Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.02.2016, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Er leiðin sem þú ferð í vinnuna laus við streitu? Ef ekki er vinnudegi þínum líklega spillt með slæmri byrjun og enn verri endi. Þetta getur tætt sálina svo þú skalt reyna að fara réttu megin framúr. Einbeittu þér að því að standa við gefin loforð. 20. apríl - 20. maí  Naut Sjaldan veldur einn þá tveir deila. En þú þarft ekkert að óttast, þú ert í fínu formi og þolir áskorun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú pælir í því, þá hefurðu ástæðu til að fagna. Dyttaðu að heima og lagfærðu það sem bilað er. Kvenkyns vinnufélagar geta reynst sérstaklega hjálplegir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þið saknið gömlu skóladaganna og ykkur langar til þess að mennta ykkur frekar. Leyfðu öllu að hafa sinn gang. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þið þurfið að huga að því hvernig þið getið bætt samskipti ykkar við aðra í fjöl- skyldunni. Reyndu að virkja aðra með mann- úð þinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gefðu einhverjum sem á það ekki skil- ið annað tækifæri. Þú átt það til að láta skap- ið hlaupa með þig í gönur en þú ert ekki einn um þetta. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu skarpskyggn og mundu lexíu síð- asta mánaðar. Samskipti eru auðveld og í góðu jafnvægi, sama hvort um er að ræða nána vini, maka eða ókunnuga. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. En varastu að gera vandamál annarra að þínum. En ef þú bara heldur ró þinni, þá fer allt vel. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Margar hugsanir sem skjóta upp í kollinum á þér enda sem vangaveltur. Líttu á þetta sem tækifæri til að þroska með sér þol- inmæði og gera aðra glaða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt rekast á einhver ummæli, sem hafa mikil áhrif á þig. Taktu frumkvæðið og hafðu forystu um að leiða verkið til lykta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú finnur fyrir viðvæmni þessa dagana og þarft að vita af sterkum stuðningi. Láttu ekki tækifæri til góðverka fram hjá þér fara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér líður ekki vel og sjálfstraust þitt er ekki með besta móti. Einbeittu þér að því að efla það, annars áttu á hættu að staðna og stífna í hvívetna. Hlýddu þinni innri rödd. Aldrei verður fullort um fer-skeytluna og spreyta hagyrð- ingar sig á því yrkisefni af engu minni ákefð nú en á dögum Andrés- ar Björnssonar, Jóns Bergmanns eða Páls. Kristján Runólfsson setti þessar vísur á Leirinn á sunnudag: Opni snáðinn óðarport, út vill háðið renna. Býsna gráðugt oft er ort, orðin skráð af penna Staka glettin stuðlahrein, stöðugt léttir pínu. Stundum dettur ein og ein, út úr smetti mínu. Ört úr penna leka ljóð, ljúft þar kenni gaman, þegar ég nenni að yrkja óð, orðin renna saman. Upp ég kreisti lipurt ljóð, læt þar freisting toga, lítill neisti og gömul glóð, getur breyst í loga. Aldrei þagnar augnablik, úldinn doðapjakkur, klæmist magnað kjánaprik, kjaftafroðusnakkur. Sigmundur Benediktsson lét ekki sitt eftir liggja og svaraði fyrir mið- nætti með bestu þökkum fyrir skemmtilegar vísur: Stefjaþelið stuðlahert stöku- elur -geðið. Þráfalt tel ég þakkavert þegar vel er kveðið. Virkjar huga, léttir lund, leiða bugað getur. Vísnadug með stökustund stemmuflugið vekur. Vel á óðarsund skal sótt, seiða ljóðin fögur. Dátt vil bjóða dýrðarnótt, dreymum góðar bögur. Og Kristján Runólfsson þakkaði fyrir sig og enn er hringhent! Þegar hlýnar loft og láð, lengjast mínar vökur, linnir pínu í lengd og bráð, lifna fínar stökur. Rósberg G. Snædal hélt upp á hringhenduna og gaf út lítinn pésa, – 101 hringhenda. „Maðurinn er alltaf einn“ heitir þessi og er raun- ar oddhenda: Valt ef gerist gengi mér gleymast sérhver kynni. Maður er því oftast hér einn í veröldinni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hringhendan er síungt viðfangsefni hagyrðinga Í klípu „ÉG GERI ALLTAF ÚLFALDA ÚR MÝFLUGU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FJÓRIR MÁNUÐIR, ÁTTA DAGAR, FIMM KLUKKUTÍMAR OG TUTTUGU MÍNÚTUR. FJÓRIR MÁNUÐIR, ÁTTA DAGAR, FIMM KLUKKUTÍMAR OG NÍTJÁN MÍNÚTUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... tvær flísar af sömu spýtunni. ÉG KLIFRA EKKI Í TRJÁM NEMA ÞAU SÉU ORÐIN NÓGU HÁ ERTU AÐ LÆKKA? UUU… KANNSKI SONUR, EF ÞÚ ERT GÓÐUR, HEIÐAR- LEGUR, DUGMIKILL EINSTAKLINGUR… …MUNTU FÁ ÞAÐ SEM ÞÚ ÁTT SKILIÐ! EN EF ÞÚ ERT VÍKINGUR… …MUNTU FÁ MUN MEIRA EN ÞÚ ÁTT SKILIÐ! Víkverji furðar sig iðulega á þvíhvað hægt er að draga miklar ályktanir út frá erfðaefni mannsins, nú síðast út af frétt um afdrifarík ástarævintýri homo sapiens og Neandertalsmannsins. Rannsóknir vísindamanna við Vanderbilt- háskóla í Nashville í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að þessi ævintýri leiddu til blöndunar litninga. x x x Ekki skildi Neandertalsmaðurinnmikið eftir sig í erfðamenginu þegar leiðir hans lágu saman við nú- tímamanninn, sem var á flandri frá Afríku fyrir 50 þúsund árum eða svo og er þessi tilvik einkum að finna í Evrópubúum og þeim, sem þangað eiga upruna sinn að rekja. Mun mega rekja 1-4% erfðaefnis Evr- ópubúa okkar tíma til Neandertals- mannsins. Þá hefur þessi blöndun ef til vill haft einhverja kosti og jafnvel flýtt fyrir aðlögun að nýjum að- stæðum, en nú mun einkum vera um ókosti að ræða. x x x Samkvæmt niðurstöðum vísinda-mannanna leiða genin úr Nean- dertalsmanninum til þess að þeir, sem þau bera eru veikari fyrir nikotínfíkn og eiga frekar á hættu að verða þunglyndir. Erfðaefnið úr Neandertalsmanninum gerir að verkum að blóð storknar fyrr. Það kann að hafa komið í góðar þarfir í árdaga þegar æskilegt var að sár lokuðust fljótt og minni hætta væri á að illt hlypi í þau. Nú eykur það hins vegar líkurnar á hjartaáföllum, blóð- tappa og vandamálum á meðgöngu. Við rannsóknina var erfðaefni 28 þúsund sjúklinga af evrópskum upp- runa í Bandaríkjunum rannsakað. Bent hefur verið á að til að fá afger- andi niðurstöður um áhættuþættina, sem fylgja erfðaefni Neandertals- mannins, þurfi að kanna tíðni sömu sjúkdóma hjá þeim, sem ekki eru með erfðaefnið, það er Afríkubúum. Þar séu hins vegar ekki til jafn góð gögn og notuð voru fyrir rannsókn- ina í Bandaríkjunum. x x x Hins vegar er of seint að koma íveg fyrir ástarævintýrið fyrir 50 þúsund árum. víkverji@mbl.is Víkverji Eins og himinninn er hátt yfir jörð- inni eru mínir vegir hærri yðar veg- um og mínar hugsanir hærri yðar hugsunum. Jesaja 55:9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.