Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 16
VIÐTAL
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.5. 2016
fyrir offituna. Það eru svo mörg lönd komin
miklu lengra en við í þessum málum,“ segir
hún, en þetta veit hún vegna vinnu sinnar með
Evrópusamtökum um offiturannsóknir
(EASO.org). „Við erum aftarlega, það vantar
meiri fræðslu og virðingu. Margir eru komnir
lengra og við getum lært af þeim,“ segir hún en
bendir á að engu að síður vinni margt flott fag-
fólk með offituna hérlendis.
Sólveig er í sjúklingasamtökum innan
EASO, sem stofnuð voru fyrir þremur árum.
Hugsunin er að fá meiri samvinnu á milli
læknahópa og sjúklingahópa. Hún segir Bret-
land, Írland, Portúgal, Þýskaland og Pólland
standa framarlega í þessum málum.
Vantar göngudeild
„Ég myndi vilja sjá göngudeildarteymi þar sem
fólk geti fengið hjálp,“ segir hún um það sem
hún vildi helst breyta hér. Eitt af því sem hefur
verið í boði er magaminnkunaraðgerð. Það taki
hins vegar langan tíma að komast að og ein-
staklingur þurfi að létta sig fyrst og ekki takist
öllum það. Hún segir hreyfiseðla framfarir en
breyta þurfi lífsstílnum öllum. „En þú segir
ekki 200 kílóa manneskju að fara bara að
hreyfa sig. Það vantar að hreinsa fyrst til í
höfðinu.“
Offita er heilsufarsvandi sem þarf að taka á.
„Þetta er að drepa okkur. Þú deyrð ekki úr of-
fitu einn daginn heldur ertu hægt og rólega að
rústa þér.“
Hún segir að meiri virðingu vanti fyrir offitu-
sjúklingum. „Mér tókst að létta mig um 50 kíló
og líkaminn verður engin glansmynd eftir á.“
Heim samdægurs eftir stóra aðgerð
Sjálf var hún með stórt kviðslit og mikið af
aukahúð á maganum. Kviðslitið hefði verið
hægt að laga inni á sjúkrahúsi. „En það er ekki
hægt að laga svuntuna í leiðinni, taka auka
skinn og sauma saman vöðva. En það er ekk-
ert mál að fara á stofu úti í bæ.“
Hún ákvað að gera það því þetta var farið að
hamla henni í æfingum og til viðbótar var
bráðnauðsynlegt að laga kviðslitið. Læknir
ráðlagði henni að láta gera þetta tvennt í einu
því annað væri of mikið álag á líkamann. Í að-
gerðinni hjá lýtalækni kom í ljós að kviðslitið
var stærra en hann hafði búist við og læknir-
inn þurfti að kalla til annan lækni af næstu
stofu. „Þannig að þetta endaði í stórri aðgerð á
skurðstofu úti í bæ. „Þetta var svo mikill hryll-
ingur eftir á. Ég var skorin næstum því til
helminga,“ segir Sólveig, en þarna er ekki í
boði nein lega svo sjúklingurinn fer heim með
drenin hangandi út. „Það var bara ekkert ann-
að í boði. Ég gat ekki haft magann á mér
svona. Þessi hluti gleymist.“
Hún tekur dæmi frá Portúgal varðandi of-
fituaðgerðir. „Þar er fimm ára eftirfylgd og þú
færð aðgerð í lokin.“ Tíminn sé ekki svona
langur hér og margir haldi þetta ekki út.
Hún fagnar aukinni umræðu um líkamsvirð-
ingu. „Það langar ekki alla til að verða
þvengmjóir heldur aðeins til að verða hraustir
og heilbrigðir. Fólk spyr mig: Ertu ekki að
léttast? Ég veit það ekki, ég er allavega rosa-
lega hraust,“ segir hún og bætir við það sé
ótrúlega góð tilfinning að geta valdið líkam-
anum, hlaupið og gert alls konar. Núna til
dæmis lyfti hún mikið.
Hún rifjar upp þegar hún hljóp í fyrsta sinn
eftir að hún fór að æfa.
„Ég var á hlaupabrettinu að ganga og ýtti á
takkann þangað til ég varð að hlaupa. Þvílíkt
frelsi að geta hlaupið. Þetta var ólýsanlegt.“
Hún segir að draga verði úr fordómum
gagnvart of feitu fólki. „Margir segja: Þú
komst þér á þennan stað og lést þig verða
svona feita. En við getum ekki verið að benda
svona á fólk. Þetta er sjúkdómur og það verður
að virða það. Það ætlar sér enginn að verða
svona.“
Strákurinn hvatning
Sonur Sólveigar var henni mikil hvatning til að
breyta um lífsstíl. „Hann verður þrettán ára í
ágúst. Hann var allt of þungur, með flogaveiki
og var mjög slæmur á tímabili og kominn á
mikil flogaveikislyf. Hann drakk endalaust af
Pepsi Max og var á óhollu mataræði, bara
sama og við vorum að borða.“
Hún kynnti sér æskilegt mataræði barna
með flogaveiki og sá ráðleggingar um að það
þyrfti að takmarka sykur og kolvetni. „Hann
fékk síðan bara töflu og ég hélt áfram að gefa
honum sama matinn. Þá stóð ég upp gagnvart
sjálfri mér. Ef ég ætla ekki að hjálpa sjálfri
mér verð ég að minnsta kosti að geta hjálpað
börnunum mínum og ég get ekki hjálpað
’Fyrst ætlaði ég bara að gefamér ár í þetta. Ég sagði meðmér, stattu þig! Ef þetta virkarheldurðu áfram og þetta verður
meiriháttar. Ef þetta virkar ekki
borðarðu þig til heljar.
„Ég vil vita hvað
er í matnum
mínum, hvernig
hann er búinn til
og hvaðan hann
kemur,“ segir
Sólveig.
Sólveig ásamt félögum í ráðgjafarhópi sjúklinga innan EASO á ráðstefnu í Prag.