Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 20
AFP R íkjandi Evrópumeistarar í knatt- spyrnu, FC Barcelona, eru með níu stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar þegar átta umferð- um er ólokið. Í vetur hafa þeir skorað tæp þrjú mörk í leik að meðaltali þar sem þríeykið MSN, Messi, Suárez og Neym- ar, virðist geta skorað eftir því sem þá lystir. Þegar Börsungar spila eiga þeir boltann, and- stæðingurinn getur varla klukkað boltamann- inn. Þeir spila úr erfiðum og þröngum leik- stöðum eins og stórmeistari í skák snýr úr vörn í sókn. Leikmenn liðsins eru hvorki hávaxnir né sérstaklega líkamlega sterkir. Tæknileg geta þeirra er framúrskarandi þótt þeir nýti ekki hvert tækifæri til þess að leika flóknar kúnst- ir. Þeir sjá fegurðina í einfaldleikanum. Mót- tökurnar eru áreynslulausar og svo mjúkar að knötturinn steindrepst fyrir framan þá og hver sending er rétt vigtuð og fellur hárná- kvæmt fyrir fætur samherjans. Næsta skref, næsta andartak, er ákveðið áður en sendingin er framkvæmd. Og því er kannski ástæða til þess að spyrja: Til hvers þarf leikmaður að vera hávaxinn, stökkva hátt og líta á kappleik eins og stríð ef hann er sneggri að hugsa en andstæðingurinn? Þannig spurði Johan Cruyff. Eftir stórbrot- inn knattspyrnuferil tók hann við stjórn- artaumunum hjá Barcelona árið 1988. Liðið hafði þá um skeið átt nokkur mögur ár. Áður hafði Cruyff tekið þátt í að móta knatt- spyrnuakademíu félagsins, La Masía, sem er að hluta til byggð á hinu margrómaða ung- lingastarfi Ajax í Hollandi. Þar snýst allt um tæknina og leikskilninginn. Hugmyndafræðin totaal voetbal (e. Total Football) varð til hjá Ajax og í Barcelona sameinaðist hún hug- myndafræði Spánverja um hraðann, einnar snertingar samleik – tiki taka. Á hverju ári eru 300 leikmenn í La Masía þjálfaðir af 24 fyrrverandi atvinnumönnum í knattspyrnu. Margir þeirra fóru sjálfir í gegnum unglinga- starf félagsins sem leikmenn og þekkja því hugmyndafræðina í þaula. Draumaliðið sem mótaði framtíð knattspyrnunnar Undir stjórn Cruyff varð Barcelona eitt sterk- asta lið heimsins. Liðið varð spænskur meist- ari fjögur ár í röð, frá 1991 til 1994, og Evr- ópumeistari árin 1989 og 1992. Alls vann liðið ellefu titla undir stjórn Cruyff og fékk við- urnefnið Draumaliðið. Varnartengiliðurinn Eusebio, sem var lykilmaður í liði Cruyff, var aðeins 23 ára gamall þegar Hollendingurinn tók við þjálfun liðsins. Hann var viðstaddur fyrsta liðsfund Cruyff sem hann lýsti svona: „Hann náði í krítartöflu og teiknaði þrjá varn- armenn, fjóra miðjumenn, tvo kantmenn og einn framherja. Leikmennirnir litu hver á annan og spurðu sig hvað í ósköpunum mað- urinn væri að gera.Á þessum tímavoru leik- kerfin 4-4-2 og 3-5-2 í hávegum höfð. Við trúð- um ekki hversu mörgum sóknarsinnuðum leikmönnum hann ætlaði að stilla upp. Á þessu andartaki kenndi hann okkur knatt- spyrnu upp á nýtt. Þetta var bylting sem mót- aði framtíð spænskrar knattspyrnu.“ Cruyff var kokhraustur þegar hann út- skýrði uppsprettu hugmyndarinnar á þann veg að ef lið stillti upp fjórum varnarmönnum á móti tveimur sóknarmönnum væru aðeins sex leikmenn á móti átta á miðju vallarins. Uppstilling með þeim hætti minnkaði líkurnar á að liðið gæti sótt af krafti. Vildi frekar vinna 5-4 en 1-0 „Ég var gagnrýndur fyrir að spila með aðeins þrjá varnarmenn, sem er það heimskulegasta sem ég hef heyrt,“ sagði Cruyff. „Það sem við þurftum á að halda var að fjölga leikmönnum á miðjusvæðinu. Ég vil frekar vinna 5-4 held- Hann lét okkur skilja leikinn! Einn fremsti knattspyrnumaður og þjálfari sögunnar, Johan Cruyff, lést í Barcelona hinn 24. mars síðastliðinn, 68 ára að aldri. Hugmyndafræði Hollendingsins markaði djúp spor í knattspyrnuheiminum og fyrir þeim mun marka um ókomin ár. Ingólfur Sigurðsson ingolfursigurdsson@gmail.com Cruyff og önnur goðsögn, Pelé, draga í riðla á HM í Þýskalandi 2006. AP Cruyff í landsleik gegn Argentínu á HM í Vestur-Þýskalandi 1974. AFP Cruyff á hátindi ferils síns. AFP MINNING 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 Það er einfalt að leika knattspyrnu, enað leika einfalda knattspyrnu er eitt hið erfiðasta sem hægt er að gera.“ É g ákvað að gerast þjálfari þegar mérvar tjáð að það gæti ég aldrei.“ Þú leikur knattspyrnu með höfðinu ogfæturnir eru til þess að hjálpa þér.“ Það er hræðilegt þegar efnilegum leik-mönnum er hafnað vegna tölfræði. Ef farið væri eftir tölfræði hefði Ajax hafn- að mér. Skilningur minn og tækni er ekki mælanleg með tölum.“ JOHAN CRUYFF 1947-2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.