Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 49
Listamaðurinn Bragi ungur að árum að opna sýningu á verkum sínum. Bragi með einum af fjórum sonum sínum, Fjölni Geir, á vinnustofu sinni. Morgunblaðið/Golli Konulíkaminn var Braga alla tíð hugleikinn enda margbrotinn, að hans dómi. Morgunblaðið/RAX hvernig fyrri kynslóðir hafa lifað.“ – Listin heldur þér sem sagt ung- um? „Já, það má segja það. Það er allavega ekki Elli kerling.“ Aftur sótti ég Braga heim á átt- ræðisafmælinu, 2011, á vinnustof- una á 13. hæð við Austurbrún 4 í Reykjavík, þar sem hann hafði þá stundað list sína í 45 ár. Aðeins var farið að hægjast á honum en eld- urinn brann þó enn í augum. „Það er mikið stökk frá því að vera sjötugur, nánast 25 ár,“ svar- aði Bragi spurður um hinn virðu- lega aldur. „Ég er ekki eins þrek- mikill og áður en að öðru leyti er heilsan mjög góð. Ég lenti í hremm- ingum um tíma en komst í gegnum þær.“ „Auðvitað,“ svaraði Bragi og fórnaði höndum, þegar spurt var hvort það væru ekki forréttindi að geta ennþá unnið og málað. „Og ekki síður að halda jafnaðargeðinu og lífsgleðinni. Picasso málaði til hinstu stundar en var ósáttur við að klára bara þrjár myndir á dag en ekki tíu eins og áður. Sama má segja um Renoir, hann lét gigtina ekki aftra sér. Málarar hafa mikla þörf fyrir að tjá sig.“ – Liggur frelsið í málverkinu? „Málverk, riss og grafík eru í eðli sínu mjög auðgandi athafnir. Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt. Ég festist snemma í því að gera til- raunir – sem þykir ekki alltaf fínt. Galleristarnir vilja að maður festist í einhverju söluvænlegu. Á Íslandi eru listamenn lítið á framfæri gall- erista sem veitir þeim ákveðið frelsi. Á móti kemur að tækifærin til að sýna eru mun færri. Annars er stór- hættulegt að komast í tísku á Ís- landi, þá getur farið fyrir manni eins og fótanuddtækinu forðum!“ Bragi var alla tíð ötull málsvari málverksins og var sannfærður um að það myndi standa af sér allar tískusveiflur í myndlist. Þetta hafði hann um það mál að segja í tilefni af áttræðisafmælinu: „Naumhyggjan hafði víðtæk áhrif og þá einnig í húsagerðarlist og inn- anhússarkitektúr eins og sjá má allt um kring, ekki síst hér á landi. En í raun og veru gaf málverkið aldrei upp öndina, frekar en að tekist hafi að aflífa Picasso, en við það rembd- ust vísir eins og rjúpan við staurinn, og enn eru gerð málverk í anda Cobratímabilsins, abstrakt express- jónismans, óformlega málverksins, geometríunnar, nýja málverksins, hjástefnunnar [súrrealismans] og ofurraunsæisins. Þá heldur Picasso velli með braki að segja má, og ekki er sett upp sýning á verkum hans án þess að múgurinn stími að, jafn- vel með nesti og nýja skó í biðröð- ina. Og verk hans, eitt og fleiri, skipa ár hvert sess meðal tíu efstu á virtustu uppboðum heimsbyggð- arinnar. Af þessu má ráða að grunn- ur málverksins er öllum tískubylgj- um markaðarins og hjarðarhugsun listaskólakerfisins æðri, enda er málverkið nú talið öruggasta og arð- bærasta verðbréfið vestan hafs, en vel að merkja þurfa menn að hafa nef fyrir hlutunum …“ Bragi velktist heldur aldrei í vafa um að myndlist og sjónmenntir í það heila hefðu gegnt mikilvægu hlutverki í framþróun mannsins. Hann saknaði á hinn bóginn líflegri umræðu um efnið hér í fásinninu. Grípum niður í aðsenda grein eftir hann sem birtist í Morgunblaðinu 2013: „Ekki verður sagt að samræða sem skarar íslenska myndlist hafi verið fjölþætt og svipmikil til þessa, þó með fáeinum undantekningum með áratuga millibili, þegar mikil læti voru í gangi. Enginn mun samt með góðu móti geta fortekið fyrir að í heilbrigðri samræðu leynist mæli- kvarði um menningarstig þjóða, einkum ef hún er hlutlæg og metn- aðarfull, hreinskilin, gagnsæ og skil- virk. Hér hafa Íslendingar verið eft- irbátar bræðraþjóða sinna á Norðurlöndum hvað myndlistir snertir og umræðan fátækleg um mikilsverða hluti eins og mannráðn- ingar til safna og annarra tímamót- andi og mikilvægra athafna er skara myndlistarþroska landsmanna. Þar svífur oftar en ekki leynd og graf- arþögn yfir vötnum líkt og engum komi þessi mál við utan sérvöldum hópi útvalinna sem fáir vita deili á.“ Konan er þyngdarpunktur Sumarið 2013 sýndi Bragi ný verk í Galleríi Fold ásamt aldavini sínum og vopnabróður, Tryggva Ólafssyni. Þegar ég heimsótti þá meðan verið var að hengja upp bar konur vita- skuld á góma. „Allar götur frá tímum Forn- Grikkja hefur konan verið málurum hugleikin,“ sagði Bragi. „og fyrir 350 árum skapaðist hefð fyrir því í Evrópu að mála konur vegna þess hvað þær hafa margbrotinn líkama. Líkama sem tekið hefur milljónir ára að þróa. Ég er að tala um grannar konur, feitar konur og allt þar á milli.“ – Býr sannleikurinn ef til vill í konulíkamanum? „Hvað er sannleikurinn?“ spurði Bragi á móti og glotti við tönn. „Konan er alltént þyngdarpunkt- urinn í tilverunni. Lífið heldur áfram í líkama hennar.“ Í tilefni af yfirlitssýningu á verk- um hans á Kjarvalsstöðum 2008, Augnasinfóníu, spurði ég Braga hvort hann væri sáttur við líf sitt og list. Við hæfi er að enda þessa sam- antekt á því svari: „Ég er aldrei sáttur. Ég vil alltaf verða betri á morgun. En mér finnst afskaplega hressandi að vakna á morgnana og hlakka alltaf til að búa til hafragrautinn minn. Ég er snillingur í að búa til hafra- graut. Ég hlakka líka til að takast á við vandamál dagsins. Ég nýt hvers dags. Ég hef orðið að takast á við mikla erfiðleika í lífinu og það hefur kennt mér margt. Það gefur manni mikið að sigrast á erfiðleikum sín- um. Í upphafi var ég talinn vonlaus í listinni en á endanum tókst mér að afsanna það – eða það vona ég!“ „Ég nýt hvers dags,“ sagði Bragi Ás- geirsson í samtali við greinarhöfund. Morgunblaðið/Jim Smart ’Ég hef orðið að takastá við mikla erfiðleika ílífinu og það hefur kenntmér margt. Það gefur manni mikið að sigrast á erfiðleikum sínum. Bragi ásamt gömlum skólabróður og félaga til áratuga, listmálaranum Erró. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Elín Pálmadóttir blaðamaður óskar Braga til hamingju með sjötugsafmælið í Galleríi Fold árið 2001. Bragi ásamt börnum sínum, Ásgeiri og Kolbrá, í Norræna húsinu 1979. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tryggvi Ólafsson og Bragi bregða á leik í Galleríi Fold sumarið 2013. Morgunblaðið/Ómar 3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.