Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 19
„Svo er varla hægt að lýsa því að vera á sviði fyrir framan fullt af fólki og hafa skapað eitt- hvað til að sýna öðrum; það er eitthvað í því ferli að taka þátt sem mér finnst gera fólk betra. Allir læra af þessu og hafa mjög gott af því. Ég tala nú ekki um að fá viðbrögð frá fólk- inu í salnum, það er eiginlega ólýsanleg tilfinn- ing þegar fólk hlær að vitleysunni í manni. Fólk verður sennilega að prófa til að skilja hvað ég er að tala um.“ Bernharð situr í stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga, samtaka áhugaleikfélaga landsins. „Það eru tæplega 60 félög í bandalaginu, starf- andi um allt land. Um 4.000 manns eru skráðir félagar í þeim leikfélögum sem er býsna mikið, og víða, ég tala nú ekki um í hinum dreifðari byggðum, er þetta sú menningarstarfsemi sem er öflugust og mest fer fyrir.“ Það kostar auðvitað sitt að setja upp leik- sýningu. „Mikla peninga,“ segir Bernharð en fer ekki nánar út í þá sálma. „Reynt er að ná kostnaðinum til baka með miðasölu, með aug- lýsingum í leikskrá og einhverjum styrkjum. Sveitarfélög styrkja þetta gjarnan því menn- ingarstarfsemin er svo mikilvæg.“ Leiklist stendur mjög traustum fótum á Ak- ureyri og víða í nágrannasveitunum. „Það hjálpar hvað öðru. Mannlífið snýst víða um þetta, allir í sveitinni fylgjast vel með og koma til að sjá sýningarnar og margir koma alltaf líka frá Akureyri. Við græðum á því að vera svona nálægt bænum og Leikfélag Akureyrar hagnast líka á þessum mikla áhuga því auk okkar eru mjög öflug fé- lög í Freyvangi, á Dal- vík og Húsavík, svo ég nefni dæmi. Samstarfið við Leikfélag Akureyrar hefur alltaf verið mjög gott, þangað er gott að leita og gott að hafa félagið sem góðan bak- hjarl.“ Bernharð segir leiklistina fíkn sem mjög erfitt sé að losna við. „Hún eykst bara með ár- unum og ég vona reyndar innilega að aldrei finnist nein lækning! Ég sæki reglulega nám- skeið; bandalagið er til dæmis með skóla á sumrin á hverju ári, 10 daga námskeið á Húna- völlum þar sem fólki er leiðbeint við að skrifa, leika og leikstýra og ég hef verið á leikstjóra- námskeiði. Á hverju sumri koma þar 60 manns saman í Bandalagsskólunum og það er mjög gaman.“ Mikill tími fer í áhugamálið hjá þeim sem taka þátt í sýningu leikfélags. „Æfingaferlið er um það bil sex vikur, æft fimm til sex daga vik- unnar, allt upp í fjóra klukkutíma í einu. Það er dálítið stíft en eftir að byrjað er að sýna er álagið minna. Það fer sem sagt mikill tími í þetta en enginn sér eftir honum.“ Bernharð segir Leikfélag Hörgdæla búa svo vel að „góður kjarni“ starfi alltaf í félaginu „en við erum jafnframt mjög lukkuleg með að jafnt og þétt kemur nýtt fólk til starfa sem víkkar og dýpkar hópinn. Það er alltaf gaman að fá nýtt fólk til starfa þó að mínu mati sé líka mjög sterkt að hafa svona góðan kjarna sem við get- um alltaf leitað til.“ Gjarnan eru settir upp farsar á Melum og þá er hlegið dátt. Söngleikir hafa líka ratað á svið. „Slík verk ganga alltaf í mannskapinn. Í seinni tíð höfum við líka sett upp frumsamin verk, samanber Djáknann á Myrká sem Jón Gunnar Þórðarson skrifaði og leikstýrði og Verk- smiðjukrónikuna sem Saga Jónsdóttir og Stef- anía Elísabet Hallbjörnsdóttir skrifuðu fyrir nokkrum árum.“ Saga leikstýrði þeirri sýn- ingu en Stefanía var meðal leikara á sviðinu. Í verkinu var fjallað um mannlíf og baráttu starfsfólks Sam- bandsverksmiðjanna á Akureyri um 1940 og vakti sýningin mikla at- hygli. „Við fundum að fólk var verulega þakklátt þegar við settum upp þessi tvö verk og við munum alveg pottþétt halda áfram með frum- samin verk og jafnvel láta skrifa fyrir okkur,“ segir Bernharð Arnarson, kúabóndi á Auð- brekku I í Hörgárdal og áhugaleikari. Bernharð Arnarson í fjósinu heima í Auð- brekku í Hörgárdal. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ’ Það er eiginlega ólýsanleg tilfinning þegar maður stendur á sviði og fær við- brögð frá áhorfendum. Fólk verður sennilega að prófa til að skilja hvað ég er að tala um Bernharð Arnarson í sýningunni Stundum og stundum ekki, sem Leikfélag Hörgdæla sýndi 2009. mikil á mann sjálfan til að byrja með. Skúli hefur nú hjálpað mér að sjá það að mér eru all- ir vegir færir, ég vil því þakka honum fyrir það og að hafa gefið mér tækifæri.“ Kolbrún segist vona innilega að aðrir leik- stjórar vinni á svipuðum nótum. Mikil leiklistarhefð er í Eyjafjarðarsveit. Margir vinna árum saman í leikfélaginu, flest- ir sem koma að sýningunni núna eru marg- reyndir og áhorfendur koma fjölmargir ár eft- ir ár, bæði úr sveitinni og frá Akureyri. Þegar spurt er hvað sé svo heillandi við leik- listina hugsar Kolbrún sig ekki lengi um: „Mér finnst hún alveg rosalega góð sjálfs- sáluhjálp. Maður kynnist svo vel því sem maður getur gert, kynnist sjálfum sér og finnur alltaf eitthvað sameiginlegt með per- sónunni og sjálfum sér. Ég er líka mjög for- vitin um fólk: Hvað er það sem gerir þig að þér? Ég hef líka mjög fjörugt ímyndunarafl og finnst gaman að láta ljós mitt skína.“ Við undirbúning leikritsins notfærði Kol- brún sér aðferð sem vinkona hennar, menntuð leikkona, kenndi henni. „Það sá enginn eða vissi af því, en ég skrifaði margar blaðsíður um karakterinn sem ég leik og líf hans, ímynd- aði mér ýmislegt um hann. Mér fannst gaman að skálda þetta og láta svo það sem ég skrifaði komast út í karakterinn.“ Kolbrún hefur aldrei séð Saumakonuna á sviði áður, „en mamma lék í sýningunni þegar hún var í grunnskólanum á Hrafnagili fyrir 30 til 40 árum“. Þá hafi bróður hennar þótt homminn í verkinu æðislegur en á þeim tíma hafi varla verið algengt að sjá karlmann í kjól. „Nú er það ekki sjokkerandi en verkið á samt enn vel við; konur fá enn lægri laun en karlar og allt það. Umfjöllun um karlaveldi og kven- réttindabaráttu á enn vel við.“ Eitt kom henni á óvart: „Ég hafði alltaf haldið að það væri skemmti- legast að mæta á frumsýningu þar sem allt væri ferskt en síðan færi sýningunum aftur eftir það, þar sem leiði væri kominn í hópinn. En eftir að hafa sjálf upplifað að vera á frum- sýningu og halda áfram að sýna þá verð ég að segja að það er bara alls ekki þannig; sýning- arnar eru alltaf að vaxa og dafna, leikararnir að öðlast meira öryggi og þekkja persónurnar sínar enn betur með hverri sýningu. Ég held alveg ábyggilega að það sé eng- in sýning eins, það er alltaf að koma meiri dýpt í þær og þær verða bara betri og betri með tímanum.“ Kolbrún útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í íslensku á síðasta ári, hóf meistaranám í menntunarfræðum í haust og stefndi á framhaldsskólakennararéttindi „en námið höfðaði ekki til mín núna þannig að ég setti það í salt í bili. Er að hugsa um að fara í tölvunarfræði í haust því það getur verið góð undirstaða en er núna að setja á laggirnar leiguumsjón þar sem ég býð fólki að sjá um fasteignir sem það leigir út til ferðamanna, meðal annars að sjá um bókanir og ýmislegt fleira.“ Kolbrún svarar því játandi þegar spurt er hvort leikhúsið sé skemmtilegt samfélag: „Já, mjög líflegt og opið og allir jafnir. Ég man að Ágústa Eva Erlendsdóttir sagði í við- tali að henni hefði ekki alltaf verið vel tekið í atvinnuleikhúsi, kölluð amatör af því hún væri ekki lærð, en hér stöndum við amatörarnir all- ir jafnir. Mér fannst æðislegt að ég, sem hef ekki leikið áður og þekkti engan hér, skyldi fá þetta tækifæri. Við fórum í prufur í formi spunaleikja og leikstjórinn valdi út frá því. Hann var rosalega ánægður með hvað ég þró- aðist mikið á stuttum tíma.“ Nú þegar Kolbrún er komin af stað er hún staðráðin í að halda áfram að leika. Og á sér annan draum … „Mitt markmið í lífinu er að leika nakin á sviði! Þú mátt alveg segja það svo fólk geti far- ið að hlakka til!“ segir hún og hlær. Bætir svo við: „Ætli ég verði ekki að semja það leikrit, ég er ágætur penni.“ Hún segist hafa skrifað sögur en aldrei birt neitt. „Ég byrjaði á skáldsögu þegar ég var ellefu ára en held ég sé búin að týna henni. Hún gæti þó verið til einhvers staðar á disk- lingi …“ Söguskrifin hófust eft- ir að fyrsta Lord of the Rings-myndin kom út. „Þetta var ævintýraskáldsaga þar sem aðal- persónurnar, tvær franskar stelpur, lentu í ýmsum ævintýrum, sérstaklega með skógar- álfi sem leit út eins og Legolas í The Lord of the Rings og ég ætlaði svo sannarlega að vera sú fyrsta sem skrifaði skáldsögu í svona ný- tískulegum búningi þar sem talað væri um samtímann, kvikmyndir og fleira í unglinga- bókum. Ekki var mikið um það árið 2001, en ég er heldur betur orðin of sein núna með það frumkvæði!“ Kolbrún Halldórs- dóttir og Hjálmar Arinbjarnarson í Saumastofunni. Ljósmynd/Ármann Hinrik ’Mitt markmið í lífinu erað leika nakin á sviði!Þú mátt alveg segja það svofólk geti farið að hlakka til! 3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.