Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.05.2016, Side 19
1.5. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 „Selfie“ með lunda er toppurinn Ferðamannastraumurinn liggur ekki á þennan stað landsins og því ríkir þar friður og ró fyrir þá sem það kjósa. „Við njótum þeirrar sérstöðu að vera eins langt frá Keflavík og Reykjavík og mögulegt er á Íslandi. En auðvitað er hægt að bæta við og nýta svæðið betur,“ segir hann. Marg- ir sækja í að mynda þennan sjaldgæfa fugl sem lundinn er. „Það var hérna um daginn kínverskur náttúruljósmyndari sem valdi hundrað dýr í heim- inum til að mynda og eitt af þeim var lundi. Hann var hérna í nokkra daga. Sumir koma til að taka myndir af Jökulsárlóninu og aðrir til að taka „sel- fie“ í Bláa lóninu. En að taka „selfie“ með lunda, það hlýtur að vera toppurinn,“ segir hann og hlær. Blaðamaður viðurkennir að það hafi hann einmitt gert. „Ég meina þú kemst ekkert hærra en það á Íslandi!“ Fyrir þá sem vilja friðsæld Arngrímur segir að í firðinum sé mikið og gott göngusvæði sem sé vel skipulagt en hægt er að fara í styttri og lengri ferðir. „Íslendingarnir eru ekki mikið að koma til okkar, ekki miðað við þann gönguáhuga sem ríkir. Það eru ekkert fleiri að ganga hér en árið 2000. Þetta er tilbúið svæði til að taka á móti fleiri ferðamönnum og þau eru kannski ekkert mjög mörg á Íslandi,“ segir Arn- grímur en segir alls ekki markmiðið að fylla fjörð- inn af ferðamönnum. „Við viljum bara fá réttu gestina með rétta hugarfarið. Þeir sem koma til Íslands til að njóta friðsældar þurfa að fara að hreyfa sig lengra frá Reykjavík heldur en var fyrir tíu árum. Þá er þetta svæði sem er tilbúið,“ segir hann. „Þetta eru spennandi tímar og við gerum okkar besta til að taka vel á móti gestunum okkar. Fagna lundanum á hverju vori. Það er notalegt að sýna gestunum okkar lundann, sérstaklega kvölds og morgna í töfrandi birtunni,“ segir hann. Blaða- maður getur svo vottað að það er afskaplega nota- legt eftir lundaskoðun að sitja í heitum potti í tunglsljósi og horfa út á haf. T il að komast eins langt og hægt er frá Reykjavík er tilvalið að skella sér á Borgarfjörð eystra. Fjörðurinn er fag- ur en við botn hans lúrir litla þorpið Bakkagerði. Þar í sveitinni vinna menn og konur við landbúnað, fiskveiðar og ferða- mennsku. „Við lifum á náttúrunni eins og lundinn, segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, eigandi ferða- þjónustunnar Álfheima. Lundinn dregur að sér ferðamenn Arngrímur segir að lundinn og náttúran dragi að sér ferðamenn sem kjósa fámennið, kyrrð og ró en ágangur ferðamanna er þar enn lítill. Í kringum 40-50 þúsund ferðamenn koma á ári hverju til að skoða lundann en aðal ferðatímabilið er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Helmingur lundastofns heimsins verpir á Íslandi, útskýrir Arngrímur. „Varpið gengur vel hérna fyrir norðan og austan og er að bæta sig hér ef eitthvað er. En svo er suðurströndin alveg katastrófa varð- andi að koma upp ungum því að sandsílið hefur fært sig vegna hlýnunar sjávar,“ segir hann. Lundinn trygglyndur fugl Í Hafnarhólma gerir lundinn sér heimili á sumrin. Á veturna dvelur hann úti á hafi. „Þeir hafa ekki vængi til að fljúga til heitu landanna,“ segir hann en um miðjan apríl koma þeir í land til að verpa. „Þeir koma heim og græja sumarhúsið sitt. Þeir hitta sömu konuna þegar þeir koma heim við húsið sitt og eru mjög tryggir sínum konum,“ segir hann. Örugg aðstaða til fuglaskoðunar Byggður var stígur og útsýnispallur uppi á Hafn- arhólmanum árið 1996. Lundinn er því orðinn mjög vanur að vera í návist við mannfólkið og leyf- ir forvitnum ferðalöngum að góna á sig að vild. „Þetta er mjög örugg og trygg aðstaða sem truflar fuglinn ekki mjög mikið,“ segir Arngrímur en á hólmanum má nú finna lítinn kofa þar sem fugla- skoðaðar geta haldið til. Gott er að mynda lundann af útsýnispalli efst á hólmanum. Búið er að smíða stíga og lítinn kofa til fuglaskoðunar í Hafnarhólmanum þar sem lundinn verpir. Morgunblaðið/Ásdís Lundanum fagnað Á Borgarfirði eystra ríkir kyrrð og ró. Þar búa rúmlega 100 manns og tugþús- undir lunda í sátt og samlyndi. Í hólma við höfnina verpir lundinn og kippir sér ekki upp við ferðamenn með myndavélar. Á bilinu 40 til 50 þúsund ferða- menn koma ár hvert á staðinn í þeim tilgangi að skoða og mynda lunda. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.