Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Ekki er óþekkt að dauðsföll þjóð-þekkts fólks kalli fljótlega á samsæriskenningar um hvað hafi „raunverulega gerst“. Slíkar kenn- ingar eru mjög lífseigar.    Frá Bandaríkj-unum eru þekktar sögur um „dularfullt“ dauða- slys Pattons, hins lit- ríka hershöfðingja í Evrópustyrjöldinni síðustu.    Þegar þess varminnst fyrir rúmum tveimur ár- um að 50 ár voru lið- in frá því að Ken- nedy forseti var myrtur voru margvíslegar samsæriskenningar dregnar fram og fjölbreytnin var mikil.    Samsæriskenningin um ElvisPresley snerist raunar helst um það að stórstjarnan hefði alls ekki dáið.    Og dauði Antonin Scalia hæsta-réttardómara er nú kominn í þetta sviðsljósið.    Breska blaðið Guardian segir ávef sínum í gær að Donald Trump forsetaframbjóðandi hafi að- spurður af útvarpsfréttamanni svar- að því til að ekki væri útilokað að eitthvað kynni að vera til í nýjum fréttum um dauða dómarans.    Trump: Þetta er auðvitað hrylli-legt umræðuefni, en þeir segja að þeir hafi fundið hann með svæfil yfir andlitinu, sem er auðvitað sér- kennilegur staður fyrir kodda. En ég get ekki svarað þér, því ég var bók- staflega að heyra þetta fyrir stuttu. Þetta er rétt byrjað að koma fram núna, eins og þú veist, Michael.“ Donald Trump Samsæriskenn- ingar fljótar til STAKSTEINAR Antonin Scalia Veður víða um heim 16.2., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík -1 snjókoma Akureyri 0 skýjað Nuuk -7 slydda Þórshöfn 9 súld Ósló -2 heiðskírt Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur -1 heiðskírt Helsinki -1 heiðskírt Lúxemborg 2 heiðskírt Brussel 5 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 7 skúrir London 7 léttskýjað París 5 heiðskírt Amsterdam 5 heiðskírt Hamborg 2 heiðskírt Berlín 1 skýjað Vín 6 alskýjað Moskva 0 snjókoma Algarve 13 heiðskírt Madríd 7 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 12 skýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -17 skýjað Montreal -3 slydda New York 11 alskýjað Chicago -2 alskýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:18 18:07 ÍSAFJÖRÐUR 9:33 18:02 SIGLUFJÖRÐUR 9:16 17:44 DJÚPIVOGUR 8:50 17:33 Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Bónusgreiðslur sem núverandi og fyrrverandi starfsmenn íslenska eignaumsýslufélagsins ALMC, sem áður var Straumur-Burðarás, fengu í lok síðasta árs eru í takti við þróunina erlendis. Þetta segir fyrrverandi for- stjóri bankans. DV greindi frá bónusgreiðslunum í gær, en sam- kvæmt heimildum blaðsins fengu um 20 til 30 starfs- menn greiddar samtals um 23 milljónir evra, eða sem jafngildir um 3,3 milljörðum ís- lenskra króna, í desember síðastliðnum. Í samtali við mbl.is staðfesti Jakob Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums, að bónusgreiðslurnar hefðu átt sér stað. Hann sagðist ekki geta staðfest fjárhæðina en samkvæmt heimildum mbl.is væri það sem fram kæmi í DV mjög nærri lagi. Jakob er einn þeirra sem fá hæstu bónusgreiðsluna, en hann var fjár- málastjóri ALMC til ársins 2013. Þá tók hann við starfi forstjóra og gegndi því þar til síðasta sumar, þegar hann hætti í kjölfar sameiningar Straums og MP banka. Í samræmi við samþykkt kaupaukakerfi Jakob segir að greiðslurnar séu í takti við bónusgreiðslukerfið sem sett hafi verið á fót á sínum tíma, þ.e. kaupaukakerfi sem samþykkt hafi verið á aðalfundi ALMC árið 2011. Þá bendir hann á að starfsmennirnir séu búnir að starfa lengi hjá félaginu Straumur-Burðarás var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars 2009 og í kjölfar samþykktar nauðasamninga í júlí 2010 varð eignaumsýslufélagið ALMC til. Eftir samþykktina fengu kröfuhafar yfirráð í nýja félaginu en eigendurnir eru að stærstum hluta erlendir bankar og fjárfestingar- sjóðir. Mörg félög öflug erlendis Í frétt DV er fullyrt að þetta sé langsamlega hæsta bónusgreiðsla hjá íslensku félagi frá hruni. Jakob bendir á að fjölmörg íslensk félög séu komin með mikla starfsemi erlendis og það kæmi sér ekki á óvart ef önn- ur félög hefðu greitt álíka bónusa. „Síðan veit maður ekki hversu mikið af þessu er innleyst og svona hlutir eru ekki alltaf í sviðsljósinu,“ segir hann. Bónusgreiðslur hjá Straumi kom- ust í umræðuna árið 2009 þegar hug- myndir um háar árangursríkar greiðslur rötuðu í fjölmiðla. Hug- myndin um greiðslurnar var þó sleg- in af borðinu eftir hörð viðbrögð al- mennings. Óttar Pálsson, þáverandi forstjóri fyrirtækisins, skrifaði í kjöl- farið bréf í Morgunblaðið og baðst af- sökunar fyrir hönd Straums. Hann sagði að einblínt hefði verið um of á erlendar aðstæður og að fyrirætlan- irnar hefðu ekki verið í nægilegum tengslum við veruleikann sem við Ís- lendingar bjuggu við. Óttar er einn þeirra sem fengu bónusgreiðsluna í desember síðast- liðnum en þegar mbl.is hafði sam- band við hann í gær sagðist hann ekki vera til viðtals. Í frétt DV kemur fram að þeir lykilstjórnendur sem hafi fengið langhæstu greiðslurnar séu Andrew Bernhardt, forstjóri ALMC, Óttar Pálsson, Jakob Ásmundsson og Christopher Perrin, stjórnar- formaður ALMC. Segir bónusa í takti við erlenda þróun  Fengu 3,3 milljarða í bónusgreiðslur Jakob Ásmundsson Ámorgun 18. febrúar gefur Íslandspóstur út þrjú frímerki til að minnast stórafmæla. Alþýðusamband Íslands 100 ára, Ísafjarðarbær 150 ára og Hið íslenska bókmenntafélag 200 ára. Þá kemur út Norðurlandafrímerki tileinkað matar- gerðarlist og fjögur frímerki tileinkuð keramikhönnun. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.