Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Síða 32
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, virðist ófær
um að stíga feilspor. Hann og kona hans Sofie lifa afar
heilsusamlegu lífi. Sjálf er hún menntaður jógakennari.
AFP
Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, er mikill uppáhaldsleiðtogi víða heim allan. Nú hef-
ur hann heillað þá sem hafa áhuga á heilsu og hreyfingu þegar mynd af honum í krefjandi jóg-
astellingu fór vítt og breitt um netheima í vikunni.
Myndin er raunar ekki ný af nálinni heldur er þetta mynd sem Trudeau sjálfur birti á sam-
félagsmiðlinum Twitter í apríl 2013. Eftir að CNN-fréttastöðin endurbirti hana á Twitter nú
þremur árum síðar rataði hún einhverra hluta vegna inn í netheima á ný. Þetta er reyndar
ekki í fyrsta sinn (og eflaust ekki það síðasta) því færni hans á einhjóli hefur áður komið fyrir
augu þeirra sem vafra um netið.
Hraustasti leiðtoginn?
Pierre faðir Justin Trudeau var forsætisráðherra Kanada á 8. áratugnum. Eftir að myndin af syninum til hægri kom upp á yfirborðið fóru margir miðlar í það að draga fram gamla mynd af föður hans heitn-
um sem var ekki síður íþróttamannslegur leiðtogi. Pierre heimsótti Ísland á sínum tíma, kannski kemur Justin sonur hans til Íslands einn daginn.
Leiðtoginn sýndi listir sínar á einhjóli á
listviðburði fyrir nokkru og myndir af
því bárust einnig um netheima.
Justin Trudeau starfaði sem snjóbrettakennari á sínum
yngri árum og þykir liðtækur á brettinu.
Á kosningaferðalögum lyftir Trudeau
börnum gjarnan hátt á loft.
HEILSA
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016
Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu krefst sömu launa og
karlalandsliðið. Þær hafa nú höfðað mál til að ná þessu í gegn.
En ætti þetta ekki að vera augljóst, nú þegar árið er 2016?
Launajafnrétti í knattheimi
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Allt lín fyrir:
Hótelið - Gistiheimilið - Bændagistinguna - Airbnb
Rúmföt og lök
Handklæði
Sængur og koddar
Sloppar og inniskór
Almenningshlaup njóta sífellt
meiri vinsælda og hlaupahópar
eru starfandi árið um kring.
Nú þegar tekið er að glitta í vor-
ið fara enn fleiri hlauparar af stað
og spretta úr spori. Það ætti ekki
að vera vandamál að finna al-
menningshlaup við hæfi á næst-
unni. Bara í aprílmánuði eru þó-
nokkur hlaup á dagskrá og svo
bætir bara í eftir því sem sól hækk-
ar á lofti.
Flóahlaupið fer fram í dag, laug-
ardaginn 2. apríl. Hægt er að velja
um 3 km, 5 km og 10 km. Skráning
á staðnum og ræst kl. 13:00 við Fé-
lagslund, Gaulverjabæjarhreppi.
Ungmennafélag Akureyrar
stendur fyrir svokölluðum vetr-
arhlaupum og hið síðasta í þeirri
hlauparöð er einmitt í dag, laug-
ardaginn 2. apríl. Vetrarhlaup
UFA nr. 6 verður ræst frá Bjargi á
Akureyri kl. 11 og eru hlaupnir 10
km. Skráning er á staðnum í bæði
hlaupin, þannig að árrisulir les-
endur í nágrenninu ættu að geta
komið sér á staðina í tæka tíð.
Norðlendingar fá nóg að gera
við hlaupin því
Vorhlaup VMA verður haldið í
annað sinn fimmtudaginn 14. apríl
nk. Hlaupið er frá Menningarhús-
inu Hofi kl. 17.30 og í boði eru
bæði 5 og 10 km hlaupaleiðir.
Hinn 21. apríl, sumardaginn
fyrsta, fer svo Framhlaupið fram
en í því er hægt að velja um 3 og 5
km vegalengdir. Sama dag fer
Víðavangshlaup ÍR fram en þar
eru hlaupnir 5 km.
Þeim sem vilja lengri vegalengd-
ir má benda á Vormaraþon Félags
maraþonhlaupara hinn 23. apríl,
en þar er hægt að velja um hálft
eða heilt maraþon.
Hér hafa einungis verið talin
upp nokkur hlaup í apríl en listinn
er ekki tæmandi fyrir það sem er í
gangi í mánuðinum. Á hlaupav-
efnum www.hlaup.is er að finna
upplýsingar um öll almennings-
hlaup í vor og sumar en þau
hlaupa á tugum. Kannski er það
bara góð hugmynd að skipuleggja
sumarið einfaldlega út frá almenn-
ingshlaupum víðsvegar um landið.
Það þarf ekki að bíða fram á sumarið með að hefja þátttöku í almennings-
hlaupum. Af nógu er að taka strax í apríl.
Morgunblaðið/Ernir
ALMENNINGSHLAUP Í APRÍL
Hlaupið inn í vorið
Vertu upplýstur!
blattafram.is
BREGSTU VIÐ,
EF ÞÚ SÉRÐ EÐA VEIST
AF OFBELDI, EÐA FINNST
ÞÉR ÞÆGILEGRA
AÐ LÍTA UNDAN?