Morgunblaðið - 17.02.2016, Síða 17

Morgunblaðið - 17.02.2016, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hætturnar í stríðinu í Sýrlandi eru margar og ein af þeim alvarlegustu er hættan á að vax- andi togstreita milli Rússlands og NATO- ríkisins Tyrklands leiði til átaka milli landanna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Banda- ríkjastjórn lítur þróunina alvarlegum augum og hvetur ríkin tvö til að gera þegar í stað ráð- stafanir til að tryggja að spennan stigmagnist ekki. Tyrkir hafa miklar áhyggjur af sókn liðs- sveita Kúrda norðan við borgina Aleppo í Sýr- landi og óttast að þeir geti notfært sér loftár- ásir Rússa til að ná svæðum við landamærin að Tyrklandi á sitt vald. Vopnaðar sveitir Kúrda nefnast Verndarsveitir þjóðarinnar (YPG) og stjórnmálaflokkur þeirra er Lýðræðislegi sam- bandsflokkurinn (PYD). Tyrkir segja að PYD og YPG séu útibú Verkamannaflokks Kúrdist- ans (PKK) sem barðist í áratugi blóðugri bar- áttu fyrir sjálfstæði Kúrdahéraða í Tyrklandi. Stjórnvöld í Ankara óttast að PYD komist til valda á stórum svæðum í Norður-Sýrlandi og taki höndum saman við leiðtoga Kúrda í Norður-Írak sem stefna að þjóðaratkvæði um stofnun sjálfstæðs ríkis þegar fram líða stund- ir. Tyrkir óttast að þetta verði vatn á myllu að- skilnaðarsinnaðra Kúrda í Tyrklandi og líta á Kúrdasamtökin í Sýrlandi sem hættulegri óvini en liðsmenn íslamistasamtakanna sem kalla sig Ríki íslams. Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint Verka- mannaflokk Kúrdistans sem hryðjuverka- samtök en reiða sig hins vegar á Kúrda- samtökin í Sýrlandi í baráttunni gegn Ríki íslams. Tyrkir hafa lagt fast að Bandaríkja- stjórn að skilgreina PYD og YPG sem hryðju- verkasamtök, gert loftárásir á liðssveitir þeirra norðan við Aleppo og fordæmt stuðning Bandaríkjamanna við þær. Þetta hefur valdið spennu í samskiptum landanna, að því er The Wall Street Journal hefur eftir bandarískum embættismönnum. Rússar greiða fyrir sókn Kúrda Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur séð sér leik á borði og notfært sér togstreituna milli NATO-ríkjanna tveggja með því að taka höndum saman við sýrlensku Kúrdasamtökin sem þáðu boð hans um að opna skrifstofu í Moskvu í vikunni sem leið. Þetta er í fyrsta skipti sem samtökin opna skrifstofu utan Sýr- lands. Rússar hafa einnig greitt fyrir sókn liðs- sveita Kúrda norðan við Aleppo með loftár- ásum á uppreisnarmenn sem hafa notið stuðnings Tyrkja, að sögn fréttaskýranda The Guardian. Rússar og Tyrkir berjast í orði kveðnu gegn Ríki íslams en eiga það sameiginlegt að beina lofthernaði sínum aðallega gegn öðrum fylk- ingum í stríðinu í Sýrlandi. Tyrkir leggja áherslu á að ráðast á liðssveitir Kúrda en flest- ar loftárásir Rússa beinast að andstæðingum einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi. Stefna að bandalagi við Kúrda Schmuel Bar, ísraelskur sérfræðingur í mál- efnum Sýrlands, telur mjög líklegt að Rússar notfæri sér togstreituna milli Tyrkja og Bandaríkjamanna með því að mynda bandalag með sýrlenskum Kúrdum sem eygi von um að geta öðlast sjálfstæði með stuðningi Pútíns. Sýrlenskir Kúrdar verði þar með bandamenn Rússa, en ekki Bandaríkjamanna sem geta ekki veitt þeim fullan stuðning vegna andstöðu Tyrkja. Rússar hafa lengi verið hliðhollir Kúrdum, einkum Verkamannaflokki Kúrdistans, í deil- um þeirra við Tyrki, að sögn Galliu Linden- strauss, sérfræðings í málefnum Tyrklands. The Jerusalem Post hefur eftir Lindenstrauss að forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hafi í raun sett Bandaríkjastjórn úrslitakosti í vikunni sem leið og sagt að hún þurfi annað- hvort að styðja Tyrki eða Kúrda. „Bandaríkja- stjórn þarf að finna leið til að sneiða hjá úr- slitakostum Tyrkja þannig að hvorirtveggju, Tyrkir og sýrlenskir Kúrdar, verði sáttir. Ef Bandaríkjastjórn finnur ekki slíkan milliveg velur hún líklega Tyrki og það myndi færa Kúrda nær Rússum,“ segir Lindenstrauss. Rússar hófu loftárásirnar í Sýrlandi 30. sept- ember til að styðja einræðisstjórnina í Damas- kus sem nýtur einnig stuðnings úrvalssveita hers klerkastjórnarinnar í Íran, vopnaðra sveita sjíta frá Írak og liðsmanna Hizbollah, samtaka sjíta í Líbanon. Arabaríki, þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta, hafa hins veg- ar stutt andstæðinga einræðisstjórnarinnar. Hætta á afdrifaríkum mistökum Martin Chulov, fréttaskýrandi The Guardi- an, segir að af öllum „litlu stríðunum“ sem háð séu í glundroðanum í norðanverðu Sýrlandi stafi mest hætta af köldu stríði Rússa og Tyrkja sem geti leitt til átaka milli þeirra. „Ráðamennirnir í Moskvu hafa sýnt að þeir kunna að æsa tyrknesk stjórnvöld upp,“ skrif- ar hann. „Þeir vita að Kúrdar eru veiki blettur- inn á Tyrklandi. Það er hins vegar raunveruleg hætta á afdrifaríkum mistökum á því litla og afmarkaða landamærasvæði sem er ekki enn á valdi Kúrda.“ NATO-ríki í stríð við Rússa?  Bandaríkjastjórn hefur áhyggjur af því að spennan milli Rússa og Tyrkja stigmagnist  Pútín not- færir sér togstreitu milli Tyrkja og Bandaríkjamanna og talinn reyna að mynda bandalag við Kúrda 10 km TYRKLAND SÝRLAND Bab al-Salama Kúrdar náðu bænum Tall Rifaat á sitt vald Aleppo Azaz Marea Deir Jamal Minnigh Heimildir: OSDH, SÞ, AFP Kilis Afrin Kúrdar Ríki íslams Vopnað lið Kúrda Barist um yfirráð Herlið stjórnarinnar Íbúar á flótta Einræðisstjórnin Uppreisnarmenn Loftárásir Tyrkja frá 13. febrúar Yfirráðasvæði: Fólksflótti og árásir: Liðssveitir Kúrda í sókn norðan við Aleppo í Sýrlandi Akcabaglar Tyrkir hvöttu í gær bandamenn sína á Vesturlöndum og í arabaríkjum til að hefja landhernað í Sýrlandi og sögðu það vera einu leiðina til að binda enda á stríðið sem hefur geisað þar í tæp fimm ár. Þetta var haft eftir tyrkneskum embættismanni sem tók fram að Tyrkir hygðust ekki hefja slíkan landhernað einir síns liðs. Embættismaðurinn sagði að hernaður- inn þyrfti að beinast að „öllum hryðju- verkahópum í Sýrlandi“, meðal annars liðsmönnum Ríkis íslams, hersveitum sýr- lensku einræðisstjórnarinnar og liðssveit- um sýrlenskra Kúrda sem Bandaríkja- menn hafa stutt. Embættismaðurinn sagði að Tyrkir hefðu afhent Bandaríkja- stjórn „sönnun“ fyrir því að YPG-sveitir Kúrda í Sýrlandi væru hryðjuverkasamtök en hún hefði ekki fallist á það. Áður hafði utanríkisráðherra Tyrklands sagt að Tyrkir og Sádi-Arabar kynnu að hefja landhernað í Sýrlandi. Vilja landhernað í Sýrlandi TYRKLAND Saksóknari í Þýskalandi skýrði frá því í gær að mistök starfsmanns hefðu valdið lestarslysinu í Bæjara- landi í vikunni sem leið þegar ellefu manns fórust og tugir manna slös- uðust. Tvær farþegalestir lentu þá í árekstri austan við bæinn Bad Aibling, um 60 km suðaustan við München. Hraði þeirra var um 100 kílómetrar á klukkustund þegar þær skullu saman. Saksóknarinn sagði að 39 ára starfsmaður, sem stjórnaði lesta- umferðinni, hefði opnað brautar- sporið fyrir báðar lestirnar en áttað sig á mistökunum og reynt án ár- angurs að vara lestastjórana við. Líklegt er að maðurinn verði sóttur til saka fyrir manndráp af gáleysi og hann gæti átt fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér. „Hefði hann farið eftir reglunum hefði slysið ekki orðið,“ sagði saksóknar- inn Wolfgang Giese. Þeir sem létu lífið í slysinu voru allir karlmenn á aldrinum 24 til 59 ára. ÞÝSKALAND Mistök starfsmanns ollu lestarslysinu AFP Afdrifarík mistök Brak úr farþegalest- unum í Bæjaralandi fjarlægt. Boutros Boutros-Ghali, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lést í Kaíró í gær, 93 ára að aldri. Boutros-Ghali starfaði lengi í utanríkisþjónustu Egypta- lands áður en hann varð framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna árið 1992. Hann lét af embættinu fimm árum síðar þegar Bandaríkjastjórn beitti neitunarvaldi sínu gegn honum og kom í veg fyrir að hann næði endurkjöri. Kofi Annan tók þá við af honum. Tengsl Boutros-Ghalis við stjórnvöld í Bandaríkjunum tóku að versna seint á árinu 1993 þegar átján bandarísk- ir hermenn biðu bana í hernaðaraðgerðum í Sómalíu eft- ir að Sameinuðu þjóðirnar sendu fjölþjóðlegt herlið til landsins til að binda enda á hungursneyð vegna skálmaldar. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Boutros Boutros-Ghali látinn Boutros Boutros-Ghali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.