Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Síða 28
MATUR Á meðfylgjandi mynd má sjá Jerome, sem áður var heimilislaus, að störfum í bakaríi hjá Mic-hel Flamant, í Dole í Frakklandi. Flamant, eigandi bakarísins, ákvað að kenna Jerome iðnina
og selja honum bakaríið sitt fyrir eina táknræna evru eftir að Jerome bjargaði lífi hans.
Bakarí fyrir eina evru
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
Getty Images/iStockphoto
Borða eða
henda?
Skylt er að merkja matvæli með dagsetningu en
ekki er sama hvort um er að ræða lágmarks-
geymsluþol eða síðasta notkunardag. Mikilvægt
er að greina þarna á milli því margar matvörur
endast mun lengur en lágmarksgeymsluþol segir
til um en síðasti notkunardagur er hins vegar
dagsetning sem á að taka mikið mark á.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Þessi kona ætti nú held-
ur að baka brauð úr
þessum bönunum en að
henda þeim.
arsóun. Lágmarksgeymsluþol segir
til um hve lengi matvara heldur eig-
inleikum sínum. „Margt getur tak-
markað þann tíma t.d. þornun, raka-
drægni, þránun, seigja, bragð- og
litarbreytingar. Einnig skemmdir af
völdum örvera þannig að matur
súrnar, fúlnar, myglar o.s.frv. Merk-
ingin gefur til kynna þann tíma sem
matvörurnar standast þær gæða-
kröfur sem ábyrgðaraðili/framleið-
andi vörunnar gerir til þeirra,“ segir
á mast.is.
Matvörur sem eru merktar með
lágmarksgeymsluþoli mega ekki
vera hættulegar heilsu fólks þó að
uppgefinn geymsluþolstími sé liðinn,
það má selja þær áfram eftir að upp-
gefnu geymsluþoli lýkur, séu þær í
neysluhæfu ástandi. Fólk þekkir
þetta frá stórmörkuðum þar sem til
dæmis ávextir og grænmeti sem far-
ið er að láta á sjá er selt með afslætti.
Sama á líka við um til dæmis mjólk.
Þessar vörur eru hæfar til neyslu ef
þær líta eðlilega út og lykta og
smakkast eðlilega. Uppfylli mat-
vörur þetta hvetur Matvælastofnun
neytendur til að nýta þær vel þó að
geymsluþolstími sé liðinn.
Mörg þurrvara endist líka mjög
vel í lokuðum umbúðum og jafnvel
mörg ár fram yfir „best fyrir“ dag-
setninguna. Pasta sem er komið fram
yfir dagsetningu er mögulega ekki
eins gott á bragðið en það er vel
hægt að nota það.
Síðasti notkunardagur er hins veg-
ar notaður á matvörur sem eru mjög
viðkvæmar fyrir örveruvexti þannig
að hættulegar örverur geta fjölgað
sér á geymslutíma og varan þannig
orðið skaðleg heilsu, sé hennar neytt
eftir síðasta notkunardag. „Það sem
skiptir máli er að varan getur valdið
hættu, þó að hún virðist vera í lagi
hvað útlit, lykt og bragð varðar,“
segir á vef Mast. Þessa merkingu á
því að virða og ekki borða kjöt sem er
komið fram yfir dagsetningu. Hins
vegar er hægt að lengja endingu vör-
unnar með því að elda matinn daginn
sem hann rennur út og geyma í ís-
skáp í allt að tvo daga eða að frysta.
Skylt er að merkja pökkuð mat-væli með dagsetningu lág-marksgeymsluþols eða síðasta
notkunardegi en þetta tvennt er ekki
það sama. Í leiðbeiningum á vef Mat-
vælastofnunar er lögð áhersla á að
tryggja öryggi með því að merkja
matvöru með síðasta notkunardegi ef
hún getur orðið hættuleg áður en
augljóst er að hún er farin að
skemmast. Þar stendur sömuleiðis
að það eigi að merkja matvöru með
lágmarksgeymsluþoli ef hún er
örugg til neyslu eftir „best fyrir“
dagsetningu til að minnka mat-
Margir eiga gömul egg í ísskápn-
um en hvaða áhrif hefur það á
notkunina?
Þegar egg eldist tapar það raka
í gegnum skurnina. Þess vegna
fljóta gömul egg (í kringum sex
vikna gömul) í vatni á meðan ný
egg sökkva. Þetta próf er því hægt
að nota til að kanna hvort egg sé
gamalt eða ekki. Margir geyma
egg í sérstökum bökkum í ís-
skápnum og því er dagsetningin á
bakkanum hvergi nærri þegar loks
á að nota eggin.
Það er vel hægt nota gömul egg
ef þau hafa verið geymd í ísskáp.
Ef nota á gömul egg í smáköku-
bakstur gæti þurft að bæta við
einu til tveimur teskeiðum af
vatni á egg eða deigið verður of
þurrt. Ef baksturinn á að heppnast
vel ætti síður að nota gömul egg í
kökur eða marengs.
Það er hægt að frysta egg ef það
á ekki að nota þau í bráð. Þá þarf
að skilja að rauðuna og hvítuna.
Best er að blanda vel saman ¼ te-
skeið af sykri við hverja rauðu.
Hvíturnar eru frystar sér án
íblöndunarefna.
Egg
N
ýbýlavegur8.-200
Kópavogur-S:527
1717
-
dom
usnova@
dom
usnova.is
-w
w
w
.dom
usnova.is
Frítt verðmat
Viltu vita hvað þú færð fyrir
fasteignina þína ?
Fasteignasala venjulega fólksins...
Fagljósmyndun
Traust og góð þjónusta alla leið
Stundum þegar á að baka er
ekki vitað hversu gamalt hveitið
í dunkinum er eða eggin í ís-
skápnum. Karin Allen, doktor í
matvælafræði hjá Háskólanum í
Utah í Bandaríkjunum, gefur góð
ráð um geymslu og notkun þess-
ara matvæla á vefsíðu háskólans.
Hvað gerist þegar hveiti er
orðið gamalt? Það getur þurft
að hafa aldur hveitisins í huga
þegar bakað er úr því en hveiti
er notað í svo margt.
Sterkjan breytist lítið en pró-
teinin sem mynda glúten breyt-
ast og þar með teygjanleiki
deigsins. Það er vel hægt að
nota gamalt hveiti en hveiti sem
er meira en ársgamalt er betra
að nota í bakstur þar sem þarf
ekki mikið glúten eins og í kök-
ur. Til að baka gott brauð eða
pítsu er betra að nota nýtt
hveiti.
Best er að geyma hveiti í þétt-
lokuðu íláti fjarri hita og raka.
Allen segir að það sé hægt að
frysta heilhveiti í loftþéttum
pokum til að koma í veg fyrir að
það þráni.
Hveiti