Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
Kadýrov hunsar rússnesk lög
en notast við lög er byggjast
að hluta á sharia-reglum ísl-
ams. Nýlega gaf hann skipun
um að konur skyldu ávallt
bera andlitsblæju í opinberum
byggingum. 47 ára Tsjetsjeni
giftist nýlega 17 ára stúlku
þótt hann ætti konu fyrir.
Málið vakti mikla athygli
og hneykslun í Rússlandi
enda fjölkvæni bannað
þar með lögum. En
Kadýrov fagnaði,
ræddi um „brúð-
kaup þessa ár-
þúsunds“. Pútín
samþykkti
með þögninni.
Ramsan Kadýrov, forseti sjálf-stjórnarlýðveldisins Tjetsníuí Kákasus, er vægast sagt
umdeildur leiðtogi og stjórnar-
andstæðingar segja hann vera sam-
viskulausan hrotta og morðingja á
mála hjá Pútín. En vinskapur hans og
Rússlandsforseta er mikill og pen-
ingar til uppbyggingar í stríðshrjáðri
Tjetsníu hafa streymt úr ríkis-
kassanum í Moskvu, sem stendur um
85% af opinberum útgjöldum Tjets-
níu. Héraðið, sem er með rösklega
milljón íbúa, aðallega múslíma, er nú
orðið vel stætt.
Stefna Kadýrovs í Tjetsníu er skýr.
„Ég ræð og enginn annar. Skilið?“
sagði hann á sjónvarpsfundi með
embættismönnum 2011. Svo mikið er
sjálfstæði hins 39 ára gamla Kadý-
rovs að deild öryggislögreglunnar,
FSB, í Tjetsníu hlýðir nú ekki skip-
unum yfirmanna í Moskvu. Þeir eru
sagðir hata Kadýrov og liðsmenn
hans en geta lítið sem ekkert aðhafst.
Húsbóndinn í Kreml hefur ákveðið að
öllu skipti að Tjetsnía sé til friðs.
Þegar Kadýrov sinnaðist við deild
FSB í Tjetsníu lét hann logsuðumenn
loka dyrum aðalstöðva hennar og
skipaði sjálfur nýjan yfirmann. Hann
hefur einnig gefið skipun um að láta
skjóta á FSB-menn frá öðrum hlut-
um Rússlands ef þeir fari inn fyrir
landamærin án leyfis.
Heimildarmenn, bæði stuðnings-
menn og andstæðingar stjórnvalda í
Kreml, fullyrða að Kadýrov sé þrátt
fyrir allt vinsæll í héraði sínu. Og ekki
má gleyma því að Tjetsenar ráða nú í
fyrsta sinn yfir eigin landi, þótt það sé
að nafninu til enn hluti Rússlands. Þá
stöðu þakka margir Tjetsenar klók-
indum Kadýrovs, segir í grein Joshua
Jaffa í The New Yorker.
En liðsmenn öryggissveita forset-
ans, kadýrovtsí, beita margvíslegum
hótunum, morðum og mannránum til
að hræða hugsanlega óvini í héraðinu.
Og brenna hús ættingja uppreisnar-
manna. Kadýrovtsí-liðar eru sterk-
lega grunaðir um að hafa myrt rúss-
neska stjórnarandstæðinginn Borís
Nemtsov í Moskvu í fyrra, einnig
mannréttindafrömuðina Önnu Polít-
kovskaju og Natalíu Estemírovu.
Engar öruggar sannanir hafa fengist
enda leyfir Kadýrov ekki að liðsmenn
hans í héraðinu séu yfirheyrðir.
Kadýrov naut lengi hylli meðal
Rússa fyrir að koma á friði í Tjetsníu
en nú hefur stuðningur við hann
hrapað í 17%.
„Pútín hefur skapað vandamál sem
hann veit ekki hvernig hann á að
leysa,“ segir Ilja Jasín, þekktur and-
ófsmaður og náinn vinur Nemtsovs
heitins.
Karlmennið ógurlega
Ímyndin sem Kadýrov hefur byggt
upp er þrenns konar: Hann er sauð-
tryggur Kremlverjum, styður ákaft
íslam og jafnframt er hann karlmenni
sem ekkert hræðist, lætur mynda sig
með villidýrum og haldandi á eit-
urslöngu, klæðist oft hermannabún-
ingi, hnyklar óspart vöðvana. Eins og
landsfaðirinn Pútín. Og Kadýrov er
mjög áberandi í sjónvarpi og öðrum
miðlum. Hann kallar rússneska
stjórnarandstæðinga „sjakala“ og
„óvini þjóðarinnar“. Þá beri að senda
á geðsjúkrahús í Tjetsníu. En jafn-
framt leggur hann áherslu á trúrækni
sína, hefur bannað áfengi og konur
verða að hlýða öllu sem eiginmenn
þeirra og feður skipa.
Þegar Kadýrov varð 35 ára var
efnt til geysimikillar veislu í höf-
uðstaðnum Grosní, meðal gesta voru
leikararnir Hilary Swank og Jean-
Claude Van Damme. Forsetinn fékk
líka á sínum tíma Hollendinginn Ru-
ud Gullit til að þjálfa knattspyrnulið
Grosní. Afmælisveislan kostaði of fjár
en hvaðan komu peningarnir? „Allah
gaf okkur þá,“ sagði Kadýrov glað-
beittur.
Leiðtoginn hefur látið byggja
handa sér mikla höll í fæðingarbæ
sínum, með ljónabúrum, veð-
hlaupahestum og útsýni að tilbúnu
stöðuvatni og fossi. Hann notar af
miklum dugnaði Instagram-síðu
sína sem um 1,6 milljónir manna
fylgjast með. Nýlega birti
hann þar myndskeið af
Míkhaíl Kasjanov, fyrrver-
andi forsætisráðherra
Rússlands og and-
stæðingi Pút-
íns. Höfuð
Kasjanovs var
sýnt í riffilsigti leyniskyttu! „Þeir sem
ekki hafa skilið munu skilja,“ skrifaði
Kadýrov.
Varið hefur verið sem svarar
minnst 14.000 milljónum dollara í að
byggja upp Tjetsníu, einkum höf-
uðstaðinn Grosní. Risið hafa nýtísku-
legir skýjakljúfar við aðalgöturnar,
þar eru glæsilegir íþróttaleikvangar
og skemmtigarðar, 5 stjörnu hótel og
moska sem rúmar 10.000 manns. Og
það sem mestu skiptir fyrir örmagna
og oft þakkláta íbúana: það ríkir frið-
ur, að mestu. 14 féllu í átökum í fyrra
en mannfallið minnkar stöðugt.
Spurningin er hvort Kadýrov hefur
ofmetnast en sumir stjórnmálaskýr-
endur segja að honum sé óhætt. Pút-
ín þarfnist hans til að halda aftur af
Tjetsenum og hryðjuverkamönnum í
Kákasus, þarfnist hans jafn mikið og
Kadýrov þarfnist hans. Auk þess sé
Tjetseninn eins og ýkt mynd af Pútín,
enn grófari en sýni hvernig Pútín geti
farið að haga sér ef Rússar dirfist að
rísa upp. Kadýrov sé viðvörun.
Forseti Tjetsníu hefur frá 2004 notið hylli Pútíns
Rússlandsforseta fyrir að berja niður uppreisnina
í héraðinu. En er skottið farið að dilla hundinum?
Hamingjusöm?
Fjölkvæni
alveg í lagi
Vladímír Pútín Rússlandsforseti með Ramsan Kadýrov, forseta Tjetsníu sem er hluti Rússlands. Kadýrov er í reynd orð-
inn einráður í héraði sínu og ræður yfir mörg þúsund manna vopnuðu her- og lögregluliði.
„Ég ræð og enginn annar. Skilið?“
’
Þetta er gömul og margítrekuð saga: Kremlverjar
taka ungan, eldspúandi dreka í fóstur, síðan verða
þeir að halda áfram að mata hann til að koma í veg fyrir
að hann kveiki í öllu.
Anna Polítkovskaja, mannréttindasinni. Myrt 2006.
ERLENT
KRISTJÁN JÓNSSON
kjon@mbl.is
BRASILÍA
BRASILÍUBORG Stærsti
vikunni að hætta stjórnarsamstarfi
viðVerkamannaflokk Dilmu Rousseff
forseta. Stuðningur landsmanna við
Rousseff hefur hrunið og svo gæti farið að hún
yrði hrakin frá vegna spillingarmála.
KÍNASÝRLAND
DAMASKUS