Morgunblaðið - 04.04.2016, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.04.2016, Qupperneq 23
Hið íslenska bókmenntafélag á sér stórmerka sögu og það er langt í frá, sem sumir hafa á til- finningunni, að félagið sé einungis sagan ein. Þetta er sprelllifandi félag sem gefur út 11 til 12 bóka- titla á ári. Við erum til dæmis að gefa út 11. og síðasta bindið af Sögu Íslands en sú útgáfa hófst árið 1974 og bókatitlar Lærdóms- ritanna eru nú orðnir 90 talsins, allt stórmerkileg fræðirit. Auk þess kemur tímaritið Skírnir út tvisvar á ári.“ Ólöf hefur verið formaður Íþróttafélags kvenna frá 1998, sat í ritstjórn tímaritsins Uppeldis og er í stjórn Félags íslenskra bóka- útgefenda frá 2015. Þegar kemur að áhugamálum er Ólöf handlagin íþróttakona: „Ég hef æft blak með Íþróttafélagi kvenna frá 1995. Auk þess fer ég töluvert á skíði. Ég hef gaman af því að smíða og að bardúsa við viðgerðir og fegrun á og í húsinu. Ég elska að ferðast með börnunum mínum og í tilefni af 50 afmælinu ætla ég að skella mér með dætrunum, kær- ustunum og barnabarninu í sigl- ingu í Karíbahafið.“ Fjölskylda Eiginmaður Ólafar var Logi Bergmann Eiðsson, f. 2.12. 1966, sjónvarpsmaður. Þau skildu. Dætur Ólafar og Loga eru Elín Tinna Logadóttir, f. 19.9. 1988, starfsmannastjóri 66°norður en unnusti hennar er Egill Þor- steinsson, markaðsstjóri Dominos, og er dóttir þeirra Ólöf Björk Eg- ilsdóttir, f. 2014; Fanndís Birna Logadóttir, f. 22.2. 1995, starfs- maður 66°norður en unnusti henn- ar er Ingi Björn Grétarsson, tæknimaður; Linda Björg Loga- dóttir, f. 4.5. 1997, nemi við VÍ, og Lilja Katrín Logadóttir, f. 30.4. 2003, nemi í Háaleitisskóla. Systkini Ólafar eru Elín Óskars- dóttir, f. 14.8. 1951, ritari sendi- herra Íslands í Stokkhólmi; Þor- varður Óskarsson, f. 19.3. 1955, matreiðslumeistari í Reykjavík; Andrés Óskarsson, f. 26.6. 1957, skrifstofumaður í Grindavík; Ágústa Óskarsdóttir, f. 14.8. 1958, starfsmannastjóri í Grindavík. Foreldrar Ólafar: Jórunn Erla Þorvarðardóttir, f. 2.11. 1929, matartæknir Reykjavík, og Óskar Þorvarðarson, f. 19.1. 1929, d. 17.8. 1982, húsgagnasmiður og tjónamatsmaður í Reykjavík.Saman í Kjósinni Ólöf, Ágústa, Andrés, Erla, Eĺín og Þorvarður. Úr frændgarði Ólafar Dagnýjar Óskarsdóttur Ólöf Dagný Óskarsdóttir Guðfinna Þorvarðardóttir húsfr. í Hækingdal Guðbrandur Einarsson b. í Hækingsdal í Kjós Þorvarður Guðbrandsson bílstj. í Rvík Ágústa Andrésdóttir húsfr. í Rvík Óskar Þorvarðarson húsgagnasmiður í Rvík Andrés Ólafsson b. á Neðri-Hálsi Ólöf Gestsdóttir húsfr. á Neðri-Hálsi í Kjós Ingvar Karelsson skipstj. í Hvíld Diðrika Jónsdóttir húsfr. í Hvíld á Stokkseyri Þorvarður Ingvarsson sjóm. á Stokkseyri Elín Jónsdóttir saumakona í Vestmannaeyjum Jórunn Erla Þorvarðardóttir matartæknir í Rvík Jón Jónsson skipstj. í Landeyjum Jórunn Erlendsdóttir húsfr. í Landeyjum ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. APRÍL 2016 101 árs Árný Snæbjörnsdóttir 90 ára Guðbjörg O. Valdimars- dóttir Herdís Erlingsdóttir Kári Sólmundarson 85 ára Erla Hannesdóttir Haraldur Gísli Eyjólfsson Karen J. Magnúsdóttir Margrét Magnúsdóttir Valborg Eiríksdóttir 80 ára Ada Elísabet Benjamínsdóttir Bergur Bjarnason Guðrún Ólafía Tómasdóttir Sigurlína Pétursdóttir 75 ára Anna Lilja Gestsdóttir Guðmundur Samúelsson Jóhannes Karlsson 70 ára Guðlaug Árnadóttir Gunnhildur Ólöf Gunnarsdóttir Helgi Magnússon Jóna Halldórsdóttir Lovísa Jónsdóttir Steingrímur Hjartarson 60 ára Fanney Rut Eiríksdóttir Gústav Garðarsson Helga Óladóttir Helgi Þór Thorarensen Jóhannes Sigurbjörnsson Júlíus Heiðar Haraldsson Kristinn Sörensen Rannveig Finnsdóttir Sigríður Huld Konráðs- dóttir Skarphéðinn Skarphéðinss. Steinunn Ágústa Þorsteinsdóttir Þuríður Pálsdóttir 50 ára Alexander Hrafnkelsson Anna María Sigurðardóttir Geir Grétar Sveinsson Gregor Junge Haukur Arnar Árnason Linda Rut Einarsdóttir Ólafur Helgi Samúelsson Ólöf Dagný Óskarsdóttir Rut Þorgeirsdóttir Sigurður Kristinsson Sturla Helgi Magnússon Svanur Tómasson Þorbjörg Magnúsdóttir 40 ára Auður Ösp Jónsdóttir Áslaug Fjóla Guðmundsd. Benedikt Gunnarsson Guðmundur Frímann Sverrisson Helgi Gunnar Guðlaugsson Kolbrún Ýr Sigurðardóttir Mariusz Rafal Galek Sigurgeir Sigurðsson Vaka Rögnvaldsdóttir 30 ára Alfreð Karl Behrend Arnar Jónsson Borgar Jónsson Dagbjört Halla Gunnarsd. Halldóra Kristjánsdóttir Larsen Kári Guðnason Kristín Ösp Sigurðardóttir Kristján Már Gunnarsson Lára Ólafsdóttir Sara Alísa Jónsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Benedikt er Garðbæingur og er flug- maður hjá Icelandair. Maki: Lára Valdís Krist- jánsdóttir, f. 1979, kennari og nemi í tölvunarfræði í HR. Börn: Dagur, f. 2002, Bjarki, f. 2006, og Gunnar, f. 2010. Foreldrar: Gunnar Bene- diktsson, f. 1941, fv. tann- læknir, og Erna Kjærne- sted, f. 1950, vinnur hjá Strætó. Benedikt Gunnarsson 30 ára Dagbjört er Reyk- víkingur og vinnur í fram- leiðsludeild Össurar. Hún er félagsliði að mennt og húsmæðraskólagengin. Maki: Páll Ásgrímsson, f. 1984, stálsmiður. Börn: Birkir Fannar, f. 2013, og Benjamín Frosti, f. 2014. Foreldrar: Gunnar Magn- ússon, f. 1961, bús. í Mos- fellsbæ, og Auður Hall- grímsdóttir, f. 1964, bús. í Grafarvogi. Dagbjört Halla Gunnarsdóttir 30 ára Lára er frá Saurbæ í Rangárþingi ytra og býr þar. Hún er sálfræðingur hjá Árborg og er einnig með diplómu í kennslufræðum. Maki: Trausti G. Torfason, f. 1985, matreiðslumaður að mennt. Dóttir: Elma Rún L. Traustadóttir, f. 2014. Foreldrar: Ólafur Páls- son, f. 1953, og Guðrún Hálfdánardóttir, f. 1959, bændur í Saurbæ. Lára Ólafsdóttir Birgir Vilhelm Óskarsson hefur variðdoktorsritgerð sína í jarðfræði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Eldfjallafræði flæðiba- saltsyrpa frá míósen á Austfjörðum (Volcanological studies of Neogene flo- od basalt groups in eastern Iceland). Leiðbeinandi var dr. Morten S. Riis- huus, sérfræðingur við Norræna eld- fjallasetrið, Jarðvísindastofnun Háskól- ans. Auk hans sátu í doktorsnefnd dr. Þorvaldur Þórðarson, prófessor og deildarforseti Jarðvísindadeildar Há- skóla Íslands, og dr. Christian Tegner, prófessor við jarðvísindadeild Háskól- ans í Árósum, Danmörku. Í jarðlagastafla Austfjarða eru mjög víðáttumiklar hraunlagasyrpur sem myndast hafa í miklum flæðigosum á míósen. Sex syrpur voru rannsakaðar en þær liggja í staflanum á milli megin- eldstöðva sem kenndar eru við Reyð- arfjörð og Þingmúla. Syrpurnar end- urspegla meginflokka íslenskra basalthrauna samkvæmt feltskiptingu G. P. L. Walkers, sem kortlagði þær ásamt samstarfsmönnum sínum upp úr miðri síðustu öld. Hólmasyrpa og Grjót- ársyrpa eru úr óli- vínbasalti, Kumla- fellssyrpa, Hólmatindssyrpa og Hjálmadals- syrpa að mestu úr dílalitlum hraunum af þóleiískri gerð en Grænavatns- syrpan að mestu úr dílabasalti. Uppbygging hraun- lagasyrpanna var könnuð með ná- kvæmri loftljósmyndun. Þá var innri gerð hraunlaganna athuguð og henni lýst með aðferðum eðlisrænnar eld- fjallafræði og strúktúrjarðfræði. Berg- sýni úr dæmigerðum hraunlögum voru efnagreind, bæði aðal- og snefilefni. Í kjölfarið var upprunasvæði hraunsyrp- anna áætlað, flæðiferli hraunanna lýst og kvikustreymi úr gosrás við myndun þeirra áætlað. Þessar athuganir og aðr- ar hafa leitt til framsetningar nýs líkans um stærð, lögun og þróun rekbeltisins og möttulstróksins á Íslandi á míósen, en það býður upp á mögulegar úrlausn- ir á gömlum þrætueplum í túlkun á jarðfræði Íslands. Birgir V. Óskarsson Birgir Vilhelm Óskarsson er fæddur árið 1982 í Reykjavík. Hann lauk BS-gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og MS-gráðu árið 2009, þar sem hann rannsakaði Skerjahrygg á Eyjafjallajökli. Birgir vann hjá Norrænu eldfjallastöð- inni 2009-2010, en hóf doktorsnám sitt haustið 2010 við HÍ. Samhliða náminu vann hann að gerð jarðfræðikorts af Austurlandi í samstarfi við Náttúru- fræðistofnun. Hann tók einnig þátt í rannsóknum tengdum eldgosinu í Holu- hrauni árið 2014-2015. Doktorsverkefnið var styrkt af Norrænu eldfjallastöðinni og RANNÍS. Birgir starfar sem sérfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann er giftur Sonju Guðnadóttur og þau eiga tvö börn. Doktor Sti l l ing hf. | S ími 520 8000 | www.st i l l ing . is | st i l l ing@sti l l ing . is Skíðabogar Fást í verslun okkar að Bíldshöfða 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.