Morgunblaðið - 17.02.2016, Síða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Viðhaldsfríir
gluggar & hurðir
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Yfir 80 litir og efnisáferðir í boði.
15 ára ábyrgð á óbreyttum lit.
Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár
10% afslátturaf öllumgluggum oghurðum efpantað erfyrir páska
Nánar á solskalar.is
„Galdurinn er að sjá þessa hæfi-
leikaríku leikara breyta textanum í
lifandi manneskjur á sviði – það er
þar sem töfrarnir gerast,“ segir
Matthías Tryggvi Haraldsson, nemi á
sviðshöfundabraut í Listaháskóla Ís-
lands, en hann skrifaði og leikstýrði
leikritinu Þvottur sem sýnt verður í
Tjarnarbíói í kvöld kl. 21.00.
„Ég hef lengi haft mikinn áhuga á
því að skrifa leiktexta og síðan ég
byrjaði í náminu vildi ég samnýta það
þessum áhuga og fékk með mér gott
fólk til að setja upp sjálfstæða sýn-
ingu,“ segir Matthías.
Í kjölfarið var sjálfstæði leikhópur-
inn Ketiltetur kompaní stofnaður inn-
an veggja listaháskólans haustið
2015. Hann skipar Matthías ásamt
Ölmu Mjöll Ólafsdóttur, sem sá um
aðstoðarleikstjórn og útlit, og Stefáni
Ingvari Vigfússyni, sem sá um fram-
leiðslu og ljós sýningarinnar. Tónlist
sýningarinnar var svo í höndum Frið-
riks Guðmundssonar tónsmíðanema
og Klemens Nikulásson Hannigan sá
um leikmynd. Leikararnir stunda all-
ir nám á leikarabraut við listaháskól-
ann, en þeir eru Aron Már Ólafsson,
Árni Beinteinn Árnason og Hákon
Jóhannesson. „Hver og einn í teym-
inu kom með sína skapandi nálgun á
verkið og var þetta því náið sam-
starfsverkefni þvert á deildir í skól-
anum.“
Hinn eilífi glerþvottur
„Leikritið fjallar um eilífan gler-
þvott. Í verkinu er persóna sem heitir
Jens og hefur fengið það verkefni að
þrífa sömu glerplötuna síendurtekið
þó að hún verði ekkert hreinni,“ lýsir
Matthías, en spurningarmerki sé sett
við þessa skipan í verkinu og afleið-
ingarnar komi glögglega í ljós fyrir
persónurnar.
„Það er myndmál í verkinu sem
hver og einn verður að fá að nálgast á
eigin vegum. Við eigum öll okkar
glerplötu, hver sem hún er í lífinu.“
Matthías er afar spenntur að sjá við-
tökurnar en miðasalan gangi vel og
nú fari hver að verða síðastur að
tryggja sér miða.
Textinn að lifandi listaverki
„Mér kemur til hugar enska orða-
tiltækið you learn by doing,“ segir
Matthías, sem lét það ekki stöðva sig
að hann væri einungis á fyrsta ári á
sviðshöfundabraut þegar hann réðst í
gerð og uppsetningu sýningarinnar
með samnemendum sínum.
„Því meira sem maður gerir, þeim
mun meira lærir maður. Ef það er
einhvers staðar glerveggur sem mér
tekst ekki að rekast á í skólanum
tekst mér örugglega að rekast á hann
með Ketiltetri.“
Hópurinn hefur gert sýninguna að
veruleika með ódýrum og látlausum
hætti. „Þannig verður úr mínímalísk
leikmynd sem stólar á textann og
getu leikaranna til að gera hann að
lifandi listaverki.“ laufey@mbl.is
Ljósmynd/María Guðjohnsen
Þvottur Sýningunni leikstýrir höfundurinn Matthías Tryggvi Haraldsson.
Eigum öll okkar glerplötu
Ketiltetur kompaní stendur fyrir leiksýningunni Þvottur
Áhugi á leiktexta varð að sjálfstæðri sýningu nemenda
Hin árlega Hammond-hátíð fer fram
á Djúpavogi 21. - 24. apríl næstkom-
andi. Tilkynnt hefur verið hvaða
listamenn taka þátt að þessu sinni
og eru það hljómsveitirnar Agent
Fresco, Stuðmenn og Valdimar, sem
leika á Hótel Framtíð, og þá kemur
Sigríður Thorlacius fram í Djúpa-
vogskirkju ásamt Guðmundi Óskari
og Tómasi Jónssyni.
Rokkarar Agent Fresco leikur.
Hammond-
veislan
Tónleikar verða í
Fríkirkjunni í
Reykjavík í
kvöld, miðviku-
dag kl. 20, til
styrktar list-
meðferð á
Barna- og ung-
lingageðdeild
(BUGL). Meðal
listamanna sem
gefa vinnu sína eru Eyþór Ingi
Gunnlaugsson, Friðrik Dór Jóns-
son, Guðrún Ýr Eyfjörð, Hreimur
Örn Heimisson og Brokkkórinn
undir stjórn Magnúsar Kjart-
anssonar.
Til styrktar BUGL
Eyþór Ingi