Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Blaðsíða 43
Kvennalisti, flokkur Vilmundar og fleiri flokkar voru með grípandi stefnur um margt, óhefðbundnar og áhugaverðar og iðulega settar fram með sannfær- andi hætti og nýjabrumið heillaði marga. Sumir framantalinna flokka voru um þær mundir að auki um flest séríslenskir flokkar. Píratarnir voru það ekki og eru það kannski ekki enn, þótt óhægt sé að greina flokkinn. Í upphafi voru Píratar hluti af erlendri bylgju. Hún reis hratt og hátt en hneig jafn- fljótt niður aftur. Píratar eru hvergi pólitískt afl sem horft er til af alvöru. Um hvað? Þegar sagt er að stefna Pírata hafi hverfst um það að greiða götu (ólöglegs) niðurhals gæti það virst til- raun til að gera lítið úr hreyfingunni. En það er ekki rétt. Það er hins vegar erfitt að festa hendur á fyrir hvað þessi stjórnmálahreyfing stendur. Það hefur ekki skipt máli fram að þessu. En það mun gera það eftir því sem kosningar nálgast og verði úrslit í ein- hverri líkingu við núverandi kannanir mun það skipta enn meira máli eftir kosningar. Sá þingmaður Pírata sem sat á síðasta þingi, að vísu undir öðrum hatti, hefur reynt að skipa breyt- ingum á stjórnarskrá í öndvegi stefnunnar. Hefur forystumaðurinn jafnvel sagt að það eigi að verða ófrávíkjanleg krafa Pírata á næsta kjörtímabili að þing sitji aðeins í 9 mánuði og afgreiði þá nýja stjórnarskrá og komi aftur í gang tilraunum til að færa Ísland inn í Evrópusambandið! Það er ekki að- eins hér á landi sem menn lýsa ESB sem brennandi húsi. Þeir eru margir og víða sem telja sambandið þegar orðið að rjúkandi rúst. En Píratarnir virðast tilbúnir að taka logandi keflið sem Samfylkingin skaðbrenndi sig á og gera það að sínu öðru helsta máli ásamt öðru baneitruðu, leifturárás á sjálfa Lýð- veldisstjórnarskrána. En þessi brennandi áhugi á stjórnarskránni er dá- lítið sérkennilegur því ekki verður séð að þingmenn Pírata hafi neinn áhuga fyrir því að farið sé eftir stjórnarskránni sem sett var á Þingvöllum 17. júní 1944 og naut stuðnings allrar þjóðarinnar. Á síðasta kjörtímabili setti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir norskan mann í embætti seðla- bankastjóra, þótt í hinni fáorðu stjórnarskrá lands- ins sé beinlínis tekið fram að ekki megi skipa (og þar með ekki setja) aðra en íslenska ríkisborgara í emb- ætti á Íslandi. Þetta var ekki aðeins lögbrot heldur beindist brotið gegn stjórnarskrá landsins. Það fólk sem vildi setja Landsdóm yfir ráðherrum brást full- komlega skyldu sinni þegar þetta augljósa mál varð ekki tilefni slíks, á meðan óljós mál og ósannfærandi voru dregin upp úr hatti í heiftúðugri tilraun til að niðurlægja andstæðingana, formlega og óformlega. Baráttumálið mikla um niðurhalið hefur öll einkenni þess að stangast á við eignarréttarákvæði stjórn- arskrárinnar. Nýjustu áherslur Og nú síðast sagði þessi helsti leiðtogi Pírata að for- ystumönnum stjórnarandstöðunnar „hefði dottið í hug að boða þingrof og kosningar“. Það er ekki heil brú í þessari setningu. Bersýnilegt er að ekki var borið við að kanna hvaða leiðbeiningar væru í stjórn- arskrá um svo alvarlegt mál. Grunnreglur stjórnarskrárinnar sem snúa að þingrofi liggja fyrir. Menn þurfa ekki að velkjast í vafa. Ætla mætti að allir sem gerðu tilkall til forystu í stjórnmálum hefðu kynnt sér þær til fulls. Það er ekki auðvelt að skilja hina miklu fylgisaukningu Pírata í könnunum og einkum hversu lengi fylgið hefur verið í háum hæðum. En það er ekki ósenni- legt, eins og tilfelli Trumps vestra, að megn óánægja með „ráðandi öfl“ hafi haft mikið að segja um þessa þróun. Núverandi ríkisstjórn gerði augljós mistök með því að gera ekki glögg skil við Jóhönnustjórnina frá fyrsta starfsdegi sínum. Hún er varla farin til þess enn. Þótt það sé ekki sanngjarnt eru núverandi stjórnarflokkar þess vegna óðara settir í sömu skál- ina með þeim gömlu, þessa frægu skál, þar sem sami grauturinn hefur komið sér fyrir svo lengi. Þar bít- ast allir um að finna möndluna á botninum. En möndlið og moðið í Washington er einmitt það sem Trump hefur gert út á með góðum árangri vestra, enn sem komið er. Það er engin ástæða til að ætla að möndlið og moðið sé betur þokkað hér. En rétt eins og hugsanlegt er að Trump sé sjálfur tekinn að veifa sífellt fleiri veikleikum sínum framan í kjósendur þá kann að fara svo að Píratar komi stærsta skoðanakannanakúf sínum fyrir kattarnef án verulegrar utanaðkomandi aðstoðar. En vandi er um slíkt að spá. En hvað sem því líður er ljóst að staðan í íslensk- um stjórnmálum hefur sjaldan verið tvísýnni, brot- hættari og óljósari en nú er og það er því miður trú- verðug uppskrift að óvissu og erfiðleikum í samfélaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg ’ Og nú síðast sagði þessi helsti leiðtogi Pírata að forystumönnum stjórn- arandstöðunnar „hefði dottið í hug að boða þingrof og kosningar“. Það er ekki heil brú í þessari setningu. Bersýnilegt er að ekki var borið við að kanna hvaða leið- beiningar væru í stjórnarskrá um svo al- varlegt mál. 3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.