Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Til að minnast þess að 23. apríl næstkomandi verða liðin 400 ár frá dauða enska skáldjöfursins Willi- ams Shakespeare efnir Rás 1 Ríkis- útvarpsins til samkeppni um örhljóðverk. Verkin eiga að sækja innblástur í verk þessa mikla skálds og leikhúsmanns. Efnistökin eru frjáls og er „allt“ sagt koma til greina: leikið efni, skáldskapur, heimildaverk, örfléttur, hljóðlistaverk og allt þar á milli. Samkeppnin er öllum opin en hver má senda inn þrjú verk. Verkin mega vera að hámarki 5 mínútur að lengd. Fullkláruðum verkum skal skila fyrir miðnætti 31. mars ásamt greinargerð um innblástur og tengsl við Shakespeare og verk hans, að hámarki 300 orð að lengd. Samkeppni um örhljóðverk William Shakespeare Bandaríska söngkonan og lagahöf- undurinn Taylor Swift hlaut eftir- sóttustu Grammy-verðlaunin 2016 þegar þau voru veitt í 58. sinn við há- tíðlega athöfn í Los Angeles í upphafi vikunnar. Plata Swift, 1989, var valin besta plata ársins. Í þakkarræðu sinni benti Swift á að hún væri fyrst kvenna til að vinna verðlaun fyrir bestu plötu ársins í tvígang. „Til allra ungra kvenna langar mig að segja að það munu alltaf vera einstaklingar sem reyna að gera lítið úr árangri ykkar eða eigna sér heiðurinn af af- rekum ykkar,“ sagði Swift og var með því augljóslega að senda Kanye West tóninn. Lamar með fimm verðlaun Alls var úthlutað hátt í níutíu verð- launum þetta árið. Flest verðlaun komu að þessu sinni í hlut bandaríska rapparans Kendrick Lamar, en hann var verðlaunaður fyrir besta rapp- lagið, besta rappflutninginn, besta samstarf rappara og lagahöfundar, besta tónlistarmyndbandið í sam- vinnu við Taylor Swift og bestu rapp- plötuna fyrir To Pimp a Butterfly. Lamar þótti slá pólitískan tón þegar hann mætti í fangahlekkjum á sviðið til að flyja lög sín „The Blacker the Berry“ og „Alright“. Bandaríska tónlistarkonan Lady Gaga vakti á verðlaunaafhendingunni mikla athygli með flutningi sínum á nokkrum af vinsælustu lögum Davids Bowie í því skyni að heiðra meistar- ann. Allt útlit Lady Gaga, raddbeit- ingin og danstaktar minntu um margt á Bowie heitinn. Bennett og Carter verðlaunaðir Af öðrum tónlistarmönnum sem fram komu á hátíðinni voru Justin Bieber, Alice Cooper og Johnny Depp auk þess sem Adele söng lagið „All I Ask“. Flutningurinn heppn- aðist ekki sem skyldi sökum þess að hljóðneminn sem magna átti upp pí- anóið sem leikið var undir á datt ofan í hljóðfærið með tilheyrandi hljóð- mengun. Bandaríska söngkonan og lagahöf- undurinn Meghan Trainor var valin nýliði ársins. Platan The Silver Lining: The Songs of Jerome Kern var valin besta hefð- bundna poppsöngplatan, en flytjendur á plötunni eru söngvarinn Tony Benn- ett og píanóleikarinn Bill Charlap. Hljómsveitin Muse var verðlaunuð fyrir plötu sína Drones, sem þótti besta rokkplata ársins. Ricky Martin var verðlaunaður fyrir latín-poppplötu ársins sem heitir A Quien Quiera Escuchar (Deluxe Edi- tion). Söngkonan og lagahöfundurinn Angélique Kidjo var verðlaunuð fyrir plötu sína Sings í flokki heimstón- listar. Besta platan fyrir flutning talaðs orð þótti vera A Full Life: Reflections at Ninety með Jimmy Carter fyrrver- andi forseta Bandaríkjanna. Besta kvikmyndatónlistin þótti vera úr heimildarmyndinni Amy. Swift og Lamar sigursæl  Swift fyrst kvenna til að vinna verðlaun fyrir bestu plötu ársins í tvígang AFP Virðingarvottur Lady Gaga minntist listamannsins Davids Bowie og flutti nokkur laga hans. Heimstónlist Angelique Kidjo. Besta plata ársins Söngkonan Taylor Swift. Besta rappplata ársins Kendrick Lamar. Besti nýliðinn Meghan Trainor. Kátir Tony Bennett og Bill Charlap. Kempur Johnny Depp og Alice Cooper. Innlifun Justin Bieber. Halló Adele söng fyrir gesti. Vor 2016 nýjar vörur Opið virka daga frá 10-18, helgar 11-15. Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi DEADPOOL 5:40, 8, 10:20(P) THE CHOICE 8 ALVIN & ÍKORNARNIR 5:50 ÍSL.TAL THE BOY 10:20 THE REVENANT 5:50, 9 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10:20 -T.V., Bíóvefurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.