Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? NÝ SENDING AF UMGJÖRÐUM Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10, Kópavogi – Sími 554 3200 Opið virka daga 9.30-18, laugardaga 11–14 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á hlutdeildar í andvirðinu,“ segir í svari bankans. Kaupandinn skipti máli Í fyrrnefndu svari Landsbankans til Morgunblaðsins er einnig bent á að það hafi verið mat bankans að þar sem Arion banki, sem var viðsemj- andi bankans um kaup á hlutnum í Valitor, var þá þegar meirihlutaeig- andi í fyrirtækinu, hafi verið mögu- legt að tryggja viðbótargreiðslu vegna valréttarins, ef til þess kæmi að verðmæti skiluðu sér til Valitor á grundvelli hans. „Hagsmunir Landsbankans voru því mun betur tryggðir en þeir hefðu verið með samkomulagi við fjárfesta sem keypt hefðu minnihluta í félag- inu,“ segir ennfremur í svarinu. Töldu líkur á arðgreiðslu Við verðmat á Valitor byggði Landsbankinn fyrst og fremst á sjóðstreymisgreiningu. Þar voru lagðar til grundvallar rekstrar- áætlanir stjórnenda og á þeim grunni byggði bankinn áætlun lengra inn í framtíðina og ólíkar sviðsmyndir um rekstrarhorfur fé- lagsins. Þar var meðal annars áætlað hve hátt hlutfall af hagnaði mætti greiða í arð. „Það var mat Landsbankans að eiginfjárstaða Valitor væri á þessum tíma sterk og að eingreiðsla arðs kæmi til álita og að félagið yrði í framhaldinu rekið með minna eigin fé.“ Valitor á mun lægra verði Morgunblaðið/Eggert Sala Landsbankinn losaði um hluti sína í kortafyrirtækjunum í árslok 2014.  Landsbankinn lagði valrétt í Visa Europe ekki til grundvallar við verðmat á hlut sínum í Valitor  Seldi hlut sinn í Borgun á mun hærra verði miðað við eigið fé Misjafnlega margfaldað » Landsbankinn seldi 31,2% hlut sinn í Borgun með eigin- fjármargfaldaranum 1,88. » Þegar 38% hlutur í Valitor var seldur var margfaldarinn hins vegar 1,18. » Landsbankinn fékk 2,2 millj- arða fyrir hlutinn í Borgun og 3,6 milljarða fyrir hlutinn í Val- itor. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Í mati Landsbankans á hlutabréf- unum í Valitor var væntingum um viðbótargreiðslu ætíð haldið utan við mat bankans á virði félagsins, enda samið um að þær kæmu sérstaklega til greiðslu samkvæmt samkomulagi um viðbótargreiðslu kaupverðs.“ Þetta segir í svari Landsbankans við fyrirspurn Morgunblaðsins er laut að því hvort mögulegar valréttar- greiðslur í tengslum við kaup Visa Inc. á Visa Europe hefðu verið lagð- ar til grundvallar við verðmatið á fyrirtækinu. Fyrirspurn blaðsins var borin upp í kjölfar svara forsvarsmanna Landsbankans á sérstöku „spurt og svarað“ svæði á vefsíðu bankans um hvort bankinn hefði orðið af fjár- munum við söluna á hlut sínum í Borgun. Í því svari segir meðal ann- ars: „Landsbankinn telur að gott verð hafi fengist fyrir hlut bankans í Borgun, eða 2,2 milljarðar fyrir 31,2% hlut. Söluverðið var 88% hærra en eigið fé Borgunar og eigin- fjármargfaldarinn er því 1,88 sem telst hátt fyrir fjármálafyrirtæki [...] Landsbankinn seldi 38% hlut sinn í Valitor fyrir 3,6 milljarða. Í því til- viki var eiginfjármargfaldarinn 1,18. Það hafði áhrif á söluverðið að í til- viki Valitor taldi Landsbankinn for- sendur til að semja um viðbótar- greiðslu kæmi til greiðslna vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe.“ Bankinn staðfestir einnig að ef ekki hefði orðið af því að Visa Inc. nýtti valrétt sinn, sem tryggður var til 99 ára, þá hefði bankinn ekki feng- ið meira í sinn hlut fyrir Valitor en þá 3,6 milljarða sem greiddir voru upp- haflega. Bankinn hafði hins vegar gengið úr skugga um að ef valrétt- urinn yrði nýttur þá ætti Valitor til- kall til hlutdeildar í söluandvirði Visa Europe. „Upplýsingar sem aflað var hjá Visa Europe um valréttinn staðfestu að ef valréttarins kynni að verða neytt myndi Valitor eiga tilkall til taldi FME að auka þyrfti framlög í sérgreindan af- skriftareikning útlána eða grípa til annarra viðeig- andi ráðstafana. Þá gerði eftirlitið athugasemd við að stjórn hefði ekki sinnt eftirlitshlutverki sínu eða fjallað með reglubundnum hætti um vanskil og áhættustýringu sparisjóðsins til samræmis við ákvæði í starfsreglum stjórnar sparisjóðsins. Í svari Fjármálaeftirlitsins til Morgunblaðsins segir að í gagnsæistilkynningu frá stofnuninni hafi nið- urstöður vettvangsathugunar hjá sparisjóðnum verið raktar. Þá segir: „má álykta að um lok málsins sé að ræða ef viðeigandi umbætur verða gerðar.“ Samkvæmt svari til Morgunblaðsins eru ekki líkur á því að Fjármálaeftirlitið beini ákvörðunum stjórnenda Sparisjóðs Suður-Þingeyinga til héraðssaksóknara. En niðurstaða athugunar stofnunarinnar á útlánum sjóðsins leiddi í ljós að hann hafði veitt lán án trygg- inga, athugasemdir voru gerðar við verklag sjóðsins við lánveitingar og að sjóðurinn tengdi ekki skuld- bindingar lántakenda sem telja bæri til hóps tengdra viðskiptavina. Þá var skjalfest verklag sjóðsins varðandi útlán ekki í samræmi við ákvæði laga og reglna er varða eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti fjármálafyr- irtækja. Mati á afskriftaþörf útlána var ábótavant og Mál sparisjóðsins ekki til saksóknara  Verklag við lánveitingar ekki í samræmi við ákvæði laga Morgunblaðið/Ómar Lán Geri sjóðurinn úrbætur á verk- lagi mun FME ekki aðhafast frekar. ● Félag atvinnurekenda sendi í gær þriðja bréfið á hálfu ári til fjármálaráð- herra þar sem enn er spurt um afstöðu ráðuneytisins til Expressþjónustu Frí- hafnarinnar. Það er mat FA að í þjónust- unni felist ósanngjörn samkeppni við verslunina í landinu þar sem boðið sé upp á að fólk kaupi vörur án opinberra gjalda á netinu og láti svo aðra sækja þær fyrir sig í Leifsstöð. FA spyr enn um afstöðu til sölu Fríhafnarinnar ● Capacent spáir 0,4% hækkun vísi- tölu neysluverðs í febrúar og þar með lækki 12 mánaða verðbólgan úr 2,1% í 1,9%. Þetta segir Capacent vera í sam- ræmi við nýútgefna verðbólguspá Seðlabanka Íslands. Greiningardeildir bankanna spá 0,3- 0,6% hækkun í febrúar en Hagstofan birtir vísitöluna 25. febrúar. Capacent spáir lækkun ársverðbólgu í 1,9%                                     ! "# "$ ! ! %# "! "   ! &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 #"  $# "% "% !# !"  # $ #! !"   !% "$ "%# !"" % "%!  #   !$ "%% " Wow air ætlar að bæta við flugflota sinn tveimur nýj- um Airbus A321 flugvélum, árgerð 2016, sem verða afhentar í maí og júní. Þar með mun Wow air rúmlega tvöfalda sætaframboð sitt frá síðasta ári í 1,9 milljónir sæta á þessu ári. Flugfloti félagsins telur 11 vélar, sem verða skráðar á flugrekstrar- leyfi Wow air, en síðasta sumar voru aðeins tvær vélar skráðar á leyfi Wow air. Meðalaldur flugflota flug- félagsins er 2,5 ár. Í sumar munu um 600 manns vinna hjá Wow air en um 300 störf- uðu hjá félaginu síðasta sumar. Tvær nýjar vélar Wow Skúli Mogensen, eigandi Wow air.  Ætla að tvöfalda sætaframboðið í ár ● Sala áfengis var 11,6% meiri í jan- úar en á sama tíma í fyrra á breytilegu verðlagi, þrátt fyrir að verð áfengis hafi hækkað um 1% í janúar frá fyrri mánuði og um 0,8% borið saman við fyrra ár. Þetta er meðal niður- staðna Rannsóknarseturs verslunar- innar. Breytt fyrirkomulag við skatt- heimtu áfengis tók gildi um áramótin en því fylgdi að ódýrt áfengi hækkar hlutfallslega í verði á móti dýru áfengi. Sala áfengis jókst þótt verðið hafi hækkað Meiri sala var á áfengi í janúar. STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.