Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
LESBÓK
KVIKMYNDIR Nú styttist í að kvikmynd Lizu Johnson, Elvis
& Nixon, verði frumsýnd. Við erum að tala um 22. apríl
næstkomandi. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar
myndin um fund konungs og forseta, það er Elvis
Presleys og Richards Nixons í sporöskjulaga skrifstof-
unni frægu í Hvíta húsinu árið 1970. Kevin Spacey, sem
alvanur er að leika forseta Bandaríkjanna, fer með hlut-
verk Nixons en Elvis verður túlkaður af Michael Shann-
on. Af öðrum leikurum má nefna Alex Pettyfer, Jo-
hnny Knoxville, Colin Hanks, Evan Peters og Ashley
Benson. Um er að ræða gamanmynd en Elvis mun á
fundinum hafa óskað eftir því að fá að berjast á laun
gegn fíkniefnaneyslu landa sinna. Að sögn aðstandenda
er von á „sannri sögu sem fólk mun varla trúa“.
Ótrúlegt en satt
Spacey og Shannon í
hlutverkum sínum.
KVIKMYNDIR Upplýst var fyrir helgi að
tökur á Trainspotting 2 myndu hefjast í Glas-
gow í lok maí og mögulega yrði myndin
frumsýnd undir lok þessa árs. Það var aðal-
leikarinn í fyrri myndinni, Ewan McGregor,
sem upplýsti þetta í samtali við tímaritið
Collider. Þar segir hann menn vera nýkomna
með handritið í hendur en allir helstu leik-
ararnir úr fyrri myndinni snúa nú aftur.
Leikstjóri verður sem fyrr Danny Boyle.
Áður hafði annar leikari, Robert Carlyle,
lokið lofsorði á handritið og staðhæft að hann
hefði varla lesið þau betri.
Það ætti að vera veisla í vændum.
Trainspotting 2 mögulega á þessu ári
Spud, Renton og Begbie í góðum gír.
Kynnirinn Emmsjé Gauti.
Úrslit í Talent
SJÓNVARP Úrslitin ráðast í hæfi-
leikaþættinum Ísland got talent á
Stöð 2 í kvöld, sunnudagskvöld. Sex
atriði keppa um hylli dómara og
áhorfenda í þeirri von að standa
uppi sem sigurvegari og hljóta tíu
milljónir króna að launum.
Þetta er þriðja þáttaröðin og er
dómgæsla í höndum Jakobs Frí-
manns Magnússonar, Dr. Gunna,
Ágústu Evu Erlendsdóttur og
Mörtu Maríu Jónasdóttur. Kynnir
er Emmsjé Gauti.
SJÓNVARP Ann-
ar hæfileikaþáttur
rennur sitt skeið á
enda í næstu viku.
Komið er að leið-
arlokum í Americ-
an Idol eftir fimm-
tán ár og
jafnmargar seríur.
Viðbúið er að mik-
ið verði um dýrðir í allra síðasta
þættinum á fimmtudaginn en hann
verður í beinni útsendingu á Stöð 2.
Þá verður fimmtánda og seinasta
„Idolið“ krýnt en margir kepp-
endur í þættinum gegnum tíðina
hafa slegið í gegn á landsvísu í
Bandaríkjunum og jafnvel á heims-
vísu. Dómarar nú eru Jennifer Lo-
pez, Harry Connick, yngri, og
Keith Urban.
Idol lýkur
Jennifer Lopez.
SJÓNVARP Úr því við erum byrjuð
að benda lesendum á þáttalok í
sjónvarpi, þá lýkur bandarísku serí-
unni The Affair, sem SkjárEinn
hefur sýnt undanfarið, í kvöld,
sunnudagskvöld. Svo sem nafnið
gefur til kynna fjalla þættirnir um
áhrif framhjáhalds á tvö hjóna-
bönd.
Úr ástardramanu The Affair.
Úti er (ástar)
ævintýri!
„Þetta verður þungarokk í sinni fjöl-
breyttustu mynd; allt frá léttþunga-
rokki yfir í dauðarokk. Þetta hefur
sjaldan verið fjölbreyttara en núna,“
segir Þorsteinn Kolbeinsson, skipu-
leggjandi Wacken Metal Battle, en
hátíðin verður haldin í Hlégarði að
þessu sinni.
Sex sveitir keppa í úrslitum að
þessu sinni og mun sigurvegarinn
spila fyrir Íslands hönd á stærstu
þungarokkshátíð heimsins, Wacken
Open Air, í sumar. Sveitirnar eru:
Aeterna, Auðn, Churchouse Cree-
pers, Grave Superior, Lightspeed
Legend og While My City Burns.
Flestar eru þessar sveitir nýjar af
nálinni en þess má geta að ekkert
aldurstakmark er í keppninni. Eina
skilyrðið er að sveitin sé ekki á út-
gáfusamningi. „Bandið þarf alls ekki
að vera nýstofnað og upplagt fyrir
eldri sveitir að nota þetta tækifæri til
að koma sér á framfæri. Tónlist-
arferlinum lýkur ekki þegar menn
verða 25 ára. Annars er alltaf að
verða erfiðara að finna íslenskar
þungarokkssveitir sem ekki eru á
plötusamningi. Ég held að þær séu
orðnar tuttugu,“ segir Þorsteinn.
Dauðarokk hefur löngum verið
fyrirferðarmikið á Wacken Metal
Battle og verður engin breyting þar
á nú. Léttari málmur verður á hinn
bóginn líka fluttur í Mosfellsbænum
enda er hann, að sögn Þorsteins,
augljóslega að sækja í sig veðrið hér í
fásinninu. „Breiddin er að aukast og
léttari sveitir, sem rymja ekki sín
vers, að koma upp í auknum mæli.
Eflaust eru margar skýringar á því
en gera má því skóna að Dimma hafi
þar einhver áhrif enda hefur sú
ágæta sveit slegið rækilega í gegn á
síðustu misserum. Frábær sveit með
söngvara á heimsmælikvarða,“ segir
Þorsteinn.
Dimma heiðursgestur
Það fer því vel á því að Dimma verði
sérstakur gestur í Hlégarði á föstu-
daginn og munu þeir félagar stíga á
svið upp úr klukkan 23.
Sigurvegarar WMB-keppninnar
hérna heima í fyrra, In The Comp-
any Of Men, munu einnig koma fram
og opna kvöldið og sýna keppnis-
böndunum hvernig á að gera þetta en
ITCOM hafa verið iðnir við kolann
frá síðustu keppni og gefið frá sér
efni af nýrri hljómplötu sem er í upp-
siglingu á næstunni. Stíga þeir á svið
kl. 19:30.
Eftir ITCOM hefst svo Wacken
Metal Battle-keppnin sjálf.
Wacken Metal Battle fer nú í
fyrsta sinn fram í Hlégarði og segir
Þorsteinn húsið falla að keppninni
eins og flís við rass. „Ég fór á staðinn
um daginn og við blasti frábært tón-
leikahús, sniðið að okkar þörfum. Ef
Hlégarður væri í miðbæ Reykjavíkur
væri hann örugglega notaður jafn-
mikið og Nasa. Þetta er algjör gúr-
met-staður og öll aðstaða til fyr-
irmyndar, líka baksviðs en það er alls
ekki sjálfgefið á svona stöðum.“
Sjö erlendir gestir og þrír Íslend-
ingar skipa dómnefndina að þessu
sinni. Þorsteinn segir mikilvægt að fá
fersk eyru utan úr heimi að borðinu
og í því sé falin mikil hvatning fyrir
keppnisböndin. Dómararnir hafa
þegar hlýtt á upptökur og gefið sveit-
unum holl ráð. „Sú þjónusta ætti að
vera til þess fallin að ýta böndunum
ennþá lengra,“ segir Þorsteinn.
Að auki mun fjöldi málmblaða-
manna og bransafólks leggja leið
sína til landsins, meðal annars frá
Finnlandi, Danmörku, Bret-
landi, Þýskalandi, Hollandi,
Noregi, Ítalíu, Belgíu og
meira að segja Suður-Afríku.
„Erlendum gestum er alltaf
að fjölga og sumir eru þegar
farnir að bóka íslensk
bönd á hátíðir hjá sér,
meðal annars í Noregi
og Hollandi. Það er
mikilvægt að efla
tengslanetið.“
Miðasala er á tix.is og
segir Þorsteinn hana hafa
farið vel af stað.
Dimma mun heiðra
keppnina með nær-
veru sinni.
Morgunblaðið/Ómar
Sveitin sem hreppir hnossið
á föstudaginn heldur til
Þýskalands í sumar á Wac-
ken Open Air. Þar spilar
hún fyrir mörg þúsund
manns og tekur þar með
þátt í lokakeppni Wacken
Metal Battle ásamt fulltrú-
um frá 29 öðrum þjóðum
þar sem ansi rausnarleg
verðlaun bíða efstu fimm
sveitanna.
Wacken Open Air er lík-
lega stærsta málmhátíð í
heimi, „Glastonbury þunga-
rokksins“, eins og Þor-
steinn kemst að orði. „Há-
tíðinni er varla lokið
þegar uppselt er orðið á
næstu hátíð. Stundum
eru Íslending-
arnir ekki einu
sinni komnir
heim þegar
allir miðar
eru búnir,“
segir Þor-
steinn.
Glastonbury
þungarokksins
Þorsteinn
Kolbeinsson
Sjaldan verið fjölbreyttara
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle fer fram í Hlégarði í Mosfellsbæ á föstudaginn kemur. Sex
bönd keppa og sigurvegarinn verður valinn af áhorfendum og fjölskipaðri alþjóðlegri dómnefnd.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is