Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 14
Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti 1 átti ekki von á að setja nýtt Íslands- met í afurðum búsins í ár. „Nei, ég átti ekki von á því. Ég hef oft hugs- að um að það væri raunhæft að ná 44-45 kílóum eftir kindina. Eftir það verði á brattann að sækja. Ein- hverjir aðrir verða að reyna við það,“ segir Eiríkur. Eiríkur er með 280 ær og skilaði hver þeirra 44,9 kg kjöts á síðasta ári. Það er ótrúlegt afrek sem búast má við að verði seint leikið eftir. Hann hefur í það minnsta sett nýtt viðmið fyrir aðra að máta sig við í framtíðinni. Fyrra metið, frá 2012, var 41,3 kg og átti Eiríkur það sjálf- ur. Hermundur Valdimar Eiríksson í Vallanesi í Skagafirði komst einn- ig yfir 40 kg markið, það var árið 2014. Fyrir utan það ár hefur bú Ei- ríks verið í efsta sæti afurðalistans flest undanfarin ár. Mikil frjósemi Eiríkur segir að óvenjumikil frjó- semi hafi verið í fénu í fyrra, rúm- lega tvö lömb fædd eftir hverja á að meðaltali. Meðaltalið yfir landið er nálægt 1,80 lömbum. Hann lenti ekki í óvenjulegum afföllum í fyrra- vor, vegna tíðarfarsins, eins og margir sauðfjárbændur kvörtuðu undan. „Við sluppum nokkuð frá því. Ég var með þokkalega góð hey til að gefa á sauðburði. Það hefur kannski munað því. Í það minnsta bjargar það heilmiklu á svona köldu vori,“ segir Eiríkur. Sló eigið Íslandsmet í meðalafurðum  Eiríkur Jónsson í Gýgjarhólskoti trón- ir enn á toppnum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sauðfjárbóndi Eiríkur Jónsson hugar að fé í fjárhúsum sínum. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Frá morgni líkama og sál fyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama Laugarnar í Reykjavík BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Maður þarf að hafa metnað til að gera betur. Við erum vakin og sofin yfir þessu. Höfum verið að auka frjó- semi fjárins og mjólkurlagni, og auka kjötgæðin,“ segir Elín Anna Skúla- dóttir, sauðfjárbóndi á Bergsstöðum í Miðfirði. Bú þeirra hjóna, Elínar Önnu og Ara Guðmundar Guð- mundssonar, var með afurðahæstu sauðfjárbúum landsins á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum skýrslu- halds í sauðfjárrækt sem Ráðgjaf- armiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur birt. Afurðahæsta búið á síðasta ári var, eins og flest síðustu árin, bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Bisk- upstungum. Ærnar hans skiluðu 44,9 kílóum kjöts að meðaltali. Er það nýtt Íslandsmet. Þrjú bú í Vestur-Húnavatnssýslu eru í þremur af næstu fjórum sætum. Í öðru sæti varð bú Elínar Önnu og Ara Guðmundar á Bergsstöðum í Miðfirði með 38,7 kg og bú Þormóðs og Borghildar á Syðri-Sauðadalsá á Vatnsnesi í þriðja sæti, sjónarmun á eftir. Mestar afurðir í Húnaþingi Reiknaðar afurðir eftir hverja kind voru 26,9 kg, sem er tæpu kílói minna en árið 2014. Samkvæmt upplýsing- um RML munar þar mest um erfitt tíðarfar síðastliðið vor, sem leiddi af sér aukin vanhöld. Þannig komu færri lömb til nytja árið 2015 þótt fjöldi fæddra lamba hafi verið svip- aður og síðustu ár. Mestu meðal- afurðir voru í Vestur-Húnavatns- sýslu, 29,6 kg, og þar eru nokkur af afurðahæstu búunum. Næst kemur Strandasýsla með 28,9 kíló. Listarnir yfir bestu búin miðast við bú með 100 skýrslufærðar ær eða fleiri. Tölur um enn hærri afurðir sjást á minni búum, hjá svokölluðum „hobbýbændum“. Þegar þau bú eru tekin með í reikninginn sést að Eg- ilsstaðabúið í samnefndum byggða- kjarna er efst með 57,2 kg. Þar eru aðeins 15 ær og frjósemin ótrúleg, eða 2,71 fædd lömb eftir hverja á. Of litlar tekjur Hjónin á Bergsstöðum í Miðfirði tóku við búi af foreldrum Elínar Önnu fyrir tæpum tuttugu árum. Hún segir að þau hafi tekið við góð- um fjárstofni og hafi haldið áfram að kynbæta hann, meðal annars með því að láta sæða þó nokkuð á hverju ári og kaupa hrúta af nágrannabæjum til að fá nýtt blóð inn í stofninn. Það hafi skilað sér í aukinni frjósemi og mjólkurlagni ánna, auk betri kjöt- gæða. „Það eru allt of litlar tekjur eftir kindina, þetta er dýrt hobbý. Aðal- málið er að kindin skili sem flestum kílóum af kjöti ásamt því að lömbin séu vel gerð og lítil fita á skrokk- unum. Fyrir það fáum við mest í budduna,“ segir Elín Anna. Þau hafa ágætar aðstæður til sauðfjárræktar. Þau eru að vísu enn með gömul fjárhús, samhliða nýrri. Draumur þeirra er að stækka fjár- húsin og bæta aðstöðuna. Þau eiga land inn til dala í Miðfirði og leigja viðbótarland. Það eru jarð- irnar Aðalbreið og Aðalból undir samnefndri heiði. Þangað geta þau farið með féð og náð í það þegar þeim hentar. Vorið var dýrt Vorið var afar kalt um mestallt land og gróður kom seint til. Það skapaði vandræði hjá sauðfjárbænd- um. Það kom því Elínu Önnu skemmtilega á óvart að svo vel skyldi rætast úr sumrinu og haustinu að þau náðu meiri meðalafurðum en nokkru sinni áður. „En vorið var afar dýrt, líka vegna þess hversu frjósem- in var mikil. Féð var mikið til á gjöf hér heima til 20. júní. Mikil hey voru notuð og fóðurkostnaður hár.“ Elín segir að bændur hafi verið orðnir þreyttir á tíðarfarinu og því sé gott að fá þessa gulrót eftir allt baslið. Mikil afföll urðu hjá sauðfjár- bændum síðasta vor. Elín Anna segir að ærnar hafi verið rýrari en oft áður vegna lélegra heyja en engin óeðlileg afföll orðið hjá þeim. Þrengir að sauðfjárbændum Elín Anna er svolítið uggandi yfir framtíðinni vegna hugsanlegra áhrifa nýrra búvörusamninga. „Heyrst hefur að margir kúabændur muni hætta búskap vegna aukinna krafna til aðbúnaðar kúnna. Þeir eiga jarðir, tún og byggingar sem auðvelt er að breyta. Ef þeir fara út í sauð- fjárrækt mun það þrengja að okkur sem fyrir erum eða mynda kjötfjall,“ segir Elín Anna. Hún bætir því við að einfaldast og hreinlegast væri að rík- ið greiddi allan stuðning út á fram- leiðslu. Annað fyrirkomulag flækti málið að óþörfu. Vakin og sofin yfir búskapnum  Hjónin á Bergsstöðum í Miðfirði vinna stöðugt að ræktun fjárstofnins til meiri og betri afurða  Meðalafurðir yfir landið minnkuðu um tæpt kíló á síðasta ári vegna erfiðs tíðarfars sl. vor Afurðahæstu sauðfjárbúin 2015 Bú með fleiri en 100 ær Heimild: rml.is 26,6 26,9 11 Inga Ragnheiður Magnúsd. Svínafell 3 344 36 1,99 12 Þórður og Simmi Möðruvellir 2 171 35,9 1,89 13 Stóri-Dunhagi ehf. Stóri-Dunhagi 118 35,8 1,96 14 Ragnar og Sigríður Heydalsá 1 og 3 537 35,7 2,07 15 Sigríður og Sævar Arnarholt 159 35,7 1,93 16 Jón og Hrefna Hóll 148 35,6 1,88 17 Þórarinn Már Halldórsson Ytri-Hofdalir 171 35,6 1,82 18 Ólafur Rúnar Ólafsson Syðri-Urriðaá 377 35,5 1,93 19 Gunnar og Doris Búðarnes 223 35,4 1,84 20 Gunnar og Matthildur Þóroddsstaðir 360 35,3 2,11 20 22 24 26 28 30 Meðalafurðir 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 20 15 - reiknaðar afurðir eftir kind (kg) Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Sauðfjárbændur Elín Anna Skúladóttir og Ari Guðmundur Guðmundsson eru öflugir sauðfjárbændur á Bergsstöðum í Miðfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.