Morgunblaðið - 17.02.2016, Side 26

Morgunblaðið - 17.02.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Sigurþór Hallbjörn eða Spessi, eins og hann er ávallt kallað-ur, á 60 ára afmæli í dag. „Mér finnst þetta dálítið ótrúlegt,ég er mikið yngri en 60 ára og er satt að segja hálffeiminn við þetta. Ég held upp á afmælið með því að við hjónin förum með yngsta barninu okkar á skíði í svissnesku Ölpunum. Við fljúgum til Berlínar og tökum púlsinn þar hvar við verðum ná- kvæmlega. Núna er ég að byrja á nýju verki sem fjallar um Breiðholtið, ætla að portretta fólkið þar, fékk listamannalaun til að byrja á því verkefni og stefni á að vera með sýningu á því 2017. Það eru engar fyrirhugaðar sýningar hjá mér á þessu ári. Annars er þetta dagleg amstur við að taka myndir af hinu og þessu fyrir salti í grautinn. Svo eru mörg járn í eldinum, t.d. að klára heimildar- mynd sem við Bergsteinn Björgúlfsson tókum í Kansas og fjallar um ameríska mótorhjólakúlturinn. Mótorhjól og rokk og ról, það eru áhugamálin. Það er verið að smíða fyrir mig mótorhjól í Kansas“ – en Spessi hélt sýningu þar í september sl. á myndum sem hann tók í Kansas 2011/2012 og var sama sýningin og hann hélt hér á Listahátíð 2014. „Þetta hjól er mjög reist með löngum gaffli og gaffallinn stendur ekki fram heldur reistur upp. Þetta er stíllinn sem þeir gera í Kansas. Sá sem er að smíða hjólið fyrir mig sagði að ég yrði að fá mér svona hjól og ég sagði: „Það er alveg rétt hjá þér.““ Eiginkona Spessa er Áróra Gústafsdóttir, markaðsstjóri hjá Forlaginu. Dóttir þeirra er Saga 13 ára og fósturbörn Spessa eru Markús, Bergrós og Stefán Þorsteinsbörn. Ljósmynd/Andrew Kansas-stíllinn Spessi á svipuðu hjóli og er verið að smíða fyrir hann. Breiðholtsbúar næst á dagskránni Spessi er sextugur í dag M agnús fæddist á Siglufirði 17.2. 1946 en ólst upp í Reykja- vík, á Háteigsvegi og í Laugarnesinu. Þá var hann í sveit á sumrin á Brekku í Austur-Húnavatnssýslu. Magnús var í Austurbæjarskóla og Laugarnesskóla, lauk leiklistarnámi við Leiklistarskóla Ævars Kvaran 1963, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk prófum sem prentsmiður 1966. Magnús var prentsmiður hjá Hilmi hf 1961-65, hjá Morgunblaðinu 1966-76, útlitsteiknari við DV 1976- 86, hönnuður hjá Prentsmiðju Ólafs Karlssonar 1986-96, stofnaði síðan prentsmiðjuna Prentkó ehf 1996 og var framkvæmdastjóri hennar í þrjú ár og var síðan sölumaður hjá Ís- landsprenti til 2008. Magnús var leikari við Þjóðleik- húsið 1962-64 og lék þá m.a. í My Fair Lady, Pétri Gaut, Andorru og Hamlet, og hefur síðan leikið fjölda hlutverka á sviði Þjóðleikhússins, Revíuleikhússins, Borgarleikhússins og Loftkastalans sem og hjá Leik- félagi Kópavogs og í Garðaleikhús- inu. Magnús hefur leikið í gífurlegum fjölda sjónvarpsmynda, sjónvarps- þátta og stuttmynda um langt árabil, lék m.a. Bjössa bollu í Stundinni okk- ar og samdi auk þess bók um Bjössa bollu og hljóðbók, hefur tekið þátt í fjölda áramótaskaupa og fjölmörgum skemmtiþáttum, hefur talsett ara- Magnús Ólafsson leikari – 70 ára Jólin 2015 Magnús með eiginkonu, foreldrum sínum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum og allir í jólaskapi. Gamanleikari af guðsnáð Úti í garði Magnús og Sonja með Sonju Maggý, Rósmundi, Herði og Hjalta. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Nýjar vörur komnar í verslanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.