Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 12
FORSETAVAKTIN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016 Tveir frambjóðendur til embætt-is forseta Íslands heltust í vik-unni úr margumtalaðri lest: Bæring Ólafsson á mánudaginn og Hrannar Pétursson á miðvikudag. Báðir kváðust hætta við í ljósi mjög breyttra aðstæðna, eftir að sitjandi forseti ákvað að bjóða sig fram aftur. Þá eru nokkrir enn undir feldinum, sem heldur er ekki sjaldnar nefndur þessi dægrin en lestin góða. Eftir því sem næst verður komist eru 11 ákveðnir í að gefa kost á sér, þegar þetta er skrifað síðdegis á föstudegi: Benedikt Kristján Mewes, Ástþór Magnússon, Elísabet Jökuls- dóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason, Ari Jósepsson, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórð- ardóttir, Magnús Ingi Magnússon og Sturla Jónsson. Undir feldinum Þau, sem vitað er að íhuga alvarlega að gefa kost á sér, eru Guðrún Nor- dal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, Sigrún Stef- ánsdóttir, forseti hug- og fé- lagsvísindasviðs Háskólans á Ak- ureyri, Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi og Guðni Th. Jóhannesson, lektor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Nokkrir frambjóðenda komu í fyrsta skipti fram saman í vikunni, á fundi sem Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík stóð fyrir. Þar notaði Hrannar einmitt tækifærið og til- kynnti ákvörðun sína. Öllum frambjóðendum var boðið á fundinn en Andri Snær, Ástþór, Benedikt, Guðrún Margrét, Halla, Hildur og Hrannar þáðu boðið, aðrir afþökkuðu. Segja má að með fundinum hafi „alvöru“ kosningabarátta farið af stað. Barátta var reyndar ekki mikil á fundinum, fólk kynnti sig og stefnumálin, nema hvað Ástþór Magnússon skaut býsna föstum skotum á Andra Snæ, að sögn fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is, og á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, sem hann sagði hafa orðið uppvísan að lygum. Andri Snær sagðist, á fundinum, hafa boðið sig fram því hann vildi sjá Íslendinga standa fyrir eitthvað mikilvægt og legði fram þrjár stórar hugmyndir til að það yrði að veru- leika á næstu árum. Hann nefndi náttúru, lýðræði og menningu í þeim efnum. Lagði áherslu á stofn- un þjóðgarðs á Miðhálendinu, sem hann sagðist telja myndu verða eina þeirra stóru hugmynda sem kynslóð hans gæti lagt fram, að lokið verði við gerð nýrrar stjórnarskár og að hlúð verði að tungumálakennslu barna sem flytja til Íslands. Ástþór Magnússon deild hart á aðra frambjóðendur sem fyrr segir. Sagði hann einn þeirra - og vísaði bersýnilega til Andra Snæs, sessu- nautar síns, hafa verið á ríkisspena í níu ár og sæktist nú eftir að komast á stærri spena. Ástþór hefur löngum lagt megin áherslu á frið- armál og sagðist nú lofa því að ná 600 milljörðum króna til Íslands með því að gera friðariðnað að þriðja megin atvinnuvegi landsins. Benedikt Kristján Mewes sagðist á fundinum vonast til þess að hann yrði fyrsti samkynhneigði forseti heims, en tók reyndar fram að ekki væri víst að hann yrði í framboði að þessu sinni. Frambjóðandinn hefur ekki tjáð sig um það frekar síðan en benti á, á Facebook síðu sinni, að hann hefði fengið 0,0% í nýjustu skoðanakönnun MMR. Guðrún Margrét Pálsdóttir lagði áherslu á að Íslendingar hefðu kær- leika að leiðarljósi, stæðu saman og hjálpuðu hver öðrum. Fortíð eða framtíð Halla Tómasdóttir lýsti forsetakosn- ingunum sem vali á milli fortíðar og framtíðar, og Andri Snær hefur talað á svipuðum nótum. Halla sagðist þeirrar skoðunar að íslenskir nemendur ættu að fara utan til að öðlast reynslu í öðrum sam- félögum en markmiðið ætti að vera að skapa aðstæður hér á landi til að þeir vilji snúa aftur heim. Talaði Halla fyrir því að gildi þjóð- fundar sem var haldinn árið 2009 yrðu innleidd um heiðarleika, rétt- læti, virðingu og jafnrétti. Það væri grunnur að góðu samfélagi. Hildur Þórðardóttir sagðist alger- lega óháð stjórnmálaflokkum og tók fram að hún ætti engar eignir í skattaskjólum. Nauðsynlegt væri að kjósa fólk sem væri ekki hluti af kerf- inu. Hún sagðist vera stuðningsmaður stjórnarskrárbreytinga og nauðsyn- legt væri að forseti greiddi götu þeirra vegna þess að þær væru upp- hafið að nýju samfélagi sem lands- menn þrái svo heitt að byggja. Á fundinum voru frambjóðend- urnir spurðir út í fullveldi Íslands og hvernig þeir myndu bregðast við ef skerða ætti það með alþjóðlegum samningum eða aðild að ríkja- samböndum. Flestir nefndu að þeir myndu standa vörð um fullveldi Ís- lands og allir nefndu að ákvarðanir um slíkt ætti að bera undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurð um framtíðarsýn fyrir ungt fólk á Íslandi sagðist Halla vilja setja jafnréttismál á oddinn og að Ísland yrði fyrsta land í heimi til að brúa kynjabilið. Andri Snær lagði einnig áherslu á að framþróun byggist á aukinni þekkingu og tengdi það við núver- andi undirstöður Íslands eins og sjávarútveg. Mikilvægt væri að horfa á verðmætin sem væru fyrir hendi og margfalda þau. Í því fælust tækifæri fyrir ungt fólk. Yfirburðir Ólafs Ein skoðanakönnun var birt í vikunni og samkvæmt henni nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmest stuðn- ings. Zenter framkvæmdi könnunina 26. til 28. apríl, 821 svaraði og 41% sagðist líklegast myndu kjósa Ólaf, 18,3% Andra Snæ og 6,2% Höllu. 15,2% höfðu ekki gert upp hug sinn og 9% sögðust ætla að skila auðu. Af þeim sem tóku afstöðu telja 57,6% líklegast að þau kjósi Ólaf, 25,8% Andra og 8,7% Höllu. Tveir til hættir – ellefu í framboði Tveir mánuðir eru til kosninga og línur örlít- ið farnar að skýrast. Þó er enn beðið hugs- anlegra framjóðenda sem enn eru undir feldi en gætu orðið öflugir. Sjö frambjóðendur mættu til leiks í Háskólann í Reykjavík en voru sex í lok fundar þar sem Hrannar Pétursson dró framboð sitt til baka. Frá vinstri: Hrannar, Hildur Þórðardóttir, Halla Tómasdóttir, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Benedikt Kristján Mewes, Ástþór Magnússon og Andri Snær Magnason. Morgunblaðið/Golli 8 vikur TIL KOSNINGA Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð KJÖREIGN FASTEIGNASALA – TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Í 40 ÁR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.