Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 37
Hugsað smátt og létt
Blaðamaður kembdi vefsíður flug-
félaganna og setti saman töfluna
hér að neðan sem sýnir hve stóran
og þungan handfarangur helstu
flugfélög leyfa.
Á listanum eru flest þeirra flug-
félaga sem fljúga til Keflavíkur,
ýmist árstíðabundið eða árið um
kring, sem og leiðandi alþjóðleg
flugfélög sem Íslendingar geta
vænst þess að nota þegar haldið er
lengra út í heim.
Taflan sýnir að til að vera alveg
öruggur í öllum flugferðum ætti
ferðalangurinn ekki að láta hand-
farangurinn vega meira en 7 kg. Er
þó rétt að taka fram að Alitalia og
WOW air draga mörkin við 5 kg
fyrir þá handfarangursheimild sem
innifalin er í verði miðans. Þá er
Með hverju árinu virðastflugfélögin þrengja æmeira að farangursheim-
ildum farþega. Verða ferðalangar
að fara varlega og gæta þess að
töskurnar séu hvorki of stórar, of
þungar né of margar, ellegar er
hætta á að fá háan reikning við inn-
ritun.
Til að flækja málin þá hafa flug-
félögin mjög ólíkar farangurs-
reglur. Leyfa þannig sum flug-
félögin handfarangur af hvaða
þyngd sem er á meðan önnur
stoppa fólk við innritunarborðið ef
flugfreyjutaskan fer yfir 5 kg. Sum-
ir leyfa digrar töskur, svo lengi sem
summa hæðar, breiddar og dýptar
er innan réttra marka, á meðan aðr-
ir taka ekki í mál að taskan fari yfir
20 cm á dýptina eða 43 cm á hæðina.
öruggt að tekst að vera innan
stærðarmarka allra flugfélaga ef
handfarangurinn er ekki meira en
43 cm á hæð, 32 cm á breidd og 20
cm á dýpt. Er þá miðað við heild-
arstærð töskunnar, að meðtöldum
hjólum, handföngum og öðru sem
kann að skaga út úr töskunni.
Bakpoki sem
fæddist á Kickstarter
Mörg flugfélög leyfa þó mun stærri
töskur og þyngri í farþegarýminu.
Þannig eru nokkur á listanum sem
leyfa töskur sem eru um og yfir 60 x
40 x 25 cm að stærð. Wizz Air, easy-
Jet og Iberia Express, sem öll
fljúga til og frá Keflavík, eru ekki
með neina hámarksþyngd á hand-
farangri. En hvaða taska fellur þá
best að kröfum allra flugfélaga?
Áhugaverður bakpoki sem vert er
að benda lesendum á er Carry-on
2.0 Bag frá sprotafyrirækinu Min-
aal (www.minaal.com). Er um að
ræða aðra kynslóð bakpoka sem
varð upphaflega að veruleika árið
2013 í gegnum fjáröflun á Kick-
starter. Nýja útgáfan er gerð úr
sterkara efni en sú fyrri, er með
þægilegri handföngum og smellu-
kerfi sem má nota til að þjappa vel
saman innihaldi bakpokans. Stærð-
in er 55 x 35 x 20 cm.
Carry-on 2.0 Bag er núna í for-
sölu á vefsíðu Minaal og kostar 269
dali í augnablikinu. ai@mbl.is
Leyfileg hámarksstærð og -þyngd handfarangurs á almennu farrými
--
Heimild: Ebags.com, Seatguru.com og heimasíður flugfélaganna.
* Fyrir Wizz air er birt stærð handfarangurs sem hafa má ókeypis. Flugfélagið leyfir stærri handfarangur gegn gjaldi. Hjá WOW air má hafa
handfarangur allt að 12 kg að þyngd gegn viðbótargjaldi. Mörg flugfélög leyfa stærri og þyngri töskur ef keyptur er miði á viðskiptafarrými.
Auk lítillar tösku leyfa mörg flugfélög að farþegar taki með handtösku, fartölvutösku eða annað smálegt.
Þau flugfélög á listanum sem fljúga til Íslands eru merkt með bleiku. Fyrirvari er gerður um villur.
Á flugvellinum í Kaíró. Það getur verið
gott að ferðast létt og vissara að kunna
skil á farangursreglum flugfélaganna.
Hversu stór má
handfarangurinn vera?
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Flogið með Icelandair
Ferðakynning
Lúxus skemmtisiglingar
Fararstjórarnir Þóra Björk
Valsteinsdóttir og Kristinn R.
Ólafsson kynna siglingarnar í
Skógarhlíð 12, þriðjudagskvöldið
5. apríl kl. 20:00.
Gengið inn neðan við húsið,
gegnt Hlíðarenda.
Miðjarðarhaf og Asía