Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 35
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Master Sculpture frá Maybelline
er brons og ljómi sem nýtt er til þess
að skyggja og draga fram andlitsdrætti.
Nýtt
Nuit Blanche er nýjasta út-
gáfa ilmsins Black Opium frá
Yves Saint Laurent en
fyrsta útgáfan var kynnt í
September 2014. Ilmurinn
er innblásinn af nætirlífi
borgarinnar sem aldrei sefur.
Ilmurinn er í senn seyðandi,
kvennlegur og sérlega kyn-
þokkafullur.
Kaffi, appelsínuilmur og hvítt
musk eru megintónar ilms-
ins sem hefur hlotið gríð-
arlega góðar viðtökur.
Zara
7.995 kr.
Þessir flottu sandalar
eiga eftir að koma
sér vel í sumar.
GK Reykjavík
151.995 kr.
Grófur leðurjakki
í fullkomnu sniði
frá Filippu K.
Epal
6.950 kr.
Fallegt plakat frá Pa-
per Collective í
stærðinni 50 x 70 cm.
Epal
155.000 kr.
Þetta fallega ljós frá Tom
Dixon kæmi vel út á nýja
heimilinu mínu.
Í þessari viku...
Sigurborg Selma
sigurborg@mbl.is
Bjartir litir og blómamunstur eru áberandi í
sumartískunni 2016. Þessi fallegu trend eru í
miklu eftirlæti og mun ég að öllum líkindum
para saman blómakjóla við grófari yfirhafnir.
Innanstokksmunir eru ofarlega í huga þar sem
ég var að fjárfesta í minni fyrstu íbúð og geri ég
ráð fyrir því að sumarið fari í að gera hana fína.
Net-a-
porter.com
28.637 kr.
Gullfallegt sítt
hálsmen frá
Isabel Marant.
Lancome
4.639 kr.
Öflugur augnfarðahreinsir
sem fjarlægir meðal annars
vatnsheldan maskara.
Farðahreinsirinn skilur ekki
eftir olíu og kælir augun.
Kronkron
21.900 kr.
Æðisleg sólgleraugu
frá Sun Buddies.
Geysir
24.800 kr.
Þessi síði kjóll frá
Ganni væri fullkominn
við grófan leðurjakka.
Lína söngkonunnar nefnist IvyPark og einkennist hún afhversdagsfatnaði með sport-
legu ívafi. Línan er samstarf söngkon-
unnar og Sir Phillip Green, eiganda
tískukeðjunnar Topshop, þau eru
bæði skráð eigendur Ivy Park. Það
tók Beyoncé 18 mánuði að vinna lín-
una sem verður fáanleg í tólf versl-
unarkeðjum í yfir 50 löndum, meðal
annars Topshop, Nordstrom og Net-
a-porter.com og er hún væntanleg í
verslanir hinn 14. apríl næstkomandi.
Í viðtali við tímaritið WWD segist
söngkonan hafa viljað hanna föt sem
eiga að styja og hvetja konur til dáða
og láta þær finna fyrir styrk á ýmsum
sviðum.
Beyoncé kynnti línuna í áhuga-
verðu myndbandi á Youtube. Í mynd-
bandinu má sjá söngkonuna klæðast
mismunandi samsetningum úr lín-
unni en myndbandið er meðal annars
tekið upp í Parkwood Park, í Houston
í Texas sem var leiksvæði söngkon-
unnar á hennar uppvaxtarárum.
Beyoncé er mikil fyrir-
mynd en línan á að
hvetja konur til dáða og
láta þær finna fyrir styrk
á ýmsum sviðum.
Beyoncé Knowles@IVY PARK
Ivy Park línan samanstendur af hvers-
dagsklæðnaði með sportlegu ívafi.
Beyoncé kynnir
eigin fatalínu
Söngkonan Beyoncé frumsýndi í vikunni
nýja fatalínu sem hún hannaði í samstarfi
við tískukeðjuna Topshop.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Litnum „Nude“ er gjarnan
lýst sem húðlituðum í
tískuheiminum. Einn virt-
asti skóhönnuður heims,
Christian Louboutin, veit
að sjálfsögðu að einn húð-
litur hentar ekki öllum.
Það var árið 2013 sem
hönnuðurinn kynnti fyrstu
Nude-línu sína sem sam-
anstóð af skóm í fimm
mismunadi litum. Hönn-
uðurinn hefur nú bætt um
betur og hannað nýja
Nude-línu sem inniheldur
alls sjö útgáfur af skópör-
um frá „Postulíni“ í
„Dökkt súkkulaði“. Línan samanstendur af skópörum í sjö litatónum frá „Postulíni“ í „Dökkt súkkulaði“.
SKÓR FYRIR FLESTA HÚÐLITI
Falleg Nude-lína frá Christian Louboutin