Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 Laugavegi 99 – Sími 777 2281 (gengið inn frá Snorrabraut) aff.is Concept store Stutt er síðan sunnudags-ritstjórn fjallaði um skugga-hliðar dýratengdrar ferða- þjónustu. Ættu lesendur núna að vita að vissara er að sneiða hjá fíla- reiðtúrum, tígrisdýramusterum og höfungasýningum og að fátt er skemmtilegt við apa-uppistand eða dansandi slöngur. En svo eru staðir þar sem fer hreint ágætlega um dýrin og jafnvel að þau fagna því að fá til sín mennska gesti. Þetta eru áfangastaðir sem dýravinir ættu að hafa gaman af að heimsækja og það án þess að hætta sé á að það trufli lífríkið á staðnum eða auki á þjáningar ferfætlinganna. Svínaeyjan á Bahamaeyjum Það eru ekki bara túristarnir sem flatmaga alsælir og pattaralegir und- ir pálmatrjánum á hvítum ströndum Bahama-eyjaklasans suður í Karíba- hafinu. Villtir grísir hafa lagt eina eyjuna undir sig, verja þar dögunum í að svamla í sjónum og hafa það gott. Formlega heitir eyjan Big Major Cay, þó hún sé oftast kölluð Svína- eyjan í daglegu tali. Kallar það á töluvert ferðalag að vitja grísanna og á að vera best að fljúga til Nassau og þaðan yfir til smáeyjunnar Staniel Cay þar sem eru í boði ferðir á litlum bátum til Svínaeyjunnar. Svínin þykja hin mestu krútt og synda út til bátanna þegar gesti ber að garði, enda oft von á að ferðamennirnir hafi tekið með sér góðan bita. Ýmsar kenningar eru um hvernig svínin komust á eyjuna. Er talið mögulegt að sjómenn á ferð um svæðið hafi skilið svínin eftir með það fyrir augum að sækja þau síðar og slátra þeim, en svo aldrei snúið aftur. Aðrir halda að skip hafi farist á svæðinu með svínin um borð og þeim tekist að synda í land. Kattaeyjan í Japan Þekkirðu einhvern sem fær ekki nóg af köttum? Þá er flugmiði aðra leið til Aoshima málið. Eyjan er sunnarlega á Japan og er stútfull af kött- um. Eyjan er smá og sárafáir sem búa þar allt árið, ef kett- irnir eru ekki taldir með, en áætlað er að kis- urnar séu ekki færri en 120 talsins. Daglega flytur lítil ferja gesti til eyjunnar og tekur siglingin 30 mínútur. Yfirleitt safnast stór hópur katta saman við bryggjuna til að taka á móti ferðamönnunum. Sagan segir að eyjarskeggjar hafi ræktað silkiorma og flutt inn ketti til að halda í skefj- um músum sem áttu það til að éta ormana. Silkiræktin er löngu hætt og þegar íbúum tók að fækka blés kattastofninn út. Af heimildum má ráða að heimamenn reyni að sinna kött- unum eftir bestu getu, þó hægt gangi að gelda. Japanska kanínueyjan Á eyjunni Okunoshima eru bæði hundar og kettir bannaðir. Er það gert til að vernda þann aragrúa kan- ína sem búa á þessari litlu eyju stutt frá Hiroshima. Eins og með katta- eyjuna Aoshima eru ýmsar kenn- ingar um hvernig eyjan fylltist af kanínum. Sumir telja líklegt að kan- ínuskarinn tengist efnavopnaverk- smiðju sem var á eyjunni og að for- feður kanínanna hafi verið notaðir við prófanir á rannsóknarstofu verk- smiðjunnar. Kanínurnar þurfa ekkert að óttast og eru orðnar mjög gæfar. Um leið og gestir stíga fæti á eyjuna geta þeir vænst þess að kanínur hrúgist að fót- unum sér. Ólíkt Aoshima er ögn betri aðstaða fyrir ferðamenn á kanínueyj- unni, með tjaldsvæðum, veitingasölu og safni með sýningu um eitur- efnahernað. Rebbaþorpið í Japan Greinilegt er að Japanir kunna að meta krúttleg og loðin dýr. Auk þess að geta heimsótt eyjur fullar af kan- ínum og köttum er þar rekið refa- athvarfið Zao Fox Village í Miyagi- sýslu, ekki langt frá Fukushima. Einn ferðablaðamaður kallar at- hvarfið „krúttlegasta stað í heimi“, en þar búa rösklega hundrað refir af sex tegundum. Gestir þurfa að fylgja ákveðnum reglum um það hvernig þeir umgangast refina. Dýrin eru villt en sumir refirnir gæfir. Er fólki ráðið frá því að reyna að klappa rebbunum og hvað þá raska ró refa sem hafa tekið sér frí frá gest- gjafastörfunum til að fá sér blund. Fílahótelið í Sambíu Flest hótel-lobbí eru eins: lummulegt sófasett í einu horninu, rekki með upplituðum bæklingum, nokkrar pottaplöntur og … hjörð af fílum? Gestir Mfuwe Lodge-hótelsins í South Luangwa-þjóðgarðinum í Sambíu gætu þurft að deila anddyr- inu með fílafjölskyldu sem hefur það fyrir venju að rölta þar í gegn á tíma- bilinu október til desember. Fílarnir hafa uppgötvað villt mangótré sem stendur við hótelið og ber safaríka ávexti. Eins og gáfuðum skepnum sæmir fara fílarnir stystu leiðina að kræsingunum og liggur hún í gegn- um hótelið, fram hjá gesta- móttökunni. Þar sem krúttleg dýr ráða ríkjum Svamlandi svín, kelnar kanínur og fílar í mangóleit laða að ferðamennina Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ljósmynd / Wikipedia - Name1857 (CC) Ljósmynd / Wikipedia - cdorobek (CC) Ljósmynd / Bush Camp Company Ljósmynd / Sigurður Ægisson Ljósmynd / Wikipedia - Hima Kakiko (CC) Flugvellir eru kjörnir fyrir gönguferðir. Þegar fyrirséð er að eyða þurfi nokkrum tímum á flugvelli er óþarfi að sitja kyrr allan tímann, enda kyrrsetan næg í vélinni. Betur fer á að nýta tímann í að ganga um. Í gönguferð á flugvelliFERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.