Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Sá stíll á samskiptum að svara engu sem spurt er um heldur semja eiginspurningar og svara þeim hefur því miður gert vart við sig í stjórn-málum hér á landi að undanförnu. Reyndar er þetta ekkert nýtt, held- ur líklega stíll sem fenginn er að láni frá stjórnmálamönnum fyrri tíðar. Skemmst er að minnast þess þegar fyrrverandi forsætisráðherra var fyrr í mánuðinum umkringdur fjölmiðlafólki nær samfleytt í þrjá daga en svaraði samt engri spurningu sem að honum var beint. Hann tók einfaldlega ekki við spurningum frá öðrum, heldur samdi þær sjálfur og svaraði svo sínum heimatilbúnu spurningunum skriflega á eigin vef- síðu. Fleiri hafa notað þessa aðferð, sem hefur þann eina tilgang að stýra um- fjöllun um óþægileg mál eða koma í veg fyrir hana. Í besta falli er þessi aðferð hallærisleg og í versta falli, eins og þegar kjörnir fulltrúar eiga í hlut, er hún ólýðræðisleg. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlut- verki. Blaðamenn eru í þjónustu við almenning við að veita upplýsingar og varpa ljósi á það samfélag sem við búum í. Stjórnmálamenn eru kjörnir til starfa og verða að vera til- búnir að svara fyrir verk sín, óháð því hver spyr eða hvort spurning- arnar eru þeim að skapi. Auðvitað er óþægilegt að hafa hljóðnemafjöld í andlitinu en það þýðir ekki að það sé í lagi fyrir ráðamenn að sleppa því að svara eðlilegum spurningum. Þá er verið að hindra fjölmiðlafólk í að vinna vinnu sína í þágu almennings. Þegar spurningar fjölmiðlamanna eru hunsaðar af stjórnmálamönnum sem vilja stýra umfjöllun um sjálfa sig er mikilvægt að fjölmiðlar standi sig og gleymi ekki spurningunum sem ekki var svarað. Spurningarnar þarf að geyma og þeirra þarf að spyrja aftur síðar þegar sá sem spurður var fæst til viðtals. Sé þeim enn ósvarað þarf að spyrja þeirra aftur. Það er fullkomlega óeðlilegt að stjórnmálamanni í valdastöðu komi til hugar að spyrja sjálfan sig spurninga, svara þeim svo og telja að þar með sé öll sag- an sögð. Það er ekki stjórnmálamanna að stýra umfjöllun um sig sjálfa og það er ekki þeirra að skrifa eigin sögu. Getty Images/iStockphoto Spurt og svarað ...eða ekki svarað ’Blaðamenn eru íþjónustu við almenn-ing við að veita upplýs-ingar og varpa ljósi á það samfélag sem við búum í. Stjórnmálamenn eru kjörnir til starfa og verða að vera tilbúnir að svara fyrir verk sín, óháð því hver spyr eða hvort spurningarnar eru þeim að skapi. Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Ragnheiður Haraldsdóttir Nei, ég hef ekki gert það frá því að ég var lítil stúlka. SPURNING DAGSINS Ætlar þú í kröfu- göngu 1. maí? Guðný Kristjánsdóttir Nei, ég kemst ekki. Annars hefði ég farið. Helgi Ágústsson Nei, alveg örugglega ekki. Reynir Olgeirsson Nei, ég reikna ekki með því. Ég verð í afmæli 1. maí, annars hef ég oft farið. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. 1. Þú ætlar að skemmta lýðnum í Hafnarfirði á 1. maí. Er eitthvað fyndið við baráttu verkalýðsins fyrir bætt- um kjörum? Það er eitthvað fyndið við allt. Krabba- meinssjúklingar sem liggja banaleguna eiga það meira að segja til að gera grín að aðstæðum sínum. Verkalýðsbaràtta er reyndar ekki eins kröft- ug í dag og áður og þar af leiðandi ekki jafn fyndin. Við grínistar eigum betra með að vinna með öfga. Ann- ars verð ég nú ekki bara að gera grín að verkalýðsbar- àttu í dag, en ég verð fyndinn. Það er pottþétt. 2. Er góssentíð hjá grínurum landsins nú þegar allt er í steik í landsmálunum? Já, alveg tvímælalaust. Reyndar er þetta eiginlega aðeins of mikið. Maður veit ekki hvar maður á að byrja að gera grín. 3. Þú ert þekktur fyrir eftirhermur. Ertu að æfa einhvern sérstakan núna? Ég er núna að vinna mest í Ragga Bjarna, en ég hef aldrei hermt eftir honum á skemmtun, bara á Snapchat. Kannski geri ég það í dag. 4. Þú hefur hermt eftir mörgum tónlist- armönnum, hermirðu líka eftir stjórnmála- mönnum? Ég held að Sigmundur Davíð sé sá eini og hann var nokkuð auðveldur. Ég vona að hann verði áberandi næstu áratugina, hvort sem það verður í stjórnmálum eða einhverju öðru. 5. Hvaða stjórnmálamaður er fyndnastur? Sigmundur Davíð. Ég hef aldrei hlegið jafn mikið og þegar hann var að tala við sænska sjónvarpsmanninn. Hann tafsaði upp à 10. 6. Hvaða forsetaframbjóðanda heldurðu að sé auðveldast að herma eftir? Texas-Magga. Morgunblaðið/Ásdís SÓLMUNDUR HÓLM SITUR FYRIR SVÖRUM Eitthvað fyndið við allt Forsíðumyndina tók Ragnheiður Sigurð- ardóttir Bjarnarson. Sólmundur Hólm, eða Sóli Hólm eins og hann er kallaður, er eftirherma og útvarpsmaður á Rás 2. Hann kemur víða fram og verður meðal ann- ars með skemmtiatriði í Hafnarfirði í tilefni af hátíðarhöldum 1. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.