Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 39
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39
Bókasöfn víða um land bjóða upp
á margs konar viðburði. Það getur
verið vel þess virði að kynna sér
hvað er í boði í hverju safni, því
oftar en ekki er hægt að finna eitt-
hvað við hæfi fjölskyldumeðlima á
ólíkum aldri.
Á sunnudag, 3. apríl, er t.a.m.
hægt að koma á Borgarbókasafnið
í Grófinni milli kl. 15 og 17 og lesa
fyrir hunda! Borgarbókasafnið, í
samstarfi við félagið Vigdísi – Vini
gæludýra á Íslandi, býður börnum
að heimsækja safnið og lesa sér til
ánægju fyrir hunda sem eru sér-
staklega þjálfaðir til að hlusta á
börn lesa.
Á Borgarbókasafninu í Árbæ er
prjónakaffi kl. 13-15 alla mánu-
daga yfir vetrartímann.
Sögustundir eru sívinsælar á
bókasöfnum og hvern fimmtudag
kl. 16.15 er sögustund í Amts-
bókasafninu á Akureyri. Það er
líka sögustund fyrir börn í dag,
laugardaginn 2. apríl, kl. 14 og
verður lesið úr bókum um Finn-
boga og Felix.
Á Bókasafni Reykjanesbæjar eru
haldnir foreldramorgnar, sá næsti
er fimmtudaginn 7. apríl kl. 10.
Það kennir einnig ýmissa grasa
hjá Bókasafni Hafnarfjarðar. Má
nefna Heilahristing - heima-
vinnuaðstoð sem er alla fimmtu-
daga milli kl. 15 og 17. Bókasafn
Hafnarfjarðar, í samstarfi við
Rauða krossinn í Hafnarfirði og
Garðabæ, býður upp á aðstoðina.
Hún felst í að veita grunnskóla-
nemendum úr 4.-10. bekk aðstoð
við lestur og heimanám með það
að markmiði að styðja þá og
styrkja í námi sínu. Sérstök
áhersla er lögð á börn af erlendum
uppruna þó auðvitað séu allir vel-
komnir.
Meira en bækur
Á bókasöfnum er gott að vera og dagskráin er fjölbreytt. Mörg bókasöfn hafa
komið sér upp Facebook-síðum þar sem fylgjast má með helstu viðburðum.
Leikfélag Menntaskólans á Ak-
ureyri frumsýndi í vikunni söng-
og dansleikinn Konung ljónanna,
sem byggður er á samnefndri
kvikmynd frá árinu 1994.
Sýningar eru í Samkomuhúsinu
á Akureyri og leikstjóri er Vala
Fennell en hún kemur frá London
til að leikstýra menntskælingum í
þessu verki.
Sýningunni, sem er ein stærsta
uppsetning leikfélagsins frá upp-
hafi, er ætlað að ná til allra aldurs-
hópa. Sýnt verður dagana 2. apríl,
9. apríl, 10. apríl, 15. apríl, 16.
apríl og 17. apríl. Sýningar eru
ýmist kl. 16 eða 20. Miðar eru
seldir á www.tix.is.
Múfasa, konungur ljónanna, og hirðin
hans fjölskrúðuga.
Konungur
ljónanna á
Akureyri
Hvað er svona merkilegt við það –
að vera hvalur? er yfirskrift kvöld-
stundar með Gísla Víkingssyni í
Hannesarholti, mánudaginn 4.
apríl kl. 20. Gísli Víkingsson hefur
starfað við hvalarannsóknir síðan
1986 og á mánudag mun hann
veita áheyrendum innsýn í heim
hvalanna og stikla á stóru varð-
andi rannsóknir undanfarna ára-
tugi. Aðgangur að kvöldstundinni
er 1.000 kr. og er hægt að kaupa
miða á www.midi.is. Sætafram-
boð er takmarkað. Hægt er að
kaupa kvöldverð í veitingastofum
Hannesarholts frá kl. 18:30 en
panta þarf borð fyrir kl. 16.
Í myrkri undirdjúpanna eru hljóð og
heyrn aðalsamskiptakerfi hvalanna.
Merkilegir
hvalir
Kringlunni - 103 Reykjavík - Sími 578 8989 - www.myrinstore.is