Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Bráð Fálkar eru ekki algeng sjón á Akureyri en einn slíkur réðst á ungan máv um hádegi í gær. Eftir mikinn slag hafði fálkinn betur og gæddi sér á bráð sinni í kvenfélagsgarðinum við Skarðshlíð. Skapti Hallgrímsson Ríkisstjórnarflokk- arnir eru að læra harða lexíu. Í stjórnmálabar- áttu nútímans dugar ekki að vísa eingöngu til góðra verka. Góður málstaður, rífandi hag- vöxtur, aukinn kaup- máttur launa, lág verð- bólga og tuga milljarða aukning í velferðar- kerfið, nægir ekki leng- ur til að tryggja stjórn- málaflokkum gott gengi, hvorki í skoðanakönnunum eða kosningum. Í þingkosningunum 2013 fengu Framsóknarflokkur og Sjálfstæð- isflokkur samtals rúmlega 51% at- kvæða. Fylgi Samfylkingarinnar hrundi og geymir síðari tíma saga vestrænna stjórnmála fá dæmi um viðlíka fylgishrun. Vinstri grænir fengu lítið minni skell þar sem annar hver kjósandi flokksins yfirgaf flokk- inn. Þegar liðlega eitt ár lifir af kjör- tímabilinu virðist pólitískt landslag gjörbreytt frá kosningum. Fram- sóknarflokkurinn hefur misst helm- ing kjósenda og er langt undir 21% meðalfylgi frá 1963. Samfylkingunni heldur áfram að blæða. Björt framtíð er að hverfa til fortíðar. Vinstri grænir eru að festast sem smáflokk- ur og Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað með fjórðung kjósenda, sam- kvæmt Gallup. Flokkurinn sem skreið yfir 5%-múrinn í síðustu kosn- ingum fer nú með himinskautum. Pí- ratar mælast með 35% fylgi sem er svipað og meðalfylgi Sjálfstæð- isflokksins frá 1963. „Bullandi góðæri“ Ríkisstjórnarflokkarnir geta bent á fjölmargt og jafnvel hælt sér af:  Þrjú ár í röð hafa fjárlög verið af- greidd með afgangi.  Skuldir ríkissjóðs lækkuðu veru- lega á síðasta ári og verða komnar niður í 50% af vergri landsframleiðslu á þessu ári. Lánshæf- ismat ríkissjóðs hef- ur batnað og vaxta- kjör þar með.  Verðbólga hefur á síðustu 24 mánuðum verið undir mark- miðum Seðlabank- ans.  Kaupmáttur launa hefur aldrei verið meiri.  Atvinnuleysi er kom- ið niður í 3,1%.  Samkvæmt fjárlögum 2016 verða útgjöld ríkissjóðs til heilbrigð- ismála 38,5 milljörðum krónum hærri en á fjárlögum 2013.  Fyrstu skrefin við uppbyggingu Landspítalans hafa verið stigin.  Bætur almannatrygginga hækk- uðu um liðlega 17% frá 2014 til 2016. Á sama tíma hækkaði verð- lag um 7%.  Frá því að ríkisstjórnin tók við völdum hafa útgjöld almanna- trygginga hækkað um 27 millj- arða króna.  Almenn vörugjöld hafa verið felld niður. Tollar á þúsundum vöru- flokka aflagðir.  Tekjuskattur einstaklinga verið einfaldaður, þrepum fækkað og lægsta skattþrepið lækkað.  Nauðasamningar þrotabúa bank- anna staðfestir, stöðugleika- framlag innheimt og forsendur fyrir afnámi fjármagnshafta skap- ast. Einhvern tíma hefði verið sagt: Það er bullandi góðæri og pólitísk staða stjórnarflokkanna er sterk. Fleira en „góðæri“ skiptir máli Góður hagvöxtur, aukinn kaup- máttur, minna atvinnuleysi, gríð- arleg aukning útgjalda til heilbrigð- ismála og almannatrygginga, ásamt ýmsum skattalækkunum, var á árum áður ávísun á gott gengi ríkisstjórn- arflokka. Þegar bætist við veik og sundurtætt hefðbundin stjórnarand- staða, ætti ríkisstjórn að standa sterkum fótum. Því fer hins vegar fjarri. Jafnvel „skuldaleiðrétting“ Fram- sóknarflokksins hefur ekki skilað sér í auknu fylgi. Samkvæmt Gallup var samanlagt fylgi stjórnarflokkanna í janúar aðeins 36,4% eða 14,7%- stigum minna en í kosningunum. Þar munar mest um fylgistap Framsókn- arflokksins. Framsóknarmenn hljóta að spyrja sjálfa sig hvernig standi á því að flokkurinn njóti þess í engu að hagur landsmanna (langflestra) er að batna og framtíðin hefur sjaldan ef nokkru sinni verið bjartari. Með sama hætti verða sjálfstæðismenn að hugleiða af hverju þeim tekst ekki að endur- heimta fyrri stöðu í íslenskum stjórn- málum. Skýringarnar eru örugglega margflóknar og sumar eru huldar þeim sem hér heldur um penna. Eitt virðist augljóst. Fyrir almenning – og þá ekki síst yngri kjósendur – skiptir fleira máli en góður gangur í efna- hagslífinu og aukinn kaupmáttur. Traust skiptir þar ekki minnstu og traust skapast ekki nema allt sé upp á borðum, hvort heldur það er sala á eigum ríkisins (sbr. Borgun) eða að- gengi að öllum fjárhagslegum upp- lýsingum ríkisins. Krafan um að fólk fái að ráða meira um eigið líf birtist í ákalli um þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg mál, en er einnig krafa um að draga úr afskiptum hins op- inbera og stjórnmálamanna af dag- legu lífi landsmanna. Ekki í takt við kjósendur Erfið staða stjórnarflokkanna kann að skýrast af því að ríkisstjórn- in stígur ekki í takt við einstak- lingana í mikilvægum málum. Ríkisstjórnarfrumvarp um húsnæð- isbótakerfi fær þá einkunn að vera „frumvarp um aukna aumingjavæð- ingu Íslendinga“. Erla María Tölgyes afbrotafræð- ingur skrifar áhugaverða grein á romur.is – nýtt vefrit sem ungt frjáls- lynt fólk stendur að. Forystumenn ríkisstjórnarinnar mættu kynna sér skoðanir Erlu Maríu sem segir áætl- anir ráðherra húsnæðismála um hús- næðisbætur „allsherjar áhlaup á vindmyllur“. Hún bendir á að yfir- gnæfandi meirihluti ungs fólks vilji festa kaup á eigin húsnæði en vanda- málið sé að það eigi ekki fyrir útborg- un og neyðist því til þess að leigja: „Frumvarpið er hins vegar ætlað sem bót á meinum leigumarkaðarins en þau eru ekki önnur en afleidd vandamál eignamarkaðarins og í því felst vindmylluáhlaup ráðherrans. Húsnæðiskerfinu mætti því í núver- andi ástandi líkja við lekandi hús þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir því að gefa íbúum fötur til þess að setja undir lekana í stað þess gera við þá. Réttara væri að leggja fram frum- varp sem legði allt kapp á að einfalda fólki að festa kaup á eigin húsnæði og beindi fjármunum í slík úrræði.“ Erla María varar við hugmynda- fræði bótavæðingarinnar: „Upp í hugann kemur orðtakið gefðu manni að borða og hann verður saddur í dag, kenndu honum að veiða og hann þarf aldrei að líða hungur aftur. Ég spyr því lesendur hvort hljómi betur; mánaðarlegur tékki frá ríkissjóði eða hvatar sem verðlauna sparnað fólksins sjálfs. Í mínum huga er spurningin einföld og svarið aug- ljóst en seinni leiðin er líklegri til þess að auka öryggis- og ábyrgðar- tilfinningu einstaklinga gagnvart sjálfum sér.“ Getur verið að ríkisstjórnarflokk- arnir séu úr tengslum við ungt fólk þegar kemur að stefnu í húsnæðis- málum? Sterk staða Sjálfstæðis- flokksins meðal ungra kjósenda, á ár- um áður var meðal annars vegna þess hve ríka áherslu flokkurinn lagði á að skapa ungu fólki tækifæri til að eignast sitt eigið húsnæði og verða fjárhagslega sjálfstætt. Óunnin verk Ríkisstjórnarflokkunum hefur ekki tekist að nýta sér sterka mál- efnastöðu og veika stjórnarandstöðu. Þeir átta sig illa á því hvort og þá hvernig rétt sé að takast á við upp- gang Pírata, sem minna helst á Kvennalistann sem í orði hafnaði hefðbundnum merkingum stjórnmál- anna – vinstri og hægri. Kvennalist- inn gekk þó að lokum til liðs við vinstri flokkana undir fána Samfylk- ingarinnar. Píratar hafa breyst í hefðbundinn stjórnmálaflokk þar sem flokkseigandafélag berst við að halda völdum. Og æ betur kemur í ljós að forysta þeirra á fyrst og síðast samleið með vinstri flokkunum, hvort heldur er á þingi eða í meirihluta borgarstjórnar. Í kosningunum á næsta ári dugar ekki fyrir ríkisstjórnina að benda á góða stöðu efnahagsmála, sterkara og betra heilbrigðiskerfi og almennt bætt lífskjör. Ríkisstjórnin verður að tryggja að nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá nái fram að ganga á þessu ári, stokka upp almannatrygg- ingakerfið og styrkja stöðu þeirra sem lakast standa. Og ríkisstjórnin verður að sjúga út eitur tortryggni með opinni stjórnsýslu og aðgengi al- mennings að upplýsingum með nýrri löggjöf. Stjórnmálaflokkar með slíka af- rekaskrá geta óhræddir lagt fram stefnu til langrar framtíðar og náð trausti kjósenda. Þeir þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af því að tapa umræðunni. Eftir Óla Björn Kárason » Fyrir almenning og ekki síst yngri kjós- endur skiptir fleira máli en góður gangur í efna- hagslífinu og aukinn kaupmáttur. Traust skiptir ekki minnstu. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Með góðan málstað en tapa umræðunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.