Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Page 46
Hinar árlegu Músíktilraunir fara fram í Hörpu um helgina og koma 48 hljómsveitir fram. Músíktilraunir voru fyrst haldnar fyrir 34 árum og hafa vakið athygli á mörgum listamönnum sem síðan hafa blómstrað. Listamenn framtíðarinnarLESBÓK 46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.4. 2016 Ég kenndi alltaf söng og er enn að. Égstjórna líka kór eldri borgara í Mos-fellsbæ, Vorboðum; við urðum fræg fyrir að syngja í auglýsingunni með Ómari Ragn- arssyni: DAS, DAS, DAS og aftur DAS!“ segir Guðrún Tómasdóttir söngkona og skellir upp úr. Guðrún verður 91 árs nú í mánuðinum en seg- ist enn búa yfir nægum krafti til að stýra kórn- um sem æfir vikulega; stofnandi hans og fyrr- verandi stjórnandi, Páll Helgason, er nýlátinn en fyrir um áratug bað hann Guðrúnu um að raddþjálfa kórinn sem hún stýrir nú. „Þetta er kór aldraðra en fólkið er svo samvinnuþýtt, kann að meta hvað við erum að gera og sér að það hefur góð áhrif að þjálfa rödd- ina,“ segir hún. Í áratugi hefur Guðrún verið landsþekkt söng- kona. Víða eru til hljómdiskar með söng hennar og oft má heyra upptökur með henni í Rík- isútvarpinu, til að mynda fyrir hádegisfréttir. „Nú er ekkert síðasta lag fyrir fréttir. Af hverju þarf að breyta svona hefðum?“ spyr hún hneyksluð, skiljanlega. Og nýverið gaf Guðrún út nýjan geisladisk, Vor mitt, það er blæösp, þar sem heyra má hana syngja lög, ljóð og ljóðaþýðingar eftir Þorstein Valdimarsson skáld (1918-1977). Upptökurnar voru gerðar í Ríkisútvarpinu, flestar árið 1977 við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar og Jón- asar Ingimundarsonar, en tvö laganna voru hljóðrituð með Guðrúnu Kristinsdóttur píanó- leikara tólf árum fyrr. „Ég söng þetta að beiðni Þorsteins í Útvarp- ið,“ segir hún. „Þá langaði mig að gefa þetta út en árin liðu og það fórst fyrir; maðurinn minn, Frank Ponzi, varð veikur og dó og svo veiktist Margrét dóttir okkar líka og dó; svoleiðis að það er fyrst nú sem diskurinn kemur út. Loksins. Ég söng fyrst lög eftir Chopin við ljóðaþýð- ingar Þorsteins á Háskólatónleikum 1976. Árni Kristjánsson heitinn, píanóleikari, hafði fengið Þorstein til að þýða ljóð við þrjú laganna og svo gerði Þorsteinn það fyrir mig að þýða ljóð við sex til; það eru því níu lög eftir Chopin á disk- inum. Og þá eru sex lög eftir Þorstein sjálfan og tvö eftir Björn Franzson.“ Guðrún segir að Þorsteinn hafi verið þekktur og dáður sem ljóðskáld en færri vissu að hann samdi lög. „Og margar af þýðingum hans tengd- ust tónlist. Hann þýddi þessi lifandis býsn. Hann samdi bæði lög við eigin ljóð og annarra og ljóð við eigin lög og annarra. Og þýddi ljóð við tónlist. Þorsteinn var afskaplega músíkalskur og hafði menntað sig í tónlist. Hann vann sem kennari við Stýrimannaskólann en var alltaf austur á Hallormsstað á sumrin – þar er stytta af honum. Ég kynntist Þorsteini fyrst þegar ég var að syngja lög eftir Björn Franzson sem var vinur Þorsteins. Hann bjó þá í litlu herbergi í Kópavogi, var þar með harmóníum en fékk seinna flygil sem er nú í Tónlistarskólanum í Kópavogi og mynd af Þorsteini á veggnum yfir honum. Þorsteinn fór að sýna mér lögin og ég að æfa þau, svo flutti ég þau bara þetta eina skipti 1977 og síðan ekki söguna meir.“ Og Guðrún nefnir að sér hafi til að mynda alltaf þótt afskaplega gaman að syngja lokalagið á diskinum, „Ljóð frá Litháen“; Þorsteinn þýddi ljóðið eftir Lud- wik Osinski og lagið er eftir Chopin. Þá þykir henni einnig vænt um titillag diskisns, „Vor mitt, það er blæösp“, bæði lag og ljóð er eftir Þorstein. Á ekki réttinn á neinu „Ég var nú móðins hér einu sinni og alltaf að flytja allt mögulegt en ég söng mest þjóðlög,“ segir Guðrún síðan glaðlega. „Og ég söng líka mikið lög Sigvalda Kaldalóns og Selmu dóttur hans. Lögin þeirra féllu svo vel að texta og fyrir mér er textinn númer eitt. Það má segja að ég sé að syngja texta við lög. Ég lagði í söngnum alltaf mikla áherslu á textann. Það var mér eðli- legt að framsögnin væri skýr.“ Enn eru til fjölmargar óútgefnar upptökur hjá Útvarpinu með söng Guðrúnar og hún vildi gjarnan geta gefið þær líka út. En það er dýrt. „Það þarf að fara yfir upptökurnar og það kost- ar sitt. Ég fékk tvo styrki til að gera þennan disk núna, frá Erlusjóði og Mosfellsbæ, eitt hundrað þúsund frá hvorum. En ég fæ aldrei neitt borgað fyrir það sem spilað er í útvarpinu. Ég á ekki réttinn á neinu, Fálkinn átti réttinn á útgefnu diskunum og síðan tók Sena við rétt- inum. Ég þurfti að kaupa minn eigin disk af þeim.“ Og hún er ekki ánægð með það. Kenndi organistum að syngja „Svo vann ég í mörg ár – 27 ár! – í Tónskóla þjóðkirkjunnar, með Hauki Guðlaugssyni söng- málastjóra. Ég kenndi öllum organistum að syngja, því þeir koma til með að stýra kórum. Svo fékk Róbert A. Ottósson mig til þess að kenna guðfræðinemum. Fyrstu nemarnir sem ég kenndi voru allir góðir raddmenn en svo fór þeim alltaf aftur þessum ungu nemum. Margir guðfræðinemanna höfðu aldrei rekið frá sér bofs en áttuðu sig á því rétt fyrir útskrift að inn- an skamms yrðu þeir að fara að tóna. Þá sagði Hörður Áskelsson við mig: „Guðrún mín, reyndu að setja raddir í þessa stráka!“ Og hún hlær hjartanlega. „Svo raddþjálfaði ég kóra nokkuð mikið, Pólýfónkórinn meðal annars. Ingólfur Guðbrandsson fékk mig til þess til- tölulega fljótt eftir að ég kom heim frá námi og þá hafði ég bara raddþjálfað sjálfa mig og kunni lítið á þetta. Ég söng líka nokkuð mikið með Ingólfi, Jólaóratoríuna, Jóhannesarpassíuna og fleira.“ Við Guðrún sitjum og spjöllum í íbúðinni við Háteigsveg sem ungu hjónin, þau Frank Ponzi, fluttu inn í þegar þau komu til landsins árið 1958, eftir heimkomuna frá New York þar sem hún var við nám. Eftir að eigandi hússins og sveitungi Guðrúnar úr Mosfellsdal, Stefán Þor- láksson sem kemur við sögu í Innansveit- arkróniku Halldórs Laxness, lést og arfleiddi kirkjubyggingarsjóð dalsins að húsinu, þá þurftu ungu hjónin að safna fyrir fyrstu útborg- un í íbúðina sem þau vildu eignast. „Það var þá sem Frank hélt einu málverka- sýningu sína, í Bogasalnum, og seldi heilmikið af verkum. Hann hafði málað töluvert í Mý- vatnssveit um sumarið,“ segir Guðrún. „Og ég söng og söng og söng og við nurluðum saman í fyrstu útborgun.“ Nokkrum árum seinna tóku þau síðan að reisa sér afdrep í Helgadal inn af Mosfellsdal. „Við byggðum þar allt úr kassa- fjölum og drasli en reyndum líka að eiga þessa íbúð, þótt við flyttum alveg upp í sveit, leigðum hana og svo fluttu börnin hér inn og síðast bjó sonardóttir mín hérna. En í fyrrahaust flutti hún til Hveragerðis og þá tók ég aftur við íbúð- inni, fannst ég geta leyft mér það!“ segir Guð- rún og hlær sínum dillandi hlátri. „Ég kom hingað með allar mínar nótur en ég hafði lengi kennt í bílskúr hér við hliðina.“ Við Söngkvennaafleggjarann Guðrún lifir og hrærist enn í tónlist. Í fyrravor heiðruðu sveitungar hennar í Mosfellsdal hana með því að halda menningarkvöld henni til heið- urs og þær Diddú sungu þá dúetta. „Við búum við sama afleggjarann í Helgadal, hann er kall- aður „Söngkvennaafleggjarinn“,“ segir hún glettnislega. „Í kjölfarið vorum við pantaðar í Hannesarholt og þar komum við fram 24. nóv- ember síðastliðinn. Það var húsfyllir! Hugsaðu þér. Og þá sungum við aftur dúetta. Við Diddú höfðum áður sungið heilan konsert fyrir nokkrum árum. Þá var verið að stofna tón- listarfélag í Mosfellssveit og það var fyrsti kons- ertinn, við Diddú og Anna Guðný Guðmunds- dóttir. Eins og ég sagði þér, þá er ég ennþá að,“ seg- ir hún og hlær hjartanlega. „Ég lagði í söngnum alltaf mikla áherslu á textann. Það var mér eðlilegt að framsögnin væri skýr,“ segir Guðrún Tómas- dóttir söngkona. Morgunblaðið/Einar Falur Fyrir mér er textinn númer eitt Guðrún Tómasdóttir söngkona hefur sent frá geisladisk með upptökum frá sjöunda og áttunda áratugnum þar sem hún syngur lög og ljóð Þorsteins Valdimarssonar. Guðrún er níræð, stjórnar kór og lifir enn og hrærist í heimi tónlistarinnar. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’Margir guðfræðinemannahöfðu aldrei rekið frá sér bofsen áttuðu sig á því rétt fyrirútskrift að innan skamms yrðu þeir að fara að tóna. Þá sagði Hörður Áskelsson við mig: „Guðrún mín, reyndu að setja raddir í þessa stráka!“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.