Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 16
VIÐTAL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 henni, hún taki því ekki vel. Ef hann gerir grín að henni fái hún bara tár í augun en segir að sitt grín á hans kostnað sé annað mál. „Þá er ég bara í vinnunni. Ef einhver væri að gera grín að mér uppi á sviði myndi ég geta tekið því,“ út- skýrir hún. Fékk að vera manneskja aftur Þættirnir Ligeglad voru teknir upp á fjögurra vikna tímabili síðastliðið haust og segir Anna Svava vinnuna hafa verið mjög skemmtilega. „Ég var mjög kvíðin að fara enda var ég ný- byrjuð á þessum töflum; nýhætt að grenja. Ég trúði ekki að ég væri að fara í þessar tökur. En Gylfi bauðst til að koma út með strákinn og þá hætti ég með hann á brjósti. Þetta var bara stórkostlega gaman! Og frelsið, ég fékk bara að vera ég sjálf, vera manneskja aftur, ekki bara mamma,“ segir Anna Svava. „Það var ótrúlega góð stemning úti,“ segir hún og leggur áherslu á að þættirnir séu sam- vinna margra. „Þetta er svo mikið „teamwork“ að vera í svona litlu „crew“, það er svo gaman. Við búum saman, borðum saman og það hafa allir miklu meira að segja,“ segir Anna Svava og segir hún að það hafi verið hlustað á álit allra um hvað væri fyndið eða ekki fyndið. Þættirnir eru skrifaðir fyrirfram en Anna Svava segir að mikið sé spunnið á staðnum. Anna Svava segir að dvölin í Kaupmanna- höfn hafi frekar tekið á Gylfa en hann var oft einn að sinna litla drengnum sem þá var sex mánaða. Honum hafi leiðst aleinum á hótelher- berginu. „Maðurinn minn er nefnilega ofvirkur. Hann getur ekki setið kyrr í eina sekúndu, þannig að þetta átti ekkert vel við hann,“ segir hún. Ert þú ekkert ofvirk? „Nei, ég held ekki. Eða jú örugglega! Við eigum bara mjög vel saman, við erum alltaf að bralla eitthvað og gera eitthvað. Við erum að gera íbúð úti í bíl- skúr núna. Það þurfti bara verkefni fyrir Gylfa, hann þarf alltaf að vera að gera eitthvað, bora eða eitthvað,“ segir hún. Ligeglad um Önnu í Danmörku Nýjasta útspil grínistans Önnu Svövu er þátt- urinn Ligeglad sem RÚV hefur tekið til sýn- inga og virðast viðtökurnar vera vonum framar. Ég spyr um aðdragandann. „Við Arnór Pálmi Arnarson, leikstjórinn, kynntumst þegar við vorum að vinna við Hæ Gosa. Og við höfum skrifað mikið saman og einu sinni vorum við bara heima að hanga og þá fékk ég þessa hug- mynd. Að gera þátt þar sem ég er að ferðast í Danmörku að meika það,“ segir hún en hug- myndin varð ekki strax að veruleika því ým- islegt annað í lífinu gekk fyrir, eins og að eign- ast barn. „Við erum búin að skrifa þetta þrisvar Úti á Granda er ísbúðin Valdís sem hefur notið mikilla vinsælda allt frá opnun fyrir þremur árum. Anna Svava, Arnar Orri, Gylfi Þór og Jökull stilltu sér upp í myndatöku fyrir skemmstu á ferming- ardegi Jökuls, elsta sonar Gylfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.