Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Qupperneq 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
Þ
að var bjart yfir Önnu Svövu en hún
fagnaði 39 ára afmæli daginn sem
viðtalið var tekið og bauð mér að
deila með sér dýrindis súkkulaði-
hráköku í tilefni dagsins.
Anna Svava hefur frá mörgu að segja enda er
líf hennar búið að vera viðburðaríkt, ekki síst
síðustu fjögur árin. Á þessum tíma kynntist
Anna Svava manni sínum Gylfa Þór Valdimars-
syni, eignaðist sitt fyrsta barn, tvo stjúpsyni,
opnaði eina vinsælustu ísbúð bæjarins með
manni sínum á milli þess sem hún skrifaði
handrit og skemmti fólki með uppistandi. Grín-
þátturinn Ligeglad er nýjasta afurð ímynd-
unarafls hennar en þar segir frá uppistand-
aranum Önnu sem fer til Köben til að meika
það.
Grenjaði allan daginn
Anna Svava er þessa dagana að njóta þess að
vera nýbökuð móðir, en drengurinn Arnar Orri
er nýorðinn eins árs. Hún segist hafa undirbúið
sig vel fyrir komu hans og meðal annars lesið
allt sem hún komst yfir og horft á hvern einasta
þátt af One born every minute.
En ekkert gat búið hana undir þessa fyrstu
mánuði eftir fæðingu drengsins. „Ég fór alveg
yfir um. Fór á geðtöflur og er fyrst núna að
hætta á þeim. Ég var búin að gera allt sem ég
vildi í 38 ár og svo bara kemur hann og hann
svaf aldrei meira en tvo tíma í einu í þrjá mán-
uði. Það voru hundrað manns sem vildu hjálpa
mér en ég ætlaði að gera þetta eins og allar aðr-
ar konur. En geðtöflurnar björguðu mér. Ég
var geðveik, bara alveg geðveik. Kvíðin og
„paraoid“. Ég bara grenjaði allan daginn. Líka
þótt ég væri að horfa á eitthvað skemmtilegt,
þetta var líkamlegt. Svo bara hékk ég yfir
vagninum þegar hann var sofandi,“ segir hún.
„Þarna kemur einhver einstaklingur sem mað-
ur ber ábyrgð á og ég var búin að bíða eftir hon-
um lengi. Ég var búin að ímynda mér hvað það
væri yndislegt að vera mamma en svo var þetta
bara hræðilega erfitt. En núna fyrst er ég bara:
hann mun lifa þetta af. Þetta var bara almenn
móðursýki!“ segir Anna Svava og hlær dátt,
enda farin að sofa heilu næturnar loksins og
njóta sín í móðurhlutverkinu. Svo mikið að hún
vill gjarnan bæta við barni.
Allir grínarar óöruggir
Anna Svava ætlaði sér aldrei að verða leikkona
og kannski enn síður grínisti. Hún er alin upp í
Fossvogi og gekk þar í skóla en segist aldrei
hafa verið í leiklist sem barn og unglingur. Ég
spyr hvort hún hafi verið byrjuð í gríninu á
unga aldri.
„Það er sagt að allir grínarar séu svo með-
virkir og óöruggir og vilji láta alla líka vel við
sig. Það er alla vega einkennandi fyrir mig og
örugglega marga. Ég man að ég átti það alveg
til að finnast það æðislegt ef fólk hló að mér, þá
vissi ég að það fílaði mig. En ég var kannski
stundum leiðinleg að gera grín á kostnað ann-
arra,“ segir hún og hlær.
„En það var ekki fyrr en á síðasta ári í leik-
listarskólanum sem einhver sagði að ég væri
fyndin,“ segir hún. „Ég er aldrei góð í að leika
neitt dramatískt.“
Leikhúsið á mann
Það var ekki fyrr en hún var í bókmenntafræði í
Háskóla Íslands sem áhuginn kviknaði þegar
hún sótti námskeið í leiklistarsögu en þar var
stofnaður leikhópur. Í kjölfarið fór Anna Svava
í leiklistarskólann og þaðan lá leiðin til Ak-
ureyrar. Hún lék þar með leikfélaginu í eitt ár
og fannst það erfitt. „Leikhúsið á mann. Maður
er að vinna allan daginn frá kl. 10-4 og svo sýna
fimm kvöld í viku og meira um helgar,“ segir
hún en þar lék hún meðal annars í alvarlegu
hlutverki í Músagildrunni. „Ég var ekki góð í
því!“ segir hún og skellihlær. „Mér leið ekkert
sérstaklega vel í því hlutverki, þurfti að grenja
allan tímann,“ segir hún. Ég bendi á að það
hefði verið tilvalið hlutverk þegar hún var í fæð-
ingarþunglyndinu. „Já, það hefði verið geð-
veikt!“ segir hún skellihlæjandi. „Þetta var
ótrúlega töff vinna. Og ég hugsaði þá, ef ég get
verið að vinna í einhverjum veislum og fengið
jafn mikið eða meira borgað, og get notað dag-
inn í að skrifa, ætti ég að gera það. Ég gat
skemmt um helgar og fengið tvöföld mán-
aðarlaun miðað við hitt. Þannig að auðvitað
gerði ég það.“
Þú vildir semsagt vera þinn eigin herra,
stjórna þér sjálf? „Já, einmitt! Nú fæ ég aldrei
vinnu lengur úr því þú segir þetta!“ segir hún
og hlær.
Mið-Ísland skemmtilegast í heimi
Handritsskrifin byrjaðu hjá Önnu Svövu þegar
hún skrifaði Dagbók Önnu Knúts. „Ég var að
vinna með Gunnari Birni sem ég hef unnið með
við nokkur skaup og ég var að skrifa leikrit sem
endaði sem stand-up,“ segir hún en upp úr því
fór fólk að biðja hana um að skemmta í veislum
og taka að sér veislustjórn.
Í fjóra vetur hefur Anna Svava staðið á sviði
ásamt Ara Eldjárn, Jóhanni Alfreð, Birni
Braga og Dóra DNA í Mið-Íslandi. „Það er svo
gaman, skemmtilegast í heimi. Það er svo gam-
an þegar fólk er komið til að horfa á uppistand.
Það er að skemmta sér og er komið til að
hlæja,“ útskýrir Anna Svava.
Ég spyr hvort hún fái ekkert leiða á að segja
„Ég er að
verja hana
en hún er
algjör tík!“
Anna Svava Knútsdóttir er móðir, uppistandari, hand-
ritshöfundur, grínleikkona og ísbúðareigandi. Grínþátt-
urinn Ligeglad er kominn í loftið en þar fer Anna Svava
á kostum sem misheppnaða persónan Anna uppistand-
ari sem fer til Köben til að „meika“ það. Þátturinn gæti
hneykslað suma en skemmt öðrum því Anna í Ligeglad
er óþolandi, heimsk og vond að sögn Önnu Svövu.
Texti og aðalmyndir
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
Það var hressandi að fara í heimsókn til Önnu Svövu. Hún er opin, skemmtileg og
hláturmild og hefur skemmtilega sýn á lífið. Hún tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega,
enda grínisti. Það var auðvelt að tala við hana um lífið og tilveruna og vorum við
farnar að deila kökusneið og bera saman bækur okkar eftir stutt kynni.