Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.04.2016, Side 51
3.4. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Ströndin í náttúru Íslands eftir Guð-
mund Pál Ólafsson er í mínum huga
ein besta bók sem komið hefur út á
Íslandi. Þar er mikill fróðleikur um
allt á milli himins og jarðar sem teng-
ist strandlengju Íslands
og við bætast frábærar
myndir og ljóð. Í öllu
verkinu endurspeglast
mikil virðing fyrir nátt-
úru landsins. Bók sem hvetur fólk til
ferðalaga um íslenska náttúru.
Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson
er stutt en hnitmiðuð bók sem er
skyldulesning þegar líða fer að jólum.
Smalinn Benedikt og fjórfættir vinir
okkar eru í lykilhlutverkum, hund-
urinn Leó og hrúturinn
Eitill eru svipsterkir og
hafa mikinn persónu-
leika. Veðurlýsingar og
náttúrulýsingar eru
magnaðar og staðfesta
þeirra í leit að eftirlegukindum um
miðjan vetur uppi á öræfum er til eft-
irbreytni. Einföld bók,
fá orð en mikil saga.
Bækur Kristínar
Marju Baldursdóttur
um listakonuna Karit-
as, Karitas án titils og
Óreiða á striga, eru áhrifamiklar og
myndrænar kvennasögur sem
spegla vel tíðarandann á 20. öld þeg-
ar menntun og velmegun voru ekki
sjálfsagt mál. Saga ekkjunnar sem
flutti til Akureyrar til að mennta
börn sín og saga listakonunnar sem
bjó víða um land og barðist við sjálfa
sig og aðra sýna vel hve hörð lífsbar-
áttan getur verið.
Klara
Bjartmarz
Emelie Schepp langaði að
skrifa sögu sem speglaði
þjóðfélagið og tæpti líka á
því sem ekki er rætt.
Morgunblaðið/RAX
BÓKSALA 23.-29. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson.
1 JárnblóðLiza Marklund
2 MerktEmelie Schepp
3 Í hita leiksinsViveca Sten
4 The very worst of DagssonHugleikur Dagsson
5 Independent PeopleHalldór Laxness
6 Meira blóðJo Nesbø
7 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar
8 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante
9 Einn af okkurÅsne Seierstad
10 NicelandKristján Ingi Einarsson
1 JárnblóðLiza Marklund
2 MerktEmelie Schepp
3 Í hita leiksinsViveca Sten
4 Meira blóðJo Nesbø
5 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante
6 Framúrskarandi vinkonaElena Ferrante
7 UndirgefniMichel Houellebecq
8 NautiðStefán Máni
9 KólibrímorðinKati Hiekkapelto
10 Níunda sporiðKati Hiekkapelto
Allar bækur
Íslenskar kiljur
BÆKUR Í UPPÁHALDI
Sænska nóbelsnefndin, sem velur
þá rithöfunda sem hljóta bók-
menntaverðlaun Nóbels ár hvert,
hefur fordæmt dauðadóm íranskra
yfirvalda yfir breska rithöfund-
inum Salman Rushdie, 27 árum eft-
ir að hann var kveðinn upp.
Það var trúarleiðtoginn Ayatol-
lah Khomeini sem kvað upp dauða-
dóminn og var Rushdie gefið að sök
að hafa móðgað Múhameð spámann
í bókinni Söngvar Satans sem kom
út 1988. Tveir fulltrúar nób-
elsnefndarinnar sögðu sig úr henni
árið 1989 þegar nefndin neitaði að
fordæma dóm Khomeinis.
Nefndin kvaðst þá ekki vilja
blanda sér í pólitík með nokkrum
hætti, gaf þó út yfirlýsingu þar sem
tjáningarfrelsið er varið, án þess þó
að lýsa yfir stuðningi við Rushdie.
Yfirlýsing var svo birt á heima-
síðu nóbelsnefndarinnar á fimmtu-
daginn, þar sem dauðadómurinn er
fordæmdur í fyrsta skipti.
Rushdie brást strax við á Twitter
og lýsti yfir miklu þakklæti vegna
ákvörðunar Svíanna.
Rithöfundurinn Salman Rushdie á bókmenntahátíð í Mexíkó á síðasta ári.
AFP
Fordæmir dauðadóminn
NÓBELSNEFNDIN TEKUR LOKS AF SKARIÐ
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
Eðallax
fyrir ljúfar stundir