Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Qupperneq 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Qupperneq 47
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Forvitnileg þriggja daga kvik- myndahátíð er í Bíó Paradís um helgina, Reykjavík World Inter- national Film Festival. Sýndar eru tíu fjölbreytilegar kvikmyndir frá öllum heimshornum. Hljóðinnsetning eftir Þórönnu Björns- dóttur, unnin í sam- starfi við Nicolas Ku- nysz og Veðurstofu Íslands, verður flutt í Mengi við Óðingstorg kl. 17 á laugardag. Verkið sækir innblástur í veð- urskil á Íslandi, sem birtast í hæð- um og lægðum. Þorpið Kulusuk á Austur- Grænlandi er viðfangsefni sýn- ingar með ljósmyndum eftir Díönu Júlíusdóttur sem verður opnuð á laugardag í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Ari Marteinsson og Sophie Haack koma fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á sunnudag kl. 15.30 og fjalla um skapandi verkefni sem þau hafa unnið að. Þau eru með mast- ersgráðu í samskiptahönnun. Gaflaraleikhúsið verður með síð- ustu sýningar á skoska verðlauna- leikritinu Hvítt í Hafnarborg á sunnudag kl. 13 og 15. Sýningin, sem er ætluð börnum frá 2 til 6 ára, hefur fengið mikið lof. Þetta verkefni kom upp í hend-urnar á mér,“ segir MaríaMagnúsdóttir tónskáld um fyrsta kórverk sitt, Guðnýjarljóð, sem kvennakórinn Katla frumflytur í Listasafni Íslands á morgun, sunnu- dag, kl. 14. „Í vor sem leið lauk ég BMus- lokaprófi í djassi frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi og var milli verkefna þegar ég sá auglýst eftir styrkumsóknum hjá Tónskálda- sjóði 365. Þá var ég nýbúin að lesa grein sem nefnist „Af þöggun skáld- kvenna“ eftir Magneu J. Matthías- dóttur þar sem hún fjallar um upp- færslu Leikfélags Hörgdæla á leikritinu Þöggun eftir Jón Gunnar Þórðarson þar sem saga skáldkvenn- anna Ólafar frá Hlöðum, Skáld-Rósu og Guðnýjar frá Klömbrum er rakin. Í framhaldinu fór ég að skoða sér- staklega sögu Guðnýjar og las fræði- greinina „Gegnum orðahjúpinn. Líf og ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum“ eftir Helgu Kress og varð heilluð af þessari skáldkonu. List hennar og dramatískt lífshlaup hreyfði sterklega við mér þannig að ég sökkti mér ofan í ljóð hennar,“ segir María og rifjar upp að Guðný, sem var fyrst íslenskra kvenna til að fá veraldlegt ljóð birt eftir sig á prenti, neyddist til að gefa tíu mánaða dóttur sína frá sér eftir að hafa horft á eftir tveimur börnum í gröfina. Hlakkar til að heyra verkið María valdi ljóðin „Á heimleið“, „Að norðan“ og „Sit ég og syrgi“ til að semja við, en tónsmíðarnar voru hluti af mastersnámi hennar við Gold- smiths University of London þar sem hún leggur nú stund á nám í dægur- tónlist. Að sögn Maríu hafði hún fljótt samband við stjórnendur Kötlu, þær Hildigunni Einarsdóttur og Lilju Dögg Gunnarsdóttur, því henni fannst að verkið yrði að syngjast af kvennakór og líkaði vel hljómurinn í Kötlu. „Upphaflega ætlaði ég að reyna að hafa tónlistina við ljóðin létt- ari og nútímalegri, en þegar ég fór að semja við ljóðin sem eru samin í róm- antískri stefnu fyrir 200 árum þá reyndust þau svo þung og íslensk að mér fannst ekkert passa nema klass- ísk nálgun. Þó það heyrist stöku djasshljómur er yfirbragðið eins og sálmur,“ segir María og tekur fram að hún hlakki mjög mikið til að heyra afraksturinn á morgun. Lætur engan ósnortinn „Okkur leist strax vel á þessa hug- mynd enda magnaður kveðskapur sem talar sterkt til okkar,“ segir Lilja Dögg og tekur fram að þær Hildi- gunnur séu ávallt spenntar fyrir óvenjulegum verkefnum þar sem landamæri milli list- og tónlistar- greina séu flæðandi, en á tónleik- unum á morgun flytja Helga Kress prófessor og María Ellingsen leik- kona nokkur orð um líf og ljóð Guð- nýjar Jónsdóttur. „Þetta er krefjandi tónlist til hlust- unar að því leytinu til að hún snertir hlustendur djúpt,“ segir Lilja Dögg um kórverkið Guðnýjarljóð. „Maríu tekst í tónlist sinni listilega vel að spegla stemninguna í ljóðum Guð- nýjar. Sú góða speglun sem er milli texta og tóna gerir það að verkum að enginn er skilinn eftir ósnortinn.“ Þess má að lokum geta að aðgangur að tónleikunum er ókeypis. silja@mbl.is Stjórnendurnir Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir ásamt konunum í kvennakórnum Kötlu koma fram í Listasafni Íslands á morgun. „Dramatískt lífshlaup“ Kvennakórinn Katla frumflytur Guðnýjarljóð eftir Maríu Magnúsdóttur í Listasafni Íslands. Tónskáldið María Magnúsdóttir. MÆLT MEÐ PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 16 mánudaginn 11. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Sérblað Morgunblaðsins um brúðkaup kemur út föstudaginn 15. apríl Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Brúðkaupsblaðið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.