Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 LESBÓK KVIKMYNDIR Nú styttist í að kvikmynd Lizu Johnson, Elvis & Nixon, verði frumsýnd. Við erum að tala um 22. apríl næstkomandi. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um fund konungs og forseta, það er Elvis Presleys og Richards Nixons í sporöskjulaga skrifstof- unni frægu í Hvíta húsinu árið 1970. Kevin Spacey, sem alvanur er að leika forseta Bandaríkjanna, fer með hlut- verk Nixons en Elvis verður túlkaður af Michael Shann- on. Af öðrum leikurum má nefna Alex Pettyfer, Jo- hnny Knoxville, Colin Hanks, Evan Peters og Ashley Benson. Um er að ræða gamanmynd en Elvis mun á fundinum hafa óskað eftir því að fá að berjast á laun gegn fíkniefnaneyslu landa sinna. Að sögn aðstandenda er von á „sannri sögu sem fólk mun varla trúa“. Ótrúlegt en satt Spacey og Shannon í hlutverkum sínum. KVIKMYNDIR Upplýst var fyrir helgi að tökur á Trainspotting 2 myndu hefjast í Glas- gow í lok maí og mögulega yrði myndin frumsýnd undir lok þessa árs. Það var aðal- leikarinn í fyrri myndinni, Ewan McGregor, sem upplýsti þetta í samtali við tímaritið Collider. Þar segir hann menn vera nýkomna með handritið í hendur en allir helstu leik- ararnir úr fyrri myndinni snúa nú aftur. Leikstjóri verður sem fyrr Danny Boyle. Áður hafði annar leikari, Robert Carlyle, lokið lofsorði á handritið og staðhæft að hann hefði varla lesið þau betri. Það ætti að vera veisla í vændum. Trainspotting 2 mögulega á þessu ári Spud, Renton og Begbie í góðum gír. Kynnirinn Emmsjé Gauti. Úrslit í Talent SJÓNVARP Úrslitin ráðast í hæfi- leikaþættinum Ísland got talent á Stöð 2 í kvöld, sunnudagskvöld. Sex atriði keppa um hylli dómara og áhorfenda í þeirri von að standa uppi sem sigurvegari og hljóta tíu milljónir króna að launum. Þetta er þriðja þáttaröðin og er dómgæsla í höndum Jakobs Frí- manns Magnússonar, Dr. Gunna, Ágústu Evu Erlendsdóttur og Mörtu Maríu Jónasdóttur. Kynnir er Emmsjé Gauti. SJÓNVARP Ann- ar hæfileikaþáttur rennur sitt skeið á enda í næstu viku. Komið er að leið- arlokum í Americ- an Idol eftir fimm- tán ár og jafnmargar seríur. Viðbúið er að mik- ið verði um dýrðir í allra síðasta þættinum á fimmtudaginn en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2. Þá verður fimmtánda og seinasta „Idolið“ krýnt en margir kepp- endur í þættinum gegnum tíðina hafa slegið í gegn á landsvísu í Bandaríkjunum og jafnvel á heims- vísu. Dómarar nú eru Jennifer Lo- pez, Harry Connick, yngri, og Keith Urban. Idol lýkur Jennifer Lopez. SJÓNVARP Úr því við erum byrjuð að benda lesendum á þáttalok í sjónvarpi, þá lýkur bandarísku serí- unni The Affair, sem SkjárEinn hefur sýnt undanfarið, í kvöld, sunnudagskvöld. Svo sem nafnið gefur til kynna fjalla þættirnir um áhrif framhjáhalds á tvö hjóna- bönd. Úr ástardramanu The Affair. Úti er (ástar) ævintýri! „Þetta verður þungarokk í sinni fjöl- breyttustu mynd; allt frá léttþunga- rokki yfir í dauðarokk. Þetta hefur sjaldan verið fjölbreyttara en núna,“ segir Þorsteinn Kolbeinsson, skipu- leggjandi Wacken Metal Battle, en hátíðin verður haldin í Hlégarði að þessu sinni. Sex sveitir keppa í úrslitum að þessu sinni og mun sigurvegarinn spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heimsins, Wacken Open Air, í sumar. Sveitirnar eru: Aeterna, Auðn, Churchouse Cree- pers, Grave Superior, Lightspeed Legend og While My City Burns. Flestar eru þessar sveitir nýjar af nálinni en þess má geta að ekkert aldurstakmark er í keppninni. Eina skilyrðið er að sveitin sé ekki á út- gáfusamningi. „Bandið þarf alls ekki að vera nýstofnað og upplagt fyrir eldri sveitir að nota þetta tækifæri til að koma sér á framfæri. Tónlist- arferlinum lýkur ekki þegar menn verða 25 ára. Annars er alltaf að verða erfiðara að finna íslenskar þungarokkssveitir sem ekki eru á plötusamningi. Ég held að þær séu orðnar tuttugu,“ segir Þorsteinn. Dauðarokk hefur löngum verið fyrirferðarmikið á Wacken Metal Battle og verður engin breyting þar á nú. Léttari málmur verður á hinn bóginn líka fluttur í Mosfellsbænum enda er hann, að sögn Þorsteins, augljóslega að sækja í sig veðrið hér í fásinninu. „Breiddin er að aukast og léttari sveitir, sem rymja ekki sín vers, að koma upp í auknum mæli. Eflaust eru margar skýringar á því en gera má því skóna að Dimma hafi þar einhver áhrif enda hefur sú ágæta sveit slegið rækilega í gegn á síðustu misserum. Frábær sveit með söngvara á heimsmælikvarða,“ segir Þorsteinn. Dimma heiðursgestur Það fer því vel á því að Dimma verði sérstakur gestur í Hlégarði á föstu- daginn og munu þeir félagar stíga á svið upp úr klukkan 23. Sigurvegarar WMB-keppninnar hérna heima í fyrra, In The Comp- any Of Men, munu einnig koma fram og opna kvöldið og sýna keppnis- böndunum hvernig á að gera þetta en ITCOM hafa verið iðnir við kolann frá síðustu keppni og gefið frá sér efni af nýrri hljómplötu sem er í upp- siglingu á næstunni. Stíga þeir á svið kl. 19:30. Eftir ITCOM hefst svo Wacken Metal Battle-keppnin sjálf. Wacken Metal Battle fer nú í fyrsta sinn fram í Hlégarði og segir Þorsteinn húsið falla að keppninni eins og flís við rass. „Ég fór á staðinn um daginn og við blasti frábært tón- leikahús, sniðið að okkar þörfum. Ef Hlégarður væri í miðbæ Reykjavíkur væri hann örugglega notaður jafn- mikið og Nasa. Þetta er algjör gúr- met-staður og öll aðstaða til fyr- irmyndar, líka baksviðs en það er alls ekki sjálfgefið á svona stöðum.“ Sjö erlendir gestir og þrír Íslend- ingar skipa dómnefndina að þessu sinni. Þorsteinn segir mikilvægt að fá fersk eyru utan úr heimi að borðinu og í því sé falin mikil hvatning fyrir keppnisböndin. Dómararnir hafa þegar hlýtt á upptökur og gefið sveit- unum holl ráð. „Sú þjónusta ætti að vera til þess fallin að ýta böndunum ennþá lengra,“ segir Þorsteinn. Að auki mun fjöldi málmblaða- manna og bransafólks leggja leið sína til landsins, meðal annars frá Finnlandi, Danmörku, Bret- landi, Þýskalandi, Hollandi, Noregi, Ítalíu, Belgíu og meira að segja Suður-Afríku. „Erlendum gestum er alltaf að fjölga og sumir eru þegar farnir að bóka íslensk bönd á hátíðir hjá sér, meðal annars í Noregi og Hollandi. Það er mikilvægt að efla tengslanetið.“ Miðasala er á tix.is og segir Þorsteinn hana hafa farið vel af stað. Dimma mun heiðra keppnina með nær- veru sinni. Morgunblaðið/Ómar Sveitin sem hreppir hnossið á föstudaginn heldur til Þýskalands í sumar á Wac- ken Open Air. Þar spilar hún fyrir mörg þúsund manns og tekur þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt fulltrú- um frá 29 öðrum þjóðum þar sem ansi rausnarleg verðlaun bíða efstu fimm sveitanna. Wacken Open Air er lík- lega stærsta málmhátíð í heimi, „Glastonbury þunga- rokksins“, eins og Þor- steinn kemst að orði. „Há- tíðinni er varla lokið þegar uppselt er orðið á næstu hátíð. Stundum eru Íslending- arnir ekki einu sinni komnir heim þegar allir miðar eru búnir,“ segir Þor- steinn. Glastonbury þungarokksins Þorsteinn Kolbeinsson Sjaldan verið fjölbreyttara Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle fer fram í Hlégarði í Mosfellsbæ á föstudaginn kemur. Sex bönd keppa og sigurvegarinn verður valinn af áhorfendum og fjölskipaðri alþjóðlegri dómnefnd. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.