarfi við þessa akademíu er ákveðinn gæðastimpill fyrir okk- ur sem hátíð,“ segir Björn. „Hingað koma 25 manns á vegum Red Bull, sérstaklega út af þessu samstarfi. Þau verða með alþjóðlega beina út- sendingu úr Hörpu á Red Bull Ra- dio alla dagana. Við erum að verða kúl litla hátíðin.“ Þekkt alþjóðlegt vörumerki Björn segir að ekki sé alveg upp- selt á Sónar að þessu sinni, nokkur hundruð miðar séu óseldir. Von er á fjölda erlendra gesta, rúmlega fimmtán hundruð eins og í fyrra. „Þetta er langhlaup, það tekur mörg ár að ná fjölda erlendra gesta yfir tvö til þrjú þúsund manns, sem er allt í lagi,“ segir hann. „Við framleiðum og bókum lista- menn á hátíðina með skrifstofunni í Barselóna, sem er móðurfélagið. En við eigum réttinn að henni í Skand- inavíu og erum með aðra hátíð eftir tíu daga í Stokkhólmi. Samlegðar- áhrifin eru þau að við erum þekkt alþjóðlegt vörumerki og það auð- veldar margt. En listamenn gera líka miklar kröfur til okkar, hvað tækjabúnað og annað varðar.“ Nær Björn eitthvað að fylgjast sjálfur með hátíðinni? „Ég reyni alltaf að sjá eitthvað. Mín besta upplifun er að sjá hvað aðrir skemmta sér vel. Ég er í þeim bransa að búa til skemmtilegar minningar og ég fæ kikk út úr því að sjá fólk upplifa og kynnast ein- hverju nýju og forvitnilegu,“ segir Björn. „Okkar markmið er að vera með Hörpu kraumandi af lífi frá því eftir hádegi og fram yfir miðnætti.“ „Að verða kúl litla hátíðin“  Hátíðin Sónar Reykjavík hefst í Hörpu á fimmtudag og stendur fram á laugardag  Stendur í senn fyrir fyrir tónlist, tækni og sköpun  Auk tónleika eru allrahanda kynningar og ráðstefnuhald Morgunblaðið/Eggert Glaðbeittar Reykjavíkurdætur eru í fjölmennum hópi íslenskra listamanna sem troða upp á Sónar-hátíðinni í ár. Angel Haze Bandaríski rapparinn stígur á svið á fimmtudagskvöld. Squarepusher Vinsæll elektrón- íker sem kemur fram á föstudag. Sturla Atlas Hann treður upp á laugardagskvöld klukkan 21.30. Áður óþekkt tónsmíð sem tónskáldin Wolfgang Amadeus Mozart og Ant- onio Salieri sömdu saman var flutt í fyrsta skipti í Prag í gær, eftir að nóturnar fundust óvænt í Tónlistar- safni Tékklands. Að sögn The New York Times sýnir þetta litla og glaðlega verk, sem semballeikari flutti fyrir nokkra tugi manna í fyrrverandi barokk- kirkju sem hýsir safnið, að sam- keppnin milli Mozarts og Salieri hafi líklega ekki verið jafn hatrömm og hún birtist í kvikmyndinni Amadeus – þar sem hinn síðarnefndi eitrar fyrir hið yngra og frægara tónskáld – þótt samkeppni hafi vissulega ver- ið til staðar. Verkið nefnist „Per la Ricuperata Salute di Ofelia“ og var samið til að fagna því að söngvari sem flutt hafði tónlist beggja tónskálda hafði náð heilsu eftir erfið veikindi. Óljóst er hvort það hefur nokkru sinni verið flutt opinberlega, fyrr en í gær. Það var samið árið 1785, sex árum áður en Mozart lést 35 ára gamall; þetta var afskaplega gjöfull tími á ferli hans en þá samdi Mozart til að mynda óperurnar Don Giovanni og Töfraflautuna. „Hér höfum við stutt og ekkert sérstaklega gott tónverk eftir Moz- art en það varpar þó nýju ljósi á dag- legt líf hans sem tónskáld í Vínar- borg,“ er haft eftir stjórnanda Tónlistarsafnsins. Lítið er vitað um ferðalag nótn- anna eftir að Mozart og Salieri sömdu verkið en það barst safninu í Prag á sjötta áratugnum merkt tón- skáldunum tveimur með einskonar dulkóðun, sem var algeng á þeim tíma. Það gerði starfsfólki safnsins nær ógerlegt að átta sig á því hverjir voru höfundarnir og því kom það ekki í ljós fyrr en nú, þegar búið var að skanna nótnasafnið inn og þýski tónlistarfræðingurinn Timo Jouko Herrmann komst að hinu sanna þeg- ar hann fór að bera saman eigin- handarrit tónskálda og undirskriftir í safninu. „Að heyra verk sem Mozart átti þátt í að semja og hefur verið týnt í meira en 200 ár, er dásamleg upp- lifun,“ er haft eftir forstjóra Þjóðar- listasafns Tékka. Lék nýfundið verk Salieris og Mozarts W.A. MozartAntonio Salieri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.