Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 2
Ert þú mikill Abba-aðdáandi sjálf?
Allir sem hafa gaman af vel gerðri tónlist geta ekki ann-
að en fílað Abba. Hvernig þau láta melódíuna smjúga inn
í sálina og skella svo textanum, sem oftar en ekki er
mjög sorglegur, ofan á allt saman þá myndast einhver
sprengja innan í manni. Og svo þessar raddir, hver fílar
ekki þessa harmoníu.
Var eitthvað sérstakt sem þú gerðir til þess
að búa þig undir hlutverkið, og sóttirðu inn-
blástur í eitthvað sérstakt?
Mamma mía er auðvitað mikil gleðisprengja og glimmer og
allt það. En það er líka mikið hjarta í sýningunni, bæði í
gleði og sorg. Það er mjög auðvelt fyrir mann að tengja við
allar þessar tilfinningar, þörfina fyrir að vita hver maður er
og löngunina til að finna hamingjuna í lífunu. Það er kannski
rosalega væmið en ég leit mikið til tveggja ára dóttur minnar í
ferlinu en hún sameinar þetta allt nokkuð vel, er bæði með
stærsta hjarta sem ég veit um og mesti gleðigjafi sem ég hef
hitt.
Er eitthvað eftirminnilegt sem hefur komið uppá
á ferlinu?
Við skulum bara segja að fyrsta æfingin á háhæluðu skónum sem
allir eru í í lokaatriðinu hafi verið nokkuð skrautleg.
Hvernig tilfinning er að leika í söngleik, er það
mjög frábrugðið öðrum hlutverkum sem þú hefur
tekið að þér?
Ég er þakklát fyrir það að fá tækifæri til að taka þátt í ólíkum sýn-
ingum, það stækkar mann. Söngleikur eða ekki, þú þarft alltaf að nálg-
ast efniviðinn af sömu virðingu og næmi, kafa ofaní efnið og segja sög-
una af öllu þínu hjarta.
Hvað er á döfinni hjá þér?
Fyrst og fremst þá heldur Mamma mía ævintýrið áfram. Eins og planið
lítur út núna eigum við eftir að sýna hátt í 60 sýningar fram að sumarfríi.
Svo er ég á leiðinni til Póllands í lok maí að sýna Mávinn á Kontakt leiklist-
arhátiðinni. Svo vona ég bara að það verði sumar þennan mánuð sem ég
fæ í frí.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞÓRUNN ARNA
KRISTJÁNSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Auðvelt
að tengja
við tilfinn-
ingarnar
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Nú berast enn á ný tíðindi af því að hjá borginni þurfi að skera niðurhjá leikskólum. Krafa um sparnað er sett þvert yfir skóla- og frí-stundasvið og stjórnendum gert að fara ofan í saumana á rekstr-
inum. Rekstri sem nú þegar er búið að taka til í ár eftir ár og spara umfram
það sem ætti að vera hægt.
Í háskólanámi tók ég kúrs í einhverri tegund stjórnunar – það eru víst til
margar útgáfur af því að stjórna bæði landi, borg, stofnunum og fyr-
irtækjum. En í einum tímanum teiknaði kennarinn þrjá hluti upp á töflu:
smásjá, flugvél og gervihnött. Þetta var til að sýna að hægt er að horfa á
rekstur frá ólíkum sjónarhólum og stjórna með ólíkum leiðum.
Þú getur staðið á jörðu niðri og kannað gaumgæfilega hvað er að gerast.
Notað aðferðir vísindanna við að setja sig inn í málin og skoða vandlega
hvernig best er að reka fyrirtækið, nú eða leikskólann.
Úr flugvél má fá annars konar
sýn, og fyrir þá sem standa í rekstri
eða stjórnun getur verið nauðsyn-
legt að horfa yfir. Öðlast yfirsýn yfir
starfsemina, sérstaklega ef hún er
umfangsmikil eins og t.d. heilt sveit-
arfélag með mörgum stofnunum.
Þriðja myndin, sú af gervihnett-
inum, er síðan sú sem oft er gripið til
þegar á að skera niður, spara, taka
til eða hvaða hugtök það eru sem eru
notuð. Þegar horft er yfir reksturinn
úr gervihnetti þá er í raun hvorki
verið að reyna að ná yfirsýn né
skoða reksturinn gaumgæfilega. Þá
er bara farið hátt upp yfir og allt,
hvort sem það heita leikskólar eða annað, verður að pínulitlum deplum sem
kallaðir eru einhverju ömurlegu nafni eins og „rekstrareining“.
Þegar umræða um niðurskurð í þeim stofnunum sem fóstra minnstu ein-
staklinga samfélagins fer af stað hef ég oft á tilfinningunni að aðeins sé verið
að horfa á hlutina út frá myndinni af gervihnettinum, ofan úr geimnum. Það á
bara að skera niður, sama þótt öllum sem standa niðri í jörðinni eða nánar til-
tekið inni á gólfi í leikskólum, sé ljóst að ekki sé hægt að spara meira. Viljum
við verri og óheilnæmari mat fyrir börnin? Fleiri börn á hvern starfsmann?
Minni sérkennslu? Hætta að kaupa málningu og liti?
Börn mega ekki verða fórnarlömb slæmra stjórnunarhátta. Ráðamenn
þurfa að hætta gervihnattasýn sinni á vandamálin sem eru til staðar á jörðu
niðri. Leikskólar eru ekki bara einingar í rekstri heldur mikilvægustu upp-
eldisstofnanir samfélagsins og ef eitthvað er þarf að leggja meira til þeirra en
gert er. Upp með smásjána, þannig getum við séð það sem máli skiptir.
Leikskóla þarf að
skoða á jörðu niðri,
ekki frá geimnum.
Morgunblaðið/Golli
Leikskólar og
gervihnettir
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Þegar umræða umniðurskurð á leik-skólum fer af stað hef égoft á tilfinningunni að
aðeins sé verið að horfa á
hlutina ofan úr geimnum.
Andrea Kristjánsdóttir
Ég hef ekki myndað mér skoðun á
málinu og á eftir að kynna mér það
betur.
SPURNING
DAGSINS
Hvað
finnst þér
um að ís-
lenskir
ráðamenn
eigi pen-
inga í er-
lendum
skatta-
skjólum?
Auður Jónsdóttir
Ég er ekkert að pirra mig á þessu.
Arnór Geir Halldórsson
Mér finnst það senda röng skilaboð til
almennings. Eiga þeir ekki að sýna
fordæmi? Hvaða fordæmi sýna þeir ef
þeir geyma peninga annars staðar?
Hrafnkell Örn Ingólfsson
Ég er ekki búinn að mynda mér skoð-
un almennilega. Mér finnst það kjána-
legt að þeir séu ekki heiðarlegir.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikkona, fer með hlutverk brúðarinnar Sophie í
söngleiknum Mamma mia sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn er
byggður er á lögum hljómsveitarinnar Abba.