Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Síða 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
Margir láta sig dreyma um
að smíða geimflaugar. Elon
Musk situr ekki við orðin
tóm heldur stofnaði hann
SpaceX – fyrirtæki sem
smíðar geimflaugar! SpaceX
hefur sett sér háleit mark-
mið um að umbylta geim-
flaugaiðnaðinum. Í desember
í fyrra náði SpaceX þeim
áfanga að lenda eldflaug heilu
á höldnu í fyrsta skipti á Ka-
naveral-höfða í Flórída.
Lendingin markaði tímamót
en hún er hluti af tilraun fyr-
irtækisins til að draga úr
kostnaði og fjársóun með því
að þróa eldflaug sem hægt er
að nota oftar en einu sinni
eins og flugvélar.
Falcon 9-eldflaugin í sögulegri lendingu í Flórída í Bandaríkjunum hinn 22. des-
ember 2015. Elon Musk stofnaði SpaceX árið 2002.
AFP/SPACEX
Smíðar
geimflaugar
Elon Musk er maður sem tekið er mark á í tæknigeiranum, enda afrekalistinn
langur.
Hann er stofnandi Tesla Motors-rafbílaframleiðandans sem í vikunni til-
kynnti að ódýrari útgáfa af rafbílnum vinsæla væri væntanleg.
Musk stofnaði einnig greiðslugáttina PayPal sem gerir netnotendum kleift
að borga fyrir vörur á netinu og geimferðafyrirtækið SpaceX sem byggist á
draumi Musk um að smíða tiltölulega einfaldar og ódýrar eldflaugar sem hægt
verði að skjóta upp í geim oftar en einu sinni. Framúrstefnulega hraðlestin Hy-
per Loop er líka hans hugmynd, en enginn skortur virðist á hugmyndum hjá
þessum raðfrumkvöðli.
Elon Musk er fæddur í Suður-Afríku árið
1971. Aðeins tíu ára gamall keypti hann sína
fyrstu tölvu og 12 ára seldi hann sinn fyrsta
tölvuleik.
Þrátt fyrir að hafa komist upp á lagið með
tölvutæknina og forritun ungur er Musk ekki
einn af þeim sem létu menntun lönd og leið.
Hann lauk raunar tveimur háskólagráðum frá háskólanum í Pennsilvaníu í
Bandaríkjunum, en þangað fluttist hann árið 1992. Musk lauk bæði bakkal-
árgráðu í hagfræði og eðlisfræði og hugðist halda áfram í doktorsnám við Stan-
ford-háskóla. Hann hóf þó aldrei nám við Stanford heldur hellti sér af fullum
krafti út í netbransann og stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki, Zip2, um miðjan tíunda
áratuginn.
Musk er sagður fullkomnunarsinni sem aldrei hætti. Standi hann
frammi fyrir óleystu vandamáli á hann afar erfitt með að hætta fyrr en
málið er leyst.
Musk hefur þó ekki verið sérlega farsæll í einkalífinu. Skiln-
aður hans við barnsmóður sína og eiginkonu var erfiður og
hún ber honum ekki vel söguna. Í þann mund sem þau stigu út
á gólfið og af stað í brúðarvalsinn á hann að hafa hvíslað í eyra
hennar „ég er „alfa“ í þessu sambandi“. Og svo reyndist það rétt,
hann vildi ráða yfir lífi hennar og hún varð smám saman óham-
ingjusamari í samvistum við milljarðamæringinn.
Musk hefur einnig orð á sér fyrir að vera harður við und-
irmenn sína og hefur rekið fólk fyrir afar litlar sakir eins og að
verða það á að senda tölvupóst með stafsetningarvillu.
Einhvers konar snilligáfu og miklum frumkvöðlahæfileikum virðist hann
þó búa yfir og helstu tæknifrömuðir heims bíða jafnan í ofvæni eftir því upp
á hverju Elon Musk finnur næst. Meðal verkefna sem hann hefur sjálfur
sett á sitt teikniborð eru einmitt að finna lausn á loftslagsvanda heimsins
með því að þróa nýja tækni í samgöngum. Það er ekki hægt að segja annað
en að markmiðin séu háleit. Og það sem meira er þá er hann bara frekar lík-
legur til að ná árangri eins og hann hefur gert með svo margt fram að
þessu.
Kolefnisútblástur er Musk hugleik-
inn og hann hefur talað fyrir því að
jarðarbúar hreinlega hætti að
nota jarðefnaeldsneyti. Musk
gerði loftslagsmál að umtalsefni á
viðskiptaþingi í Berlín í fyrrahaust.
Þar sagði hann bruna jarð-
efnaeldsneytis „heimskulegustu
tilraun sögunnar“.
Musk gengur lengra en margir í
þessum efnum. Hann telur ekki
nóg að gert í því að sporna við
loftslagsbreytingum. Ekki sé nóg
að minnka útblástur, hann verði
beinlínis að stöðva. Annars fari illa
fyrir jörðinni og þeim sem hana
byggja.
Vill útrýma
útblæstri
Elon Musk er talinn með allra áhrifamestu frumkvöðlum samtímans.
AFP
Leikkonan Talulah Riley er seinni eiginkona Elons Musks. Hún hefur ný-
verið óskað eftir skilnaði við hann – í annað sinn.
Musk og Riley kynntust árið 2008, skömmu eftir að hann skildi við fyrri
eiginkonu sína og móður fimm barna hans, Justine Musk. Þau Riley giftu
sig svo árið 2010.
Í lok árs 2012 tilkynntu Musk og Riley um skilnað. Þau skildu en tóku
saman aftur árið 2013 og giftu sig þá á ný. Nú vilja þau halda hvort í sína
áttina á ný. Riley var aðeins 22 ára þegar hún kynntist hinum 36 ára
gamla Elon Musk. Á ýmsu hefur gengið síðustu ár og nú virðist sem
sambandinu sé endanlega lokið.
Þau Riley og Musk eiga engin börn saman en Elon Musk og fyrri eig-
inkona hans Justine eignuðust saman sex börn. Fyrsta barn þeirra lést í
fæðingu en þau eiga bæði tvíbura og þríbura, allt stráka. Justine hefur
komið fram í viðtölum og skrifað um samband sitt við Elon Musk, og
lýsir honum ekki beint sem neinum dýrlingi. Hún segir hann hafa verið
ráðríkan og gjarnan sagt við sig: „Ef þú værir starfsmaður hjá mér
myndi ég reka þig.“ Sex vikum eftir að þau Justine skildu hafði hann
kynnst Riley, konunni sem hann er nú að fara að skilja við í annað sinn.
Talulah Riley og Elon Musk vekja jafnan athygli þar sem þau eru.
Óstýrilátur en
óstöðvandi
’ Elon Musk villleysa loftslags-vandamál með nýrrisamgöngutækni.
Fram til þessa hefur sauðsvartur almúginn ekki haft kost á að kaupa sér Tesla
rafbíl en Elon Musk hyggst breyta því og hefur nú kynnt til sögunnar ódýrari
útgáfu af Teslu sem kemur til með að kosta um 4 milljónir króna.
AFP
Sími 555 2992 og 698 7999
FISKIOLÍA OG BLÁBER
í einum pakka
Það gerist varla betra fyrir:
OMEGA 3
Ónæmiskerfið
Kolesterol
Liðina
Hjartað og æðar
Gegn skaðlegum sindurefnum
í frumum líkamans sem
tengist hrörnun, skýi á auga
og krabbameini
Þriðji skilnaðurinn
framundan