Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Garðabær hefur auglýst hug- myndasamkeppni um gerð ramma- skipulags á Lyngássvæði og við Hafnarfjarðarveg og er reiknað með að skipulagi svæðisins verði breytt verulega. Ein meginfor- senda samkeppninnar er breytt landnotkun á iðnaðar- og at- hafnalóðum inn- an skipulags- svæðisins. Horft er til þess að vinna raunhæfa áætlun um upp- byggingu hverf- is í miðju Garða- bæjar, sem taki mið af þörfum ungs fjölskyldufólks. Skólar, leik- skólar og íþróttaaðstaða eru þegar fyrir hendi í nágrenni svæðisins. Í framtíðinni fari Hafnarfjarðarvegur í stokk Á umræddu svæði er eldra hverfi með blandaðri byggð, bæði iðn- aðar- og þjónustustarfsemi, en einnig íbúðarbyggð. Hafnarfjarðar- vegur liggur að Lyngássvæðinu og segir Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, að sveitarfélagið hafi lagt áherslu á að Hafnar- fjarðarvegur fari í stokk á milli Víf- ilsstaðavegar og Lyngáss. Ekki sé líklegt að af því verði á næstunni miðað við aðstæður, en nauðsynlegt sé að horfa til fram- tíðar og út fyrir boxið. Ef af því yrði að vegurinn færi í stokk yrðu íbúðargötur og tengingar við miðbæinn ofanjarðar og einhverjir möguleikar sköpuðust á bygging- um nær núverandi Hafnarfjarðar- vegi. Gunnar segir að á Lyngássvæð- inu sé þegar hafin uppbygging; þar sé búið að samþykkja 119 íbúðir og hluti þeirra sé risinn á svæði við Hafnarfjarðarveginn sem kennt var við Frigg. Einkaaðilar eigi gamla Héðinsreitinn, bærinn eigi þarna lóð undir áhaldahús og margir fleiri eigi þarna lóðir og hafi hags- muna að gæta. Að samkeppninni lokinni og gerð rammaskipulags sé hægt að horfa til einstakra svæða og vinna deiliskipulag. „Með heildarskipulagi í þessu hverfi í miðbæ Garðabæjar er verið að horfa til þess að þétta byggð og að þarna verði fyrst og fremst íbúð- arbyggð en í hæfilegri blöndu við verslun, þjónustu og skrifstofubygg- ingar. Við sjáum hvað kemur út úr samkeppninni,“ segir Gunnar. Stuðli að lægra íbúðaverði Svæðið sem hugmyndasamkeppn- in tekur til er alls um 30 hektarar og er stefnt að því að skilgreina það sem þróunarsvæði til 15 ára. Í sam- keppnislýsingu er tekið fram að við mótun tillögunnar skuli horft til þess að stuðla að lægra íbúðaverði fyrir unga kaupendur og leigjendur. Svæðinu hallar til norðausturs með útsýni út á Arnarnesvog. Hrauns- holtslækur, sem er á náttúruminja- skrá, rennur um svæðið. Við skil- greiningu á hæð bygginga skal taka tillit til aðliggjandi byggðar. Í forsendum dómnefndar segir að við mótun tillögunnar skuli horft til þess að markmið rammaskipulags- ins verði að stuðla að lægra íbúða- verði fyrir unga kaupendur og leigj- endur. Sérstök áhersla er lögð á nýja sýn á búsetuform sem gæti gef- ið af sér fjölbreyttari valkosti í skipulagi byggðar sem séu sér- sniðnir að þörfum ungra fjölskyldna. Hverfi lagað að þörfum ungs fólks  Auglýsa hugmyndasamkeppni um gerð rammaskipulags á 30 hekturum í hjarta Garðabæjar  Á svæðinu er eldra hverfi með iðnaðar- og þjónustustarfsemi en einnig íbúðarbyggð Í útjaðri Lyngássvæðisins Á svæðinu er iðnaðar- og þjónustustarfsemi en einnig er þar skipulögð íbúðarbyggð. Hugmyndasamkeppni um nýja byggð IÐNAÐUR/ ÞJÓNUSTA MIÐBÆR Gunnar Einarsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2015 varð nærri 4% aukning á flutningum um hafnir Faxaflóahafna miðað við árið 2014. Aukningin er að- allega tilkomin vegna meiri innflutn- ings, en eingöngu árið 2007 sýnir meiri flutninga hjá Faxaflóahöfnum. Langmestur flutningur er um Sundahöfn, en einnig nær þetta yfir Grundartangahöfn og höfnina á Akranesi. 11% minna frá stóriðjunni Innflutningur um hafnirnar jókst um 8,3% en útflutningur dróst sam- an um tæp 4%. Vegur þar þyngst minni útflutningur á vörum frá stór- iðjufyrirtækjum, sem var nærri 11% minni árið 2015 en árið þar áður. Vöruflutningar voru tæplega 3,4 milljónir tonna í fyrra en heildar- flutningar voru nærri 3,8 milljónir tonna. Þar af var útflutningur upp á 842 þúsund tonn og landaður afli upp á 146.618 tonn, sem er 4,3% minna en árið 2014. Sjávarafurðir til útflutn- ings námu um 266 þúsund tonnum, 1,4% meira en árið áður. Samkvæmt vefsíðu Faxaflóa- hafna, þar sem tölurnar eru birtar, má sjá að af einstökum tegundum innflutnings varð mest aukning á innfluttum bifreiðum, byggingarvör- um og eldsneyti. Þannig voru 392 þúsund tonn af ol- íu flutt inn, 11% meira en 2014, og bifreiðainnflutningur nam ríflega 31 þúsund tonnum, en hafði verið 20.633 tonn árið áður. Vörur til stór- iðju voru um 1,2 milljónir tonna, ívið meira en 2014. Innfluttar byggingavörur voru tæp 90 þúsund tonn, sem er 13% aukning frá 2014 og 34% meira magn en árið 2009. Töluvert minna magn af lausu korni fór um Faxaflóahafnir í fyrra, eða tæp 54 þúsund tonn, borið saman við 82 þúsund tonn 2014. Vöruflutningar um Faxaflóa- hafnir ekki meiri frá 2007  3,4 milljónir tonna  Tæplega 4% aukning frá árinu 2014 Vöruflutningar um Faxaflóahafnir 2005-2015 (þ ús un di rt on na ) Heimild: Faxaflóahafnir. 4.000.000 3.500.000 3.000.000 2.500.000 2.000.000 1.500.000 1.000.000 500.000 0 20 05 20 10 20 06 20 11 20 07 20 12 20 08 20 13 20 09 20 14 20 15 Alls Innflutningur Útflutningur Aðrir flutningar Auglýst hefur verið eftir áhuga- sömum aðilum til að byggja og starfrækja veitingahús á lóð við Arnarnesvog. Lóðin er rúmlega fjögur þúsund fermetrar og er gert ráð fyrir allt að 500 fer- metra veitingahúsi. Í auglýsingu Garðabæjar kemur fram að verð fyrir byggingarrétt er rúmlega 19 milljónir, að 9,6 milljóna króna gatnagerðargjöldum meðtöldum. Gunnar Einarsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, segir að lóðin sé á fallegum stað við Ránar- grund við Arnarnesvog og lengi hafi verið horft til þessarar lóð- ar. Góðar tengingar séu við úti- vistarsvæði Sjálandshverfis og Arnarneslækjar og við hjóla- og göngustígahverfi milli sveitarfé- laga. Gunnar segir að þarna rísi vonandi glæsilegt veitingahús, nokkurs konar Nauthóll, sem er við Fossvoginn. Gunnar segir að veitingastöð- um hafi fjölgað í Garðabæ síð- ustu misseri og ekki síst síð- ustu vikur. Í sveitarfélaginu sé einn stærsti veitingastaður landsins í IKEA. Í miðbænum sé verið að opna veitingahús á Garðatorgi undir heitinu Mat- stofa Garðabæjar og í gærmorg- un hafi bæjarráð samþykkt fyrir sitt leyti rekstrarleyfi fyrir starfsemina. Staðurinn verði rekinn af sömu aðilum og reka Vegamót í miðbæ Reykjavíkur. Þá hafi NP Kaffi nýlega tekið til starfa, einnig á Garðatorgi. Á Hliði á Álftanesi sé verið að stækka veitingastaðinn og fjölga herbergjum. Þá hafi Kaffi Bessi nýlega verið opnað við sundlaugina á Álftanesi. Nýr staður við Arnarnesvog VEITINGASTÖÐUM FJÖLGAR Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Á MÚRBÚÐARVERÐI INNIMÁLNING Deka Projekt 10, 10 lítrar (stofn A) 6.990 Deka Projekt 05, 10 lítrar (stofn A) 6.195 Deka Projekt 02, 10 lítrar (stofn A) 5.390

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.