Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 48
É g vildi að ég ætti hundr- að ár eftir. Það er svo margt sem ég á eftir að sjá og gera.“ Bragi Ásgeirsson var kominn á áttræðisaldur þegar hann sagði þessi orð við mig niðri á gamla Mogga í Kringlunni. Hann var þar staddur í einni af fjölmörgum heim- sóknum sínum vegna rýnisskrifa sinna fyrir þetta blað, sem hann sinnti með öðrum störfum í áratugi, og fór að tala um ferðalög. Bragi unni ferðalögum enda svalaði fátt fróðleiksþorsta hans betur. Það var ekki gamall maður og saddur sem talaði, heldur bráðungur og leitandi. Þarna var Bragi farinn að óttast að hann kæmist ekki yfir allt sem hon- um fannst hann þurfa að gera á þessu tilverustigi. Til allrar ham- ingju fékk hann góð tíu ár í viðbót. Grípum aðeins niður í samtal sem ég átti við Braga hér í blaðinu þegar hann varð 75 ára vorið 2006: „Ég hef óhemju áhuga á því að ferðast, t.a.m. til Mið-Evrópu. Það er svo margt ókannað. Ég hef mjög gaman af því að ráfa einn um. Mín- ar bestu minningar eru t.d. frá því þegar ég var einn í tíu daga í Tókíó og lærði á allt kerfið og fylgdist með mannlífinu. Ég var alls staðar. Þarna í Tókíó eru menn með gallerí á efstu hæð í verslunarmiðstöðvum, t.d. má finna Vatnaliljurnar eftir van Gogh í slíku galleríi. Þetta þætti ófínt hér.“ Var eins og fiskur í Chile Bragi hafði dálæti á framandi menningarsvæðum og um veturinn dvaldist hann um tíma í Chile. „Þetta var óhemju langt flug og ég var svolítið banginn í upphafi. En ég var hissa á því hvað ég þoldi þetta vel. Ég var eins og fiskur þegar ég kom til Santiago,“ sagði hann og hló. „Svo fór ég í mikla göngu upp brattar hlíðar í Valparaíso og reyndist vera miklu sterkari en ég átti von á.“ – Það er með öðrum orðum alveg hægt að vera ungur 75 ára? „Já, blessaður vertu. Unga fólkið á ekki að hafa forgang á æskuna.“ – Hvers vegna ertu svona þrótt- mikill? „Ég hef ekki velt því fyrir mér. Ég fylgist mjög vel með. Ferðast um og skoða ólíka hluti, les mikið, m.a. blöð og tímarit. Síðan gefa söfnin mér mjög mikið. Það eykur manni þrótt að skoða söfn og sjá Apríl með Sundum. Olía á masonít, 2001. Vildi að ég ætti 100 ár eftir! Bragi Ásgeirsson, listmálari, kennari, greina- höfundur og listrýnir, lést um páskana, 84 ára að aldri. Hann gekk langan veg með þessu blaði og lét mörg eftirminnileg orð falla gegnum tíðina. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bragi Ásgeirsson á vinnustofu sinni þegar hann varð áttræður. Morgunblaðið/Kristinn Þetta málverk eftir Braga, sem hann kallaði Lífþrasir, var gefið Lækjarskóla í Hafnarfirði við vígslu skólans. Þetta verk, Sveifla frá 1958, er í eigu Morgunblaðsins. Þín bjarta mynd, þú ljósa man. 1977. Eigandi Árvakur. 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 LESBÓK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.