Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 39
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Bókasöfn víða um land bjóða upp á margs konar viðburði. Það getur verið vel þess virði að kynna sér hvað er í boði í hverju safni, því oftar en ekki er hægt að finna eitt- hvað við hæfi fjölskyldumeðlima á ólíkum aldri. Á sunnudag, 3. apríl, er t.a.m. hægt að koma á Borgarbókasafnið í Grófinni milli kl. 15 og 17 og lesa fyrir hunda! Borgarbókasafnið, í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, býður börnum að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sér- staklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Á Borgarbókasafninu í Árbæ er prjónakaffi kl. 13-15 alla mánu- daga yfir vetrartímann. Sögustundir eru sívinsælar á bókasöfnum og hvern fimmtudag kl. 16.15 er sögustund í Amts- bókasafninu á Akureyri. Það er líka sögustund fyrir börn í dag, laugardaginn 2. apríl, kl. 14 og verður lesið úr bókum um Finn- boga og Felix. Á Bókasafni Reykjanesbæjar eru haldnir foreldramorgnar, sá næsti er fimmtudaginn 7. apríl kl. 10. Það kennir einnig ýmissa grasa hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Má nefna Heilahristing - heima- vinnuaðstoð sem er alla fimmtu- daga milli kl. 15 og 17. Bókasafn Hafnarfjarðar, í samstarfi við Rauða krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ, býður upp á aðstoðina. Hún felst í að veita grunnskóla- nemendum úr 4.-10. bekk aðstoð við lestur og heimanám með það að markmiði að styðja þá og styrkja í námi sínu. Sérstök áhersla er lögð á börn af erlendum uppruna þó auðvitað séu allir vel- komnir. Meira en bækur Á bókasöfnum er gott að vera og dagskráin er fjölbreytt. Mörg bókasöfn hafa komið sér upp Facebook-síðum þar sem fylgjast má með helstu viðburðum. Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri frumsýndi í vikunni söng- og dansleikinn Konung ljónanna, sem byggður er á samnefndri kvikmynd frá árinu 1994. Sýningar eru í Samkomuhúsinu á Akureyri og leikstjóri er Vala Fennell en hún kemur frá London til að leikstýra menntskælingum í þessu verki. Sýningunni, sem er ein stærsta uppsetning leikfélagsins frá upp- hafi, er ætlað að ná til allra aldurs- hópa. Sýnt verður dagana 2. apríl, 9. apríl, 10. apríl, 15. apríl, 16. apríl og 17. apríl. Sýningar eru ýmist kl. 16 eða 20. Miðar eru seldir á www.tix.is. Múfasa, konungur ljónanna, og hirðin hans fjölskrúðuga. Konungur ljónanna á Akureyri Hvað er svona merkilegt við það – að vera hvalur? er yfirskrift kvöld- stundar með Gísla Víkingssyni í Hannesarholti, mánudaginn 4. apríl kl. 20. Gísli Víkingsson hefur starfað við hvalarannsóknir síðan 1986 og á mánudag mun hann veita áheyrendum innsýn í heim hvalanna og stikla á stóru varð- andi rannsóknir undanfarna ára- tugi. Aðgangur að kvöldstundinni er 1.000 kr. og er hægt að kaupa miða á www.midi.is. Sætafram- boð er takmarkað. Hægt er að kaupa kvöldverð í veitingastofum Hannesarholts frá kl. 18:30 en panta þarf borð fyrir kl. 16. Í myrkri undirdjúpanna eru hljóð og heyrn aðalsamskiptakerfi hvalanna. Merkilegir hvalir Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.