Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 VETTVANGUR Á Alþingi eru þau til semvilja halda sig við núver-andi stjórnarskrá að uppi- stöðu til. Á öndverðum meiði eru svo hin sem vilja að stjórn- arskrártillögur Stjórnlagaráðs verði samþykktar óbreyttar. Þá er það þriðja fylkingin sem vill hlíta þeim vilja sem á sínum tíma kom fram í þjóðaratkvæða- greiðslu, þess efnis að í breyttri stjórnarskrá ættu að vera auknir möguleikar til beins lýðræðis, al- mannaeign á auðlindum yrði betur tryggð og síðan að þjóðkirkjan haldi sinni stöðu. Að vísu heyrist sjaldan talað um þennan síðasta þátt, alla vega af hálfu þeirra sem telja breytingar á stjórnarskrá allra meina bót. Ef okkur hefði auðnast á síðasta kjörtímabili að halda okkur við þessa þætti, og þá einkum það sem snýr að lýðræði og auðlindum, þá má ætla að okk- ur hefði tekist að ná fram breyt- ingum í anda þess sem vilji al- mennings augljóslega stendur til. Grundvallarafstaðan til auðlind- anna og lýðræðisins er kunn og hefur verið rædd í þaula. Sumir eru með, aðrir á móti. Vissulega er um alls kyns blæbrigði að ræða í skoðunum. Þannig fannst mér sjálfum Stjórnlagaráð full íhalds- samt að heimila ekki að almenn- ingur gæti krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um fjárhagsleg málefni og milliríkjasamninga á borð við Icesave! Sömuleiðis þótti mér Stjórnlagaráð bregðast varðandi einkaeignarrétt. Í mínum huga get ég fallist á að binda í stjórnarskrá rétt til eignar á íbúðarhúsnæði, bújörð eða fyrirtæki. En á það líka að gilda um tvö hundruð þús- und milljarða? Er það heilagur réttur til eignar, og á hann að vera stjórnarskrárvarinn? En hvað sem þessu líður, þá þekkjum við í grófum dráttum þjóðarviljann varðandi lýðræðið, almannaréttinn og auðlindirnar. En hvað með aukið miðstjórn- arvald forsætisráðherra og hvað með markaðsvæðingu auðlinda landsins? Spurt er því hvoru tveggja gerðu tillögur Stjórnlag- aráðs ráð fyrir. Er eftirsóknarvert að miðstýra hinu pólitíska fram- kvæmdavaldi meira en þegar er orðið? Og viljum við að forsenda fyrir ráðstöfun á vatni, orku og auðlindum almennt, sé ófrávíkj- anlega sú, að fyrir þær fáist sá há- marksarður sem kreista má út á markaði? Allt þar undir varði brot á stjórnarskrá! Þarf ekki að ræða þetta eitthvað frekar? Jafnvel þótt þjóðin hafi viljað að ný stjórnarskrá yrði byggð á drögum Stjórnlagaráðs þá er margt þar órætt. Prýðileg tillaga kom fram undir lok síðasta kjör- tímabils og lögum var breytt í samræmi við hana, um að gera mætti breytingar á stjórn- arskránni með hraðvirkum hætti á yfirstandandi kjörtímabili í ljósi þeirrar umræðu sem þegar hefur átt sér stað. Allt eða ekkert, heyrist þá hróp- að og lítið gefið fyrir að ræða þurfi þau álitamál sem að framan greinir. Umræðan um stjórnarskrá Ís- lands á annað og betra skilið en að forskrúfast með þessum hætti. Þá hreyfist lítið, jafnvel þótt mikið sé skrúfað. Hvernig væri að taka annan pól í hæðina og ræða einstaka þætti, eins og til dæmis möguleg mörk á þeim einkaeignarrétti sem verði stjórnarskrárvarinn eða hvort binda eigi í stjórnarkrá arðsem- iskröfu markaðshyggjunnar? Í millitíðinni gætum við sam- þykkt auknar heimildir til beins lýðræðis, hert á ákvæðum um al- mannaeign á auðlindum og aukið vernd nátturunnar eins og tillögur liggja nú fyrir um. Þessi nálgun er líklegri til farsællar niðurstöðu en að hamra á því einu að breyta þurfi stjórnarskránni á einu bretti. Hvernig á að breyta stjórnarskrá Íslands? ’Þannig fannst mér sjálfum Stjórnlagaráð fullíhaldssamt að heimila ekki að almenningur gætikrafist þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárhagsleg málefniog milliríkjasamninga á borð við Icesave! Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Morgunblaðið/Golli Poppfræðingurinn Arnar Eggert Thoroddsen fagnaði því að það væri rætt við konur um tónlist Beyoncé í innslagi hjá Íslandi í dag. „Frábært innslag og gaman að sjá eingöngu konur sem viðmælendur. Maður er svo van- ur því að það sé talað við 3, 4, 5 karlmenn ALLTAF að manni finnst þetta hálf skrítið. Svona virkar hin karllæga indoktrinering, manni hreinlega bregður þegar maður sér aðra möguleika. Hitt er hið „nátt- úrulega“ ástand. Meira svona. Og í fyllingu tímans kynjabalanserast hlutirnir kannski eðlilega. En svona „aðgerðir“ eru nauðsynlegar, þannig er það bara, á meðan skekkjan er enn mikil.“ Hallgrímur Helgason ræddi líka Beyoncé og nýju Lemonade- plötuna á Facebook og umfjöllun um hana á Rás 2. „Annar morg- uninn í röð sem Sigmar dissar Beyoncé svo maður fær vandræða- hroll. Karlastrákar hafa átt poppið í hundrað ár og hrútskýrt það fyrir öllum heiminum hversu góðar þessar og hinar hljómsveitirnar eru, sem óvænt eru allar skipaðar karlastrákum, og kvenfólkið hefur svona lifað með þessu, en svo kemur kvenhejta og pakkar allri samkeppni saman (eins og sást á Super Bowl um daginn) og þá fer karlastrákur að dissa. Og það eftir að kollega hans Guðrún Sóley hafði sagst hafa eytt öllum gærdeginum í að hlusta á þessa miklu nýju myndskífu, og dásamaði í bak og fyrir. (Hef reyndar sjálfur ekki heyrt þetta, en kannast við sumt af hennar fína poppi þótt aldraður sé.) Allavega er þetta dá- lítið hvimleitt attitjúd. Sigmar má alveg muna að hann er ekki lengur á X-inu og svona mikil karlremba í morgunsárið er ansi vandræðaleg fyrir helming þjóðarinnar. Eldhús- öskrin heyrðust bergmála um hverfið í morgun. Fyrir konum er hin mikla B hreinlega drottningin og allt í lagi að sýna því kurteisi. (Sigmar beit svo höfuðið af skömminni með því að tala í kjöl- farið fallega um Red Hot Chili Pep- pers... eigum við að ræða það eitt- hvað? :))“ Uppljóstranir úr Panama-skjöl- unum halda áfram að hreyfa við fólki. Bragi Valdimar Skúlason skrifar: „Mín stærsta eft- irsjá og verstu fjárhagslegu mistök eru að hafa ekki verið virkur í starfi framsóknarflokksins undir lok síð- ustu aldar.“ Tobba Marínósdóttir skrifaði á Facebook um skemmtilegt samtal á heimilinu: „Ég: ohh ég hefði átt að drullast í spinning þó vinkonulufs- urnar beiluðu allar (Hæ stelpur!) Kalli í hálfum hljóðum án þess að líta upp úr vinunni: æj ástin mín þú þarft ekki alltaf að vera að drulla þér og drífa þig. Ég: Takk. (Held ég?)“ AF NETINU

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.