Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íaðdragandasíðustu borg-arstjórn- arkosninga fór Samfylkingin á mikið flug í hús- næðismálum, og lofaði því meðal annars að í Reykjavík yrðu reistar 2500- 3000 leigu- og búseturéttar- íbúðir. Í máli forvígismanna flokksins í borginni kom þá einnig fram að gert yrði ráð fyrir um 5.000 nýjum íbúðum í heildina á þessu kjörtíma- bili. Nú, þegar kjörtímabilið er nærri því hálfnað er orðið nokkuð ljóst að lítið verður um efndir á þeim loforðum. Í úttekt Morgunblaðsins um þessi efni í gær var birtur langur listi yfir þau verkefni sem borgaryfirvöld hafa til- kynnt með pomp og pragt: Einholtsreitur, Höfðatorg, Vogabyggð, Ingólfstorg, Austurhöfn, Kirkjusandur, Laugarnes, Vesturbugt. Í langflestum tilvikum er stað- an sú sama: Verkefni ekki hafið. Í öðrum hafa framkvæmdir tafist von úr viti og er þar sér- staklega bent á það hvað skipulagsferli borgarinnar sé þungt í vöfum og löng bið sé á afgreiðslu úr umhverfis- og skipulagsráði. Þá hafi athuga- semdir við ýmis atriði eins og fyrirkomulag sorphirðu tafið stór verkefni. Þá segir einnig að komið hafi í ljós að tímafrekara sé og flóknara að byggja á reit- um þar sem gróin byggð sé og nauðsynlegt að rífa bygging- ar og finna atvinnustarfsemi nýjan stað. Hefði það þó mátt vera nokkuð augljóst hverjum þeim sem vildi sjá, að erfiðara yrði að byggja þar sem byggð væri fyrir. Í sumum tilvikum, eins og í Vogabyggð, sem var tilkynnt í nóvember 2011, áttu fram- kvæmdir að vera hafnar á síð- asta ári, og áttu fyrstu íbúðirnar að koma í sölu á þessu ári. Þar eru tafirnar hins veg- ar svo miklar, að ekki er nóg með að verkefnið sé ekki hafið, heldur á einnig eftir að ljúka lokahönnun þess. Á sama tíma og dekur meirihlutans við tafsama þéttingu byggðar skilar engu, upplifir fólk í úthverfum borgarinnar ekkert annað en algjört vilja- og áhugaleysi borgaryfirvalda til þess að hefja framkvæmdir þar. Hálf- kláruð hverfi sem hægur vandi ætti að vera að byggja til fulls mega sitja á hakanum á meðan sífellt fleiri verkefni til þéttingar byggðar í eldri hverfum eru tilkynnt, en ekki hafin. Þessar tafir hafa síðan óþægileg áhrif á fasteigna- markaðinn í Reykjavík, þar sem eftirspurn eftir íbúðum keyrir fasteignaverð óhóflega upp. Eftir því sem hin boðaða uppbygging tefst lengur verður sá þrýstingur einungis meiri. Miðað við frammistöðu meirihlutans hingað til gæti biðin eftir úrbótum orðið löng, en miðað við reynsluna er þess hins vegar örugglega skammt að bíða að kynnt verði ný áform um þéttingu byggðar. Þær tilkynningar allar eru hins vegar í besta falli orðnar hlægilegar og augljóslega ekki til neins ann- ars en að gefa borgarbúum þá tilfinningu að borgaryfirvöld séu eitthvað að gera í upp- byggingu borgarinnar. Raunin er því miður sú að borgaryfirvöld draga lapp- irnar og hindra eðlilega upp- byggingu. Verst er að lítil von er um að ástandið batni, því að borgaryfirvöld virðist í senn skorta vilja og getu til að koma þessum málum í eðli- legt horf. Stóryrði meirihlut- ans um uppbygg- ingu íbúða reynast orðin tóm} Lítið um efndir Fyrir fall bank-anna var ekki óalgengt að svim- andi háir kaup- aukar af ýmsu tagi væru inntir af hendi fyrir störf í íslenska fjármálageiranum og jafnvel víðar í atvinnulífinu. Þá voru slík kjör gjarnan réttlætt með vísan til er- lendra fordæma. Nú berast fréttir af svim- andi kaupaukum hjá fjár- málafyrirtæki hér á landi og enn er viðkvæðið að slíkar greiðslur séu ekki einsdæmi sé horft út fyrir landstein- ana. Vissulega þekkjast slíkar greiðslur erlendis og jafnvel mun myndarlegri ef út í það er farið. Það breyt- ir því ekki að fyrir Ísland hef- ur ekki reynst farsælt að fylgja erlendu fordæmi í þessu efni. Vonandi verða slíkir kaupaukar fremur eins- dæmi en fordæmi að þessu sinni hér á landi. Svimandi kaupaukar hafa ekki orðið að miklu gagni í ís- lensku atvinnulífi} Slæmt fordæmi Þ ar sem ég sat og horfði á Blu-ray disk sem sýndi hverju hægt væri að ná út úr milljón króna 70" sjón- varpinu og Surround 9.1.2 hljóð- kerfinu með Dolby Atmos og til- heyrandi var ég skyndilega kominn inn í grænt myrkur frumskógarins og svo fór að rigna með skruggum og tilheyrandi. Stígðu inn í frumskóginn! stóð á skjánum, Upplifðu náttúruleg hljóð og raunverulega liti! Já, ein- mitt, hugsaði ég, enda hafði ég aldrei heyrt annan eins hljóm, og alls ekki úti í náttúrunni, og aldrei séð aðra eins liti. Ekki einu sinni með aðstoð löglegra eða ólöglegra vímuefna. Í vikuritinu Fálkanum í júlí 1929 er fjallað um nýja tækni sem kölluð var hljóðmyndir – nýja tækni sem „verður eflaust til þess að auka á vinsældir kvikmyndinna“, en höfundur hafði minni trú á því að talmyndir myndu ná hylli. Þeim var líka ekki ýkja vel tekið framan af, því þó að áhorf- endur hafi strax fallið fyrir hljóðmyndum með vélar- hljóðum, hófaglammi, braki og brestum, tóku þeir því ekki eins vel þegar leikararnir fóru að tala því að radd- irnar voru ekki nógu „náttúrulegar“. Að einhverju leyti var það eflaust vegna þess að raddir leikaranna féllu ekki að því sem áhorfendur höfðu ímyndað sér á meðan myndirnar voru þöglar, en aðallega þó vegna þess að kvikmyndasmiðir höfðu ekki ná tökum á hljóðmyndinni. Já, og svo var það vegna þess að hljóðsmiðir sáu um að búa til önnur hljóð en raddir og sáu til þess að þau voru ekki bara náttúruleg, heldur ofurnáttúruleg. Frægt myndskeið frá fyrri tíma er það þegar breska leikskáldið George Bernard Shaw birtist í stuttri fréttamynd Fox Movie- tone. Þar talaði „mesti bókmenntasnillingur heims“, eins og hann var kynntur, um sjálfan sig og Mussolini meðal annars, en það sem tímaritinu Photoplay fannst einna merkileg- ast (næstmerkilegast reyndar, merkilegast var hve Shaw væri kynþokkafullur á átt- ræðisaldri) var brakið í mölinni þar sem Shaw gekk rösklega í átt að myndavélinni. Það brak var nefnilega svo eðlilegt og áber- andi að það var hvorki eðlilegt né áberandi. Jack Donovan Foley hét maður sem starf- að hafði við útvarp en sneri sér síðan að hljóð- vinnslu fyrir kvikmyndir og varð svo ágengt að fagið er eiginlega kennst við hann, því að þeir sem leggja það fyrir sig að smíða „nátt- úruleg“ hljóð eru kallaðir Foley-listamenn, eða bara „Foleyari“ – berja kálhausa til að líkja eftir því þegar leikarar láta hendur skipta, sleikja höndina á sér þegar líkja á eftir unaðsstund elskenda, nú eða nota kókos- hnetur til að fanga „náttúrulegan“ hófadyn, samanber heimildarmynd Monty Python-félaga um leitina að gral- inu helga. Allt frá árdögum kvikmyndanna hafa menn þannig verið að „ljúga“ að okkur, að telja okkur trú um að svona hljómi einmitt þetta atvik, og hitt hljómi akkúrat þannig. Smám saman tökum við að trúa því og finnst það einmitt náttúrulegt að heyra ónáttúruleg hljóð, eða ætti ég kannski að segja ofurnáttúruleg. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Ofurnáttúrulegur hávaði STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Raunverulegur og ímynd-aður styrkur Rússlandsundir stjórn VladímírsPútín forseta var til um- ræðu á norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö í byrjun mánaðarins. Bobo Lo, sérfræðingur hjá bresku hugveitunni Chatham House, sagði stöðu Rússlands á al- þjóðavettvangi hafa veikst síðan Pútín sneri aftur sem forseti 2012. Áform um samvinnu Evrasíuríkja undir stjórn rússneskra stjórnvalda hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Rússar ættu fáa bandamenn og þyrftu mun meira á Kína að halda en öfugt. Katarzyna Zysk, dósent við norska herháskólann (IFS) í Ósló, segir að eftir að Pútín sneri aftur sem forseti hafi borið á afturhvarfi til meiri þjóðernis- og einangrunar- stefnu. Áður en Pútín sneri aftur hafi mikið verið rætt um metnað Rússa á norðurskautssvæðinu. Það hafi meira verið í orði en á borði. Síðustu ár hafi fjárfesting Rússa í hernaðaruppbyggingu á norðurslóðum hins vegar aukist mikið. Það hafi m.a. birst í þeirri áherslu að endurbyggja herstöðvar á austari hluta norðursvæðisins. Sjá hættur í norðrinu Zysk segir rússnesk stjórnvöld sjá margar hættur í norðrinu sem ógnað geti öryggi landsins í framtíð- inni. Þar komi m.a. til hætta á olíu- slysum, hryðjuverkum, fólksflutn- ingum ólöglegra innflytjenda, eiturlyfjasmygli og mögulegri ásælni erlendra ríkja og alþjóðlegra stórfyrirtækja í auðlindir Rússlands. Napóleon og Hitler réðust með heri sína inn í Rússland á sínum tíma. Spurð um þessa sögu segir Zysk að það eigi enn við að Rússar óttist utanaðkomandi öfl. Það ýti undir þá hugsun ráðamanna í Kreml að landið sé eins og virki. Hún segir Rússa ekki hafa efnahagslega burði til að halda áfram svo hraðri hern- aðaruppbyggingu. Fyrr en síðar muni sá veruleiki sækja þá heim. Stjórnvöld í Kreml hafi með áróðri reynt að fylkja þjóðinni að baki sér gegn utanaðkomandi hætt- um. Vesturlöndum og efnahags- þvingunum þeirra sé kennt um erf- iða stöðu efnahagsmála. „Stjórnvöld hafa eitt ár, kannski eitt og hálft ár, til stefnu áður en viðhorf almennings fara að breytast og fólkið fer að kenna eigin yfirvöldum um.“ Þvinganirnar hafi haft áhrif Arkady Moshes, sérfræðingur í málefnum Rússlands hjá finnsku rannsóknarstofnuninni í alþjóða- málum (FIIA), segir aðspurður að efnahagsþvinganir Vesturlanda gegn Rússum hafi haft áhrif. Máli sínu til stuðnings segir Moshes að þvinganirnar hafi fyrir- byggt frekari stigmögnun í Úkraínu. Moshes telur jafnframt að þvingan- irnar hafi haft áhrif á stefnumótun rússneskra stjórnvalda. Fyrir tveim- ur árum hafi margir litið svo á að ESB myndi ekki megna að skapa samstöðu með Úkraínu. Raunin hafi verið önnur. Eftir fund leiðtoga Úkraínu, Rússlands, Frakklands og Þýskalands í Hvíta-Rússlandi (Minsk II) um friðarumleitanir í Úkraínu fyrir ári hafi virst sem Rússar myndu geta ráðið útfærslu friðarins í Úkraínu. Vegna þvingananna sé nálgun stjórn- valda í Kreml nú meira friðleit- andi en ella. Moshes segir marga á Vesturlöndum hafa þá ranghugmynd af Pútín að hann sé eins og stór- meistari á skákborði al- þjóðamála. Raunin sé að Rússland sé að veikjast á hans vakt. Pútín sagður hafa veikt stöðu Rússa Forseti Sumir fræðimenn telja áhrif Rússlands fara þverrandi. Dmítrí Tolopov, kennari við alþjóðastjórnmáladeild ríkishá- skólans í St. Pétursborg, segir aðspurður að eftir nokkur ár fari rússneskur olíu- og gasiðn- aður að finna mikið fyrir efna- hagsþvingunum Vesturlanda. Rússar séu enda háðir tækni og búnaði frá Vesturlöndum. Spurður um horfur í rúss- neskum efnahagsmálum, með tilliti til umræddra þvingunar- aðgerða, segir Tolopov að mik- ill auður hafi safnast upp í Rússlandi þegar olíuverð var hátt á síðustu tíu árum. Sá auður muni gera Rússum kleift að standa storminn af sér á næstu árum. Undir lok fundarins í Tromsö spurði blaðamaður þýska vikuritsins Die Zeit hvort þjóðernissinnar í Rússlandi kynnu að beita sér gegn Danmörku í kapphlaupinu um norðurpólinn. Var þá hlegið í salnum. Háður vest- rænni tækni OLÍUGEIRINN Í RÚSSLANDI Dmítrí Tolopov AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.